Fréttablaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 12
12 9. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR KONUNGLEG HEIMSÓKN Karl Gústaf Svíakonungur ræðir við Ion Iliescu, forseta Rúmeníu, skömmu eftir komu hins fyrrnefnda til Búkarest. Kon- ungurinn sænski var í stuttri opinberri heimsókn í Rúmeníu. VÍMUEFNI Vestfirskir unglingar lifa mun heilbrigðara lífi en félagar þeirra í öðrum landshlutnum ef litið er til notkunar vímuefna. Á vefslóðinni bb.is er sagt frá því að áfengisdrykkja og hassnotkun nemenda í 10. bekk í Ísafjarðar- bæ, Súðavík og Bolungarvík vorið 2002 hafi verið langt undir lands- meðaltali. Vitnað er til þess að Hera Hallbera Björnsdóttir hjá Rannsóknum og greiningu ehf. kynnti þessar niðurstöður á opn- um fundi VáVest-hópsins á norð- anverðum Vestfjörðum á Hótel Ísafirði. Á öllu svæðinu hefur vímu- efnaneysla unglinga í 10. bekk minnkað frá árinu 1997 þótt sveiflur séu á milli ára. Byggt er á árlegum könnunum sem gerðar eru meðal 10. bekkinga um land allt á vorin. Í könnun Rannsókna og grein- ingar var spurt hvort nemandi hefði orðið ölvaður einu sinni eða oftar síðustu 30 daga. Árið 2002 svöruðu 8% nemenda í Ísafjarðar- bæ og 16% nemenda í Bolungar- vík og Súðavík spurningunni ját- andi. Á landsvísu svöruðu hins vegar 26% nemenda spurning- unni játandi. Árið 1997 svöruðu 40% nem- enda í 10. bekk í Ísafjarðarbæ spurningunni játandi og 46% nemenda í Bolungarvík og Súða- vík. Þá var landsmeðaltalið aftur á móti 37%. Þarna hefur því orðið mikil breyting á. ■ ÍSAFJARÐARBÆR Unglingarnir eru svæði sínu til sóma. Vestfirðir: Vímulausir unglingar Gríðarleg reiði um alla Austfirði LÍFEYRIR „Mín skoðun er sú að stjórn sjóðsins verði að hugsa al- varlega sinn gang og hvort það fólk sem þar situr njóti trausts fólksins,“ segir Jón Ingi Þor- steinsson, for- maður Afls – starfsgreinafé- lags og Alþýðu- sambands Aust- urlands, um milljarðs tap L í f e y r i s s j ó ð s Austurlands og starfslokasamn- ing Gísla Marteinssonar, fráfar- andi framkvæmdastjóra, sem fékk 29 milljónir króna þegar hann hætti og sjóðurinn fór í vörslu Kaupþings. Um sama leyti keypti lífeyrissjóðurinn hús fram- kvæmdastjórans, sem flutti frá Neskaupstað. Sjóðurinn átti húsið um tíma en seldi það síðan á verði sem var undir kaupverðinu. Gísli sagði að milljónirnar 29 hefðu komið sér á óvart þar sem hann hefði ekki beðið um neitt. Jón Ingi segir að mál þetta verði tekið fyrir á aðalfundi Afls sem haldinn verður í næstu viku. Þá muni hann einnig taka það fyrir á aðalfundi Alþýðusambands Aust- urlands sem haldinn verður í maí. Hann segir að þar verði ákveðið með hvaða hætti stjórn sjóðsins verði kölluð til ábyrgðar fyrir meinta óráðsíu. Jón Ingi segist hafa heyrt í fjöl- mörgum félagsmönnum sem eigi það sameiginlegt að vera reiðir. „Það er gríðarleg reiði meðal Austfirðinga vegna þess hvernig komið er fyrir sjóðnum. Það virð- ist vera sem keypt hafi verið hluta- bréf í erlendum fyrirtækjum á borð við knattspyrnufélagið Stoke án þess að stjórn sjóðsins hafi ver- ið með í ráðum. Þetta veit hinn al- menni sjóðfélagi og er reiður,“ segir Jón Ingi. Hann segir það vera sitt hlut- verk að gæta hagsmuna umbjóð- enda sinna innan þeirra félaga þar sem hann er formaður. „Á ársfundi lífeyrissjóðsins í lok maí mun afstaða okkar liggja fyrir. Það er skylda mín að fara í gegnum þetta mál,“ segir Jón Ingi. rt@frettabladid.is REYÐARFJÖRÐUR Fólki er mjög brugðið vegna stórtaps Lífeyrissjóðs Austurlands. „Það er skylda mín að fara í gegn- um þetta mál. BÓKAÚTGÁFA „Mér líst ákaflega vel á þetta og verður gaman að sjá efndir,“ segir Jóhann Páll Valdi- marsson útgefandi. Afnám virðisaukaskatts á bæk- ur og stórfelld lækkun hans á ís- lenska tónlist, eða niður í 7%, verður meðal forgangsverka Samfylkingarinnar ef hún leiðir næstu ríkisstjórn, sagði Össur Skarphéðinsson í lok vorþings Samfylkingarinnar, sem lauk á Hótel Sögu í gær. Það gladdi hjarta Jóhanns Páls þegar hann sá Davíð Oddsson lofa því á landsfundi að lækka skattinn um helming. „En Samfylkingin býður betur. Í mínum huga er eng- in spurning að fella á þennan skatt niður og það segi ég ekki bara sem hagsmunaaðili. Fyrir utan menningarlegt mikilvægi þá mun það jafnframt skila fleiri krónum í ríkiskassann. Í ljósi gjaldþrota í bókaútgáfu er ekki vanþörf á stuðningi.“ Össur sagði að afnám bóka- skatts treysti mjög stöðu bókar- innar, sem væri ein af burðarstoð- um íslenskunnar, en lækkaði líka verð á fokdýrum skólabókum og nýttist því námsmönnum vel. Hann sagði líka löngu tímabært að íslenskri tónlist, ekki síst sí- gildri tónlist, yrði gert hærra und- ir höfði og virðisaukaskattur á henni minnkaður. Samfylkingin vill lækka hann úr 24,5% í 7%. Í lokaræðunni sagði Össur að hann myndi persónulega beita sér fyrir því í ríkisstjórn að sérstakur sjóður yrði settur á laggirnar til að styrkja útflutning á íslenskri tónlist og gera hana að útflutn- ingsvöru eins og íslenskar kvik- myndir. ■ JÓHANN PÁLL VALDIMARSSON Varð glaður þegar hann sá Davíð lofa á landsfundi að lækka virðisaukaskattinn um helming, en nú býður Össur betur. Samfylkingin vill fella niður virðisaukaskatt bóka: Össur býður betur en Davíð Apar í útrýmingarhættu: Veiðiþjófar og ebóla ógna öpum LOS ANGELES, AP Á innan við 20 árum hefur öpum í Vestur-Afríku fækkað um rúmlega helming vegna veiðiþjófnaðar og ebólu, samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í tímaritinu Nature. Rann- sóknin þykir staðfesta enn og aft- ur að villtir apastofnar séu í bráðri útrýmingarhættu. Þessi mikla fækkun er einkum rakin til veiðiþjófnaðar en kjöt af öpum er afar eftirsótt á meðal heimamanna. Skæðir faraldar ebólu hafa einnig tekið sinn toll af apastofnunum. Með sama áframhaldi mun öp- unum fækka um 80 prósent á næstu 33 árum, að sögn vísinda- manna. Mælt er með því að komið verði á fót fleiri verndarsvæðum og gerðar frekari rannsóknir á ebóluveirunni til þess að vinna gegn þessari þróun. ■ ENGINN HRYÐJUVERKAMAÐUR Flokkur Jose Maria Aznar, for- sætisráðherra Spánar, hefur kært basknesk- an þingmann fyrir að líkja forsætisráð- herranum við hryðjuverka- mann. Það gerði þingmað- urinn vegna stuðnings Azn- ars við innrás í Írak. ■ Evrópa Formaður Alþýðusambands Austfjarða segir að sjóðfélögum í Lífeyris- sjóði Austurlands sé brugðið og stjórn sjóðsins verði að hugsa sinn gang. Málefni sjóðsins tekin fyrir innan verkalýðshreyfingarinnar. Í ÚTRÝMINGARHÆTTU Öpum mun fækka um 80 prósent á næstu 33 árum, að sögn vísindamanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.