Fréttablaðið - 11.04.2003, Page 2

Fréttablaðið - 11.04.2003, Page 2
2 11. apríl 2003 FÖSTUDAGUR Nei, enda er því ekki lokið. Sumir segja að stríðið byrji þegar byss- urnar þagna. Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður hefur verið ötull mótmælandi stríðsins í Írak undanfarið og stjórn- að mörgum mótmælafundinum. Spurningdagsins Þorvaldur, saknar þú stríðsins? Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir ríkið til að greiða lögmanni 2,1 milljón: Stjórnvöld brutu á lögmanni DÓMSMÁL Íslensk stjórnvöld brutu á rétti Péturs Þórs Sigurðssonar hér- aðsdómslögmanns samkvæmt nið- urstöðu Mannréttindadómstóls Evr- ópu. Íslenskum stjórnvöldum hefur verið gert að greiða Pétri Þór 2,1 milljón króna í bætur og um 1,3 milljónir króna í málskostnað. Mál- ið snýst um meint vanhæfi hæsta- réttardómara. Árið 1997 hafnaði Hæstiréttur beiðni lögmannsins um endurupptöku í skaðabótamáli gegn Landsbanka Íslands, sem fallið hafði honum í óhag. Fór hann fram á endurupptöku eftir að hafa fengið upplýsingar um að maki eins hæsta- réttardómarans, sem sýknaði Landsbankann, hefði átt í viðamikl- um fjárhagslegum samskiptum við bankann. Vegna þessa taldi hann dómarann hafa verið vanhæfan, en Hæstiréttur hafnaði beiðninni um endurupptöku í tvígang. Eftir þetta skaut Pétur Þór málinu til Mann- réttindadómstólsins, sem ákvað árið 2001 að taka málið til efnislegr- ar meðferðar. Dómurinn féll síðan í gær. Dómstóllinn telur ekki ástæðu til að ætla að hæstaréttardómarinn hafi verið hlutdrægur í málinu gegn Landsbankanum, hins vegar varð- aði málið hlutleysisreglu Mannrétt- indasáttmála Evrópu. Pétur Þór hefði með réttu getað efast um hlut- leysi Hæstaréttar. ■ FANGELSI „Ég krefst þess að mál þetta verði rannsakað og hef óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra vegna þess,“ segir Hólmfríður Lúð- víksdóttir, móðir 24 ára gamals fanga á Litla-Hrauni sem sætir við- urlögum vegna hótana sem hann er sagður hafa borið upp við fanga- vörð sem vefengdi að hann væri veikur. Fanginn, Aðalsteinn Árdal Björnsson, hafði í tvo sólarhringa kvartað undan miklum innvortis verkjum en læknir sem skoðaði hann ráðlagði heitt bað. Seinna kom á daginn að fanginn var sárkvalinn vegna veikinda. Fanginn er fórnarlamb barnaníð- ings sem dæmdur var fyrir Hæsta- rétti árið 1995. Þá var hann 15 ára en misnotkunin stóð að sögn móður fangans frá því hann var 13 ára. „Sonur minn hefur óskað eftir því að fá aðstoð sálfræðings eða geðlæknis en kerfið bregst ekki við því. Ég tel að brotið hafi verið á mannréttindum hans með því að refsa honum með þessum hætti í fangelsinu. Þá tel ég lífsnauðsyn- legt að sonur minn fái hjálp sál- fræðings eða geðlæknis,“ segir Hólmfríður. Ítarlegt viðtal er við móður fangans í helgarútgáfu Frétta- blaðsins. ■ Stækkun EES sam- þykkt eftir páska Utanríkisráðherra segir að skrifað verði undir stækkun Evrópska efna- hagssvæðisins eftir páska. Snurða hljóp á þráðinn í gær. Ísland borgar 500 milljónir króna á ári í þróunarsjóði fátæku landanna. EFNAHAGSMÁL Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að skrifað verði undir nýjan samning um stækkun evrópska efnahagssvæð- isins eftir páska, en ekki á leið- togafundi Evrópusambandsins í Aþenu í næstu viku eins og stefnt hafi verið að. Ekkert varð af því að samnings- drögin um stækkun svæðisins yrðu samþykkt í gær. Pólverjar and- mæltu því að síldar- kvóti EFTA-land- anna til Evrópu- sambandsins væri of lítill og kröfðust þess að tollar yrðu felldir niður af norskum laxi. „Það þarf að fara betur yfir þetta og það mun sennilega ekki gerast neitt fyrir páska,“ segir Halldór. „Ég hef litla trú á miklum breytingum og tel að samningum verði lokið eftir páska og segi eins og karl fyrir austan ‘ef það hlánar ekki fyrir páska þá hlánar eftir páska’.“ Halldór segir að það sem skipti máli sé að samningurinn gangi til staðfestingar þjóðþinganna á sama tíma og samningurinn um stækkun Evrópusambandsins. „Um leið og við staðfestum þennan samning á Alþingi þá þurfum við að staðfesta stækkun Evrópska efnahagssvæðisins og það ætti allt að hafast. Það á ekki að koma að sök þó ekki verði hægt að undirrita þennan samning í tengslum við fundinn í Aþenu.“ Náðst hefur samkomulag um greiðslur EFTA-ríkjanna í þróun- arsjóði fátækari Evrópusam- bandsríkjanna og samkvæmt því mun Ísland greiða 500 milljónir á ári næstu fimm ár. Alls verður framlag EFTA-ríkjanna tæpir 20 milljarðar króna á ári og greiða Norðmenn langmest. Aðspurður um það hvað ís- lenska þjóðin fái í staðinn segir Halldór: „Það er mikilvægt fyrir Ísland eins og önnur lönd í Evrópu að þessi markaður þróist. Við stóðum frammi fyrir þessari kröfu og sættum okkur við hana. M.a. vegna þess að ef við gerum það ekki má ganga út frá því að samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið fari í uppnám. Þar að auki höfum við tryggt það að jarð- hitaverkefni geta fengið stuðning úr þessum sjóðum og þannig eru opnaðir möguleikar fyrir Ísland til að vinna með löndunum í Mið- og Austur-Evrópu á því sviði.“ trausti@frettabladid.is brynjolfur@frettabladid.is Banaslys á Sauðárkróki: Einn lést og annar í lífshættu BANASLYS Banaslys varð á Strand- vegi rétt við slökkvistöðina á Sauð- árkróki klukkan fjögur í gær. Mal- arflutningabíll og pallbíll skullu saman í hörðum árekstri. Farþegi í pallbílnum lést við áreksturinn og er talið að hann hafi látist sam- stundis. Ökumaður pallbílsins var fluttur alvarlega slasaður með sjúkraflugi til Reykjavíkur og er talinn í lífshættu. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt þegar þeir skullu saman. Ökumaður flutninga- bílsins slapp lítið slasaður. ■ EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON Á von á því að stækkun EES gangi í gegn um leið og stækkun ESB. Pólverjar og Írar deila: Samkomu- lag um EES frestast UTANRÍKISMÁL Ekkert varð af því að samningsdrög um stækkun Evr- ópska efnahagssvæðisins yrðu samþykkt í gær eins og stefnt hafði verið að. Pólverjar kvörtuðu yfir því að síldarkvóti EFTA-land- anna til Evrópusambandsins væri of lítill og kröfðust þess að tollar yrðu felldir niður af norskum laxi. Fram að þessu hafði verið talið að samkomulagið væri klappað og klárt. Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, segist ekki eiga von á öðru en að samningsdrögin verði samþykkt þrátt fyrir andmæli Pólverja. „Írar settu fram athuga- semdir sem ganga í hina áttina. Þeim þykja heimildirnar of rúm- ar.“ Írar eru eina Evrópusam- bandsríkið sem á í samkeppni við EFTA-ríkin um þessa markaði. Líklegasta niðurstaðan að mati Ei- ríks er því sú að Pólverjar sætti sig við orðinn hlut. „Þetta hefur valdið því að ekki er hægt að skrifa undir stækkun- ina á leiðtogafundinum í Aþenu en ætti ekki að koma í veg fyrir að hægt verði að stækka Evrópska efnahagssvæðið á sama tíma og stækkun Evrópusambandsins gengur í gegn,“ segir Eiríkur. ■ Lífeyrissjóður Austurlands: Sjóðstjórn til saksóknara LÍFEYRIR Nokkrir sjóðfélagar í Líf- eyrissjóði Austurlands hafa kært stjórn og fyrrum framkvæmda- stjóra sjóðsins til ríkissaksókn- ara. Þess er krafist að farið verði ofan í saumana á því hvers vegna risatap blasir við hjá sjóðnum. Þá eru sett spurningarmerki við ýmsar fjárfestingar sjóðsins sem og það að fyrrum framkvæmda- stjóri og endurskoðandi sjóðsins ráku saman einkahlutafélagið Sjö dverga ehf. Málefni Lífeyrissjóðs Austur- lands verða tekin fyrir hjá helstu verkalýðssamtökum Austurlands á næstu vikum. ■ Selveiðiskipið Polarsyssel: Einn fót- brotnaði LANDHELGISGÆSLAN Varðskipið Ægir kemur með norska selveiðiskipið Polarsyssel til hafnar á hádegi í dag. Áhöfn selveiðiskipsins lenti í vand- ræðum þegar skipið sat fast í ís 160 sjómílur vestnorðvestur af Ísa- fjarðardjúpi. Öðru selveiðiskipi, Polarfangst, tókst að draga skipið úr ísnum. Þegar varðskipið kom að var hafist handa við að koma sjó- dælum um borð í Polarsyssel. Að því búnu tók Polarfangst olíu úr sel- veiðiskipinu og hélt til veiða. Klukkutíma eftir að varðskipið var komið með Polarsyssel í tog barst hjálparbeiðni frá Polarfangst. Einn skipverjinn hafði dottið milli ísjaka og fótbrotnað. Eftir að búið var að færa hann um borð í varð- skipið var tekin ákvörðun um að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunn- ar. Skipverjinn var hífður um borð og lenti þyrlan við Landspítala – há- skólasjúkrahús í Fossvogi um klukkan hálfþrjú í fyrrinótt. ■ HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Árið 1997 hafnaði Hæstiréttur beiðni Péturs Þór Sigurðssonar lögmanns um endurupptöku í skaðabótamáli gegn Landsbanka Íslands, sem fallið hafði honum í óhag. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA Halldór segir að það sem skipti máli sé að samningurinn gangi til staðfestingar þjóðþinganna á sama tíma og samningurinn um stækkun Evrópusambandsins. ■ “Við stóðum frammi fyrir þessari kröfu og sættum okk- ur við hana.” HÓLMFRÍÐUR LÚÐVÍKSDÓTTIR Vill fund með dómsmálaráðherra. Fárveikur fangi úrskurðaður í einangrun: Móðir krefst fundar með ráðherra FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.