Fréttablaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 9. apríl 2003 Gefur út sögur á Netinu: Ófeiminn og lendir í öllum fjáranum RITHÖFUNDUR Ólafur Þór Eiríksson dó ekki ráðalaus þegar útgefandi hans treysti sér ekki til að gefa sög- urnar hans út vegna blankheita. Hann setti þær út á Netið og nú get- ur hver sem er keypt þær á 500 kall stykkið á vefnum netsaga.is. Vefur- inn hefur verið opinn í á annan mán- uð og töluvert heimsóttur, þrátt fyr- ir litla kynningu. Ólafur er að vinna að því þessa dagana að gera enska útgáfu vefjar- ins. Hann þýðir sögurnar sjálfur á ensku. „Ég er háskólamenntaður í ensku og maður verður að nýta menntunina.“ Fyrsta sagan er lífsreynslusaga hans sjálfs. Saga ungs pilts sem horfir á eftir tveimur félögum sín- um í bílslysi og er sjálfur öryrki á eftir. „Ég var lamaður frá hálsi. Í dag er ég labbandi og dansa um hverja helgi,“ segir Ólafur. Ári eftir slysið var hann sestur í Kennara- skólann. Mjög fatlaður. Ólafur segist hafa skrifað frá táningsaldri og töluvert í blöð á und- anförnum árum. Fyrsta sagan lýsir baráttu hans við afleiðingar slyss- ins. Hann segist sækja söguefnin í eigið líf. „Ég er svo ófeiminn þannig að ég lendi í öllum fjáranum.“ segir Ólafur og hlær. „Engu hættulegu samt.“ Hann segist nýta sér það sem hann lendir í sem söguefni. „Svo krydda ég það pínulítið.“ ■ REKSTRARERFIÐLEIKAR Einn glæsileg- asti sproti íslenskrar nýsköpunar í tískuheiminum er kominn að fót- um fram. Reykjavík Collection, sem byggði fataframleiðslu á eig- in hönnun og bauð vöru sína til sölu í 150 verslunum í Evrópu, rær nú lífróður til að minnka fjár- hagsskaða eigenda sinna og upp- gjöfin blasir við: „Þetta er farið til fjandans og ekki annað að gera en að loka og setja punktinn,“ segir Jón Árna- son tölvunarfræðingur, sem keypti fyrirtækið fyrir hálfu ári ásamt öðrum fjárfestum og hefur síðan ekki séð til lands. Gerist það þrátt fyrir aðkomu Nýsköpunar- sjóðs, sem í tvígang hefur sett fé í fyrirtækið. Fyrst á meðan það hét Reykjavík Clothing og síðar í arf- taka þess, Reykjavík Collection. Tapið hleypur á tugum milljóna. Hugmyndin að öllu saman er komin frá hjónunum Gunnari Hilmarssyni og Kolbrúnu Gunn- arsdóttur, sem saman reka GK- verslanirnar í Kringlunni og við Laugaveg. Eftir að þau seldu Reykjavík Collection hafa þau haldið áfram að hanna eigin tísku- línu í fatnaði undir nafninu GK en lengst af voru vörur Reykjavík Collection seldar í verslunum þeirra. Gunnar Hilmarsson segir GK-verslanirnar ganga vel, reyndar miklu betur nú en áður, og Reykjavík Collection sé ekki lengur þeim viðkomandi. Um tíma var fyrirtækið með skrifstofu í Kaupmannahöfn, hélt þar miklar tískusýningar og varð vel ágengt í sölumennsku. Þótti hönnunin nýstárleg og framsetn- ing öll í takt við það besta sem gerist í þessum geira. En úti er ævintýri. Margt fer öðruvísi en ætlað er. Skaðinn ef til vill mestur hjá ungum fatahönnuðum sem þarna áttu möguleika sem að öðru jöfnu gefast ekki. eir@frettabladid.is ERFIÐ LÍFSREYNSLA Ólafur Þór Eiríksson slasaðist alvarlega í bílslysi sem ungur maður. Hann skrifar sögur á Netinu og dansar um hverja helgi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M REYKJAVÍK COLLECTION Miklar vonir voru bundnar við útrás íslenskrar hönnunar á vegum fyrirtækisins. Þær vonir eru óðum að deyja. Tíska ■ Eftir glæsilega byrjun, smart hönnun og góðar vonir virðist útséð með Reykja- vík Collection. Þrátt fyrir aðkomu Nýsköp- unarsjóðs og sterkra fjárfesta verður fyrir- tækinu ekki bjargað. Reykjavík Collection rúllar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.