Fréttablaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
'=*>
9 2#
&4 # 4 *
!$&$'6&(,?->!@'
A
+ 7#2B 0*.
7#;-$7;*
.;D
;
(
; /.
;
2
//(
;.
.
;
.A
/D./
/
.A
*/
/
Bakþankar
ÞRÁINS BERTELSSONAR
Eitt helsta vandamálið sem maðurstendur frammi fyrir þegar líða
tekur á ævina er að ekki skuli vera
leyfilegt að taka með sér yfir móð-
una miklu þá fjármuni sem manni
hefur tekist að reyta saman. Svo er
sagt að jarðneskir peningar gildi
ekki í himnaríki og jafnvel ennþá
síður á verri staðnum. Það er því
annað en skemmtilegt að strita við
að spara og leggja fyrir og fjárfesta
og nurla alla sína daga og þurfa svo
að rjúka burt þegar kallið kemur og
fá hvorki að taka með sér buddu,
seðlaveski, tékkhefti né krítarkort.
ÝMSAR RÁÐSTAFANIR hafa þó
verið gerðar til að hlífa eldri borg-
urum við því að þurfa að yfirgefa
uppsöfnuð auðæfi þegar þeir hverfa
á brott. Til dæmis hafa svonefndir
lífeyrissjóðir tekið að sér að brenna
upp verðmætum sem fólk hefur
safnað í sveita síns andlits; sömu-
leiðis taka margir lífeyrissjóðir að
sér að gerast einkaerfingjar sjóðfé-
laganna ef þeir hrökkva upp af frá
óbrunninni inneign í sjóðnum.
LÆKNAR OG LYFSALAR virð-
ast líka gera sér góða grein fyrir
líknarhlutverki sínu og leggjast á
eitt um að hjálpa fólki að eyða fjár-
munum sínum hérna megin grafar.
Mikið átak hefur verið gert á þessu
sviði, meðal annars má nefna að
greiðslur sem gamalt fólk fær að
inna af hendi vegna sérfræðilegrar
læknishjálpar hafa hækkað um
260% frá árinu 1999 sem kemur sér
ákaflega vel.
EN ÞAÐ ER auðvitað ekki nóg að
læknisþjónustan sé kostnaðarsöm ef
lyfin eru ódýr. Enda hafa lyfsalar
sýnt þessu máli mikinn skilning og
axlað ábyrgð sína með því að hækka
lyf um 60% frá árinu 1998. Þetta er
að vísu ekki mikil hækkun, en þó
verður að skoða hana í ljósi þess að
íslenskum lyfsölum hefur tekist að
byggja hér upp 40-60% hærra lyfja-
verð en þekkist á hinum Norður-
löndunum. Stjórnvöld hafa líka stutt
myndarlega við bakið á eldri borg-
urum og forðað því að ellilífeyris-
greiðslur hækki í samræmi við aðr-
ar verðlagshækkanir í þjóðfélaginu.
Það er ánægjulegt að sjá hversu
mikil samstaða hefur náðst um það
jafnréttis- og sanngirnismál að fólk
fái að fara héðan jafnauralaust og
það var þegar það fæddist.
Óþarfar
áhyggjur