Fréttablaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 30
Hrósið 30 9. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR Ég bjó í Hlíðunum fyrstu árin enflutti í Kleppsholtið þegar ég var í kringum tólf ára,“ segir Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. „Ég var í Vogaskóla og tilheyrði hinu alræmda Voga- skólagengi.“ Már fór svo í Menntaskólann við Tjörnina og útskrifaðist þaðan 1974 og var í öðrum útskriftarár- gangi skólans. „Ég tók mér hlé að loknu stúdentsprófi en fór síðan til Svíþjóðar og var eitt ár í háskóla í Gautaborg. Þaðan fór ég til Eng- lands og lauk hagfræðiprófi frá Essex árið 1979 og m.phil prófi frá Cambridge árið eftir. Þá lá leiðin heim og í Seðlabankann þar sem ég vann sem hagfræðingur nánast sleitulaust frá 1980 til 1987.“ Þá fór Már aftur til Cambridge í einn vetur í doktorsnám. Þegar hann kom heim aftur gegndi hann starfi efnahagsráðgjafa Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi fjármálaráðherra, til 1991. Þá fór hann aftur í Seðlabankann þar sem hann kann mjög vel við sig. Hann var fyrst forstöðumaður á hag- fræðisviði en tók síðar við starfi aðalhagfræðings. Eiginkona Más er Elsa S. Þor- kelsdóttir lögfræðingur og þau eiga þrjú börn á aldrinum átta til nítján ára en þar fyrir utan er einn hundur á heimilinu sem sér um að húsbóndinn hreyfi sig reglulega. Foreldrar Más eru Guðmundur Magnússon heitinn, verkfræðing- ur, og Margrét Tómasdóttir, sem starfaði meðal annars lengi á flokksskrifstofu Alþýðubandalags- ins. Már segist hafa verið nokkuð virkur í pólitíkinni þegar hann var í menntaskóla og hafa starfað inn- an Alþýðubandalagsins þegar hann vann með Ólafi Ragnari. „Ég hef lítið skipt mér af pólitíkinni eftir að ég byrjaði í því starfi sem ég er í núna. Það er orðinn ansi langur tími þannig að ég er frekar ryðgað- ur í henni.“ Persónan MÁR GUÐMUNDSSON ■ er aðalhagfræðingur Seðlabanka Ís- lands en hann hefur eytt lunganum úr starfsævi sinni hjá bankanum. Hann var um skeið efnahagsráðgjafi Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra, en hefur ekki komið nálægt pólitík síðan þá. ...fær Árni Magnússon, for- maður bæjarráðs Hveragerðis, sem ætlar að skoða gaumgæfilega beiðni þríburaforeldra í bænum um afslátt af leikskólagjöldum. Fréttiraf fólki Ryðgaður í pólitíkinni ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að Saddam Hussein var ekki að sniffa gas þegar ein af forsetahöllum hans sprakk í loft upp. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Már Guðmundsson. Heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu. Fritz. MÁR GUÐMUNDSSON „Vinnan er þannig að það er ósköp lítill tími fyrir önnur áhugamál en fjölskylduna en annars er ég mikið fyrir það að stunda útiveru og hreyfingu og fer mikið út að labba með hundinn. Þá hef ég mjög gam- an af ferðalögum bæði innanlands og er- lendis og svo les ég mikið.” Mjódd • Dalbraut • Austurströnd 1000 kr. tilboð TILBOÐ sótt kr. 1.000 Stór pizza með 4 áleggstegundum ® Mjódd • Dalbraut • Austurströnd Verslanir NEXT eru Íslending-um að góðu kunnar og fjöl- margir sem fara ekki til Bret- lands nema eiga þar viðkomu. Frá og með fimmtudeginum geta Ís- lendingar hins vegar verslað í NEXT án þess að leggja í langferð yfir hafið. Eigendur verslunarinnar á Ís- landi eru Ragnhildur Anna Jóns- dóttir og Sverrir Berg Steinars- son. Þau segja NEXT skemmti- lega viðbót á markaði og að áhersla verði lögð á fjölskyldu- væna stemmningu. „Við höfum rekið verslunina Noa Noa í nokk- ur ár, en fannst vanta verslun af þessu tagi, þar sem fólk getur komið og keypt fatnað á alla fjöl- skylduna, frá fæðingu og upp úr. Þá er líka til sölu hjá okkur skemmtileg gjafavara.“ Þau segja að þrátt fyrir að versl- unin sé deildaskipt og skiptist í dömu-, herra- og barnadeild eigi viðskiptavinir að geta fundið fyrir svokallaðari „boutique“-tilfinningu. „Við ætlum að vera með leðurstóla og bjóða upp á kaffihorn svo og að- stöðu fyrir krakkana þar sem þau geta horft á myndbönd eða leikið sér í fallegu umhverfi og hvílt sig þegar þau eru orðin þreytt á búða- rápinu. Stemningin verður sem sagt afar fjölskylduvæn.“ NEXT er breskt fyrirtæki með um 35.000 starfsmenn og skráð í Kauphöllinni í London. „Við höfum lært mikið á viðskiptum okkar við NEXT,” segir Ragnhildur Anna. „Fyrirtækið er gríðarlega stórt og rekur fjölmargar verslanir í Bret- landi og Asíu. Þetta er 380. verslun- in sem er opnuð undir merkjum NEXT og hin fyrsta í Norður-Evr- ópu. Við hlökkum mikið til að bjóða viðskiptavini velkomna og erum stolt af því að geta boðið Íslending- um upp á þessar vörur hér heima, og á góðu verði.“ Verslunin opnar sem fyrr segir á fimmtudag og er á 2. hæð Kringl- unnar, þar sem Nanoq var áður, við hlið verslunarinnar BOSS. ■ Davíð Oddsson forsætisráð-herra opnaði á dögunum nýja og endurbætta heimasíðu Heimdallar á slóðinni www.frelsi.is. Her manns hefur umsjón með vefnum þannig að reikna má með hressilegum greinaskrifum á endaspretti kosningabaráttunnar enda munu valinkunnir hægripennar láta til sín taka. Nægir þar að nefna Ingva Hrafn Óskarsson, aðstoðarmann dómsmála- ráðherra, Jón Hákon Halldórs- son, Magnús Þór Gylfason, Margréti Einarsdóttur, Ragnar Jónasson, Sigurð Kára Krist- jánsson þingmannsefni, Sig- þrúði Ármann, Tinnu Trausta- dóttur og einn öflugasta málsvari Sjálfstæðisflokksins á Netinu, norðanhaukinn Stefán Friðrik Stefánsson. NÝ VERSLUN Í KRINGLUNNI NEXT býður upp á fatnað fyrir alla fjölskylduna. Engar undirlínur eru í fyrirtækinu, en öll framleiðsla er undir vörumerkinu NEXT. EIGENDUR NEXT Ragnhildur Anna Jónsdóttir og Sverrir Berg Steinarsson. Þarf ekki lengur til London Á morgun, fimmtudag, verður opnuð í Kringlunni fyrsta NEXT-versl- unin á Íslandi og jafnframt á Norðurlöndum. Verslunin verður á 800 fermetrum og hefur undirbúningur staðið síðastliðna fimmtán mánuði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.