Fréttablaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 22
9. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR22 DAREDEVIL b.i. 16 kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.20 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 TWO WEEKS NOTICE kl. 6 THE HUNTED b.i. 16 kl. 5.50, 8, 10.10 THE RING b.i. 16 kl. 10.10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 Sýnd í lúxus kl. 8 Sýnd kl. 6 og 9 b.i. 14 ára kl. 6, 8 og 10NÓI ALBINÓI kl. 88 FEMMES kl. 6 og 8CRUSH kl. 10ADAPTATION kl. 5.30 og 10.05NOWHERE IN AFRICA Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 6 og 10 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 16 ára THUNDERPANTS kl. 4 25th HOUR kl. 10 4 og 6DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN Sýnd kl. 6 og 9 CHICAGO Sýnd í lúxus kl. 5.30 og 10.30 NATIONAL SECURITY bi 12 4, 6, 8, 10 Það verður ekki af þeim félögumJackie Chan og Owen Wilson tekið að þeir eru skemmtilegir þannig að það er eiginlega ekki hægt að láta sér leiðast yfir Shang- hai Knights. Chan er hér á kunnug- legum slóðum og söguþráðurinn er hálfgert ljósrit af öðrum myndum hans, skyldleikinn við aðra vinsæla framhaldsmyndaseríu hans, Rush Hour og Rush Hour 2, er til dæmis augljós. Þáttur Wilsons í Shanghai- myndunum verður seint vanmetinn enda óvenju sjarmerandi og skemmtilegur leikari og þó maður sé löngu búinn að fá sig fullsaddan af Chan að slást með stigum, regn- hlífum og öðrum búsáhöldum þá leiðist manni aldrei á meðan Wilson kemur með heilbrigt mótvægi og mátulegan fíflagang. Sagan er ekki upp á marga fiska, enda aukaatriði í myndum á borð við þessa. Slagsmálin og grín- ið eru aðalmálið og þar gengur allt upp. Þeir félagar skjótast úr villta vestrinu til London á tímum Viktor- íu drottningar þar sem þeir fletta ofan af miklu samsæri. Ýmsar þekktar persónur skjóta upp kollin- um, m.a. Jack the Ripper og sjálfur Charlie Chaplin. Þáttur þessara ágætu manna þolir vitaskuld enga söguskoðun en býður upp á ágætis brandara auk þess sem það er eitt- hvað póstmódern við þetta þar sem Jackie Chan hefur einmitt verið eyrnamerktur Chaplin nýrra tíma. Þórarinn Þórarinsson SHANGHAI KNIGHTS Leikstjóri: David Dobkin Aðalhlutverk: Jackie Chan, Owen Wilson Eftir stutta lýsingu á sýningunni„Puppetry of the Penis“ er kannski ekki undarlegt að lögreglan í borginni hafi verið treg til þess að gefa samþykki sitt. „Þetta byggir mest á því að þeir eru naktir á sviðinu og eru að stunda það sem er kallað á japönsku origani. Það þýðir að þeir búa til skúlptúra úr pappír með tólunum á sér,“ útskýrir Sigursteinn Halldórsson, talsmaður Prom.is sem flytur typpalingana til landsins. „Þeir bretta pappírinn og flétta og búa til fígúrur með tólunum á sér. Þetta er bara góðlátlegt grín sem gert er að karlmannslíkamanum og sýnir hvað er hægt að gera með þessu setti.“ Sýningin hefur farið sigurför um heiminn. Hún hefur verið sýnd fyrir fullu húsi í New York, London og Sydney svo mánuðum skiptir. Typpalingarnir hafa einnig komið fram og sýnt listir sínar í spjallþátt- um Jay Leno og David Letterm- an. Sjálfur seg- ist Sigursteinn hafa fengið hugmyndina að flytja þá hingað til lands eftir að hafa séð þá í raunveruleikasjónvarpsþætti Önnu Nicole Smith. Typpalingarnir þurfa að vera naktir til þess að framkvæma kúnst- ir sínar en það er víst ekki nauðsyn- legt að vera „með fullri reisn“. Sig- ursteinn vill taka það fram að ekkert klámfengið sé við sýninguna og allt sé í gamni gert. Það var örugglega mun erfiðara fyrir hann að sannfæra yfirvöld en almenning. „Fyrst var ég kallaður á fund til lögreglunnar þar sem helstu yfir- menn voru staddir. Þeir ákváðu að þetta væri fyrir utan velsæmismörk. Okkur fannst það út í hött, sérstak- lega þar sem hægt er að finna margt í Reykjavík sem er grófara. Við kærðum úrskurðinn til Dómsmála- ráðaneytisins og sýndum þeim þetta. Þeim var skemmt og sáu ekkert að þessu.“ Sýningin opnar í Austurbæ þann 23. apríl og verður sýnd nokkur kvöld í röð. Skemmtunin er rúmlega klukkustunda löng og geta áhuga- samir m.a. fengið að sjá typpaling- ana smíða eftirmyndir af hamborg- urum, pylsum, skartgripum, ýmsum lífverum og þekktum kennileitum borga úr pappa með sínum nánustu líkamspörtum. Sigursteinn tryggði sér sýninga- réttinn í Skandinavíu og fer með typpalingana yfir til Kaupmanna- hafnar eftir að þeir hafa lokið sér af hér á klakanum. biggi@frettabladid.is ■ SÝNING Umfjöllunkvikmynd Kínverskur kúreki í London PUPPETRY OF THE PENIS Þessir piltar, Simon og Friendy, hófu víst snemma að grandskoða sína nánustu útlimi og áttuðu sig snemma á notagildinu. SPÉFUGLAR Sýningin þykir hnyttin og alger óþarfi fyrir fólk að hneykslast þótt sitthvað sé til sýnis. Typpalingar á leið í Austurbæ Eftir tvær vikur hefst afar sérstök sýning í Austurbæ þar sem tveir menn smíða pappaskúlptúra með sínum allra nánustu líkamspörtum. Erfiðlega gekk að fá leyfi yfirvalda fyrir sýningunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.