Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2003, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 11.04.2003, Qupperneq 6
6 11. apríl 2003 FÖSTUDAGUR KIRKUK, AP Kúrdar búsettir í Kirkuk fögnuðu á götum úti þegar fjölmennt lið kúrdískra uppreisn- armanna gegn stjórn Saddams Husseins héldu inn í borgina í gær. Borgin, sem er í miðju auð- ugasta olíusvæðis Íraks, er að mestu byggð Kúrdum. Markmið þeirra hefur lengi verið að ná tök- um á henni. Fánar í litum tveggja helstu fylkinga Kúrda sáust víðs vegar í borginni. Það varð þó ljóst skömmu eftir að Kúrdar tóku völdin í borginni að svo yrði ekki lengi. Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, tilkynnti að hann hefði náð samkomulagi við forystu- menn Kúrda um að þeir hefðu sig á brott frá borginni. Þetta gerði Powell til að halda friðinn við Tyrki. Þeir hafa löngum sagt að það komi ekki til greina að Kúrd- ar stjórni Kirkuk, hvað þá að þeir fái sjálfstæði. Tyrkir brugðu á það ráð við fall Kirkuk í hendur Kúrdum að senda hermenn á vettvang til að fylgjast með gangi mála. ■ KÚRDAR FAGNA SIGRUM Kúrdar náðu borgunum Kirkuk og Kanequin á sitt vald í gær. Tyrkir og Bandaríkjamenn með áhyggjur: Kúrdar náðu Kirkuk á sitt vald Stjórnleysi Tugþúsundir fóru um götur Bagdad í gær rænandi og rupl- andi. Meðan Bandaríkjaher ein- beitti sér að því að brjóta á bak andstöðu stuðningsmanna stjórn- valda í borginni brutust óbreyttir borgarar inn í fjölda bygginga, þeirra á meðal þýska sendiráðið og franska menningarmiðstöð. Margir óttuðust um öryggi sitt í borg þar sem engir eru lengur til staðar til að halda uppi röð og reglu. Bandaríkjaher reyndi að koma í veg fyrir að vopnabirgðum lög- regluliðs borgarinnar yrði stolið en skipti sér annars lítið af grip- deildum. ■ ■ Innrás í Írak/ Bagdad ■ Innrás í Írak/ Sendiherra HVAÐ VARÐ UM LÝÐVELDISVÖRÐ- INN Yfirstjórn bandaríska hers- ins veltir því nú fyrir sér hvað hafi orðið um Lýðveldisvörðinn, þær hersveitir íraska hersins sem búist var við að veittu harð- asta mótspyrnu. Lýðveldisvörð- urinn kom lítið við sögu í bardög- unum. RINGULREIÐ Í SENDIRÁÐUM Mjög misjafnt er hvernig sendi- ráðsstarfsmenn Íraka bregðast við falli Bagdad. Sums staðar eyðilögðu þeir gögn sendiráðsins. Annars staðar biðu menn átekta eftir ákvörðunum stjórnvalda sem á eftir að skipa. Sums staðar höfðu sendiherrar ekki mætt til starfa. ENDALOKIN NÁLGAST „Hinu langa tímabili ótta og grimmd- ar er að ljúka,“ seg- ir George W. Bush Bandaríkja- forseti í ávarpi til írösku þjóðar- innar sem hefur verið sjónvarpað þarlendis. Hann heitir Írökum því að stjórn landsins verði fljótt í þeirra höndum. EYÐA GAGNAGRUNNI Lögreglan í New York hefur ákveðið að eyða gagnagrunni um bakgrunn þeirra sem hafa verið handteknir í mót- mælum gegn innrás í Írak. Fang- ar höfðu verið yfirheyrðir um fyrri stjórnmálaþátttöku. Það vakti spurningar um stjórnar- skrárbrot. INNKALLA VOPN Breskir her- menn fóru þess á leit við íbúa Basra að þeir skiluðu inn vopnum sínum. Þeir hétu því að engra spurninga yrði spurt. Þannig von- ast Bretar til að tryggja friðinn. FRAKKAR FAGNA Jacques Chirac Frakklandsforseti, einn harðasti andstæðingur innrásarinnar í Írak, fagnaði í gær falli Saddams Husseins. Hann sagði brýnt að íraska þjóðin fengi völdin sem fyrst. ■ Innrás í Írak/ Örfréttir LEIKNUM LOKIÐ Íraski sendiherrann sagði leiknum lokið, stríðið væri tapað. Leiknum lokið SÞ, AP Sendiherra Íraks hjá Sam- einuðu þjóðunum varð fyrsti íraski embættismaðurinn til að viðurkenna ósigur Íraks fyrir inn- rásarherjum Bandaríkjamanna og Breta. „Verkefni mitt nú er friður,“ sagði Mohammed Al-Douri sendi- herra við blaðamenn. „Leiknum er lokið og ég vona að friður kom- ist á. Ég vona að íraska þjóðin lifi hamingjusömu lífi.“ Al-Douri seg- ist vinna áfram á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna en segist ekki vera í neinum samskiptum við írösk stjórnvöld lengur. ■ Talsvert mannfall: Áfram barist í Bagdad BAGDAD Daginn eftir að fjöldi Bagdadbúa flykktist út á götur borgarinnar til að fagna því að höfuðborg Íraks væri laus úr greipum Íraksstjórnar var enn barist í borginni. Orrusta var háð við mosku í norðanverðri borginni. Einn bandarískur hermaður féll og 20 særðust í þeirri orrustu, en ekki var vitað um mannfall í röðum Íraka. Bandaríkjamenn höfðu fengið ávæning af því að íraskir ráðamenn ætluðu að hittast nærri moskunni. Að sögn Al Jazeera-sjónvarps- stöðvarinnar féllu 21 Íraki og stuðningsmenn Íraksstjórnar í bardögum við bandaríska her- menn víða í borginni, hvort tveggja hermenn og sjálfboðalið- ar frá útlöndum sem höfðu komið til Íraks til að verjast innrás Bandaríkjamanna og Breta. ■ VIÐBRÖGÐ Arabaheimurinn er í miklu uppnámi nú þegar ljóst þykir að 24 ára valdatíð Saddams Husseins sé lokið. Tilfinningar fólks eru blendnar enda eiga flest- ir erfitt með að átta sig á því hvað hefur gerst og hverjar afleiðing- arnar munu verða. Um gervöll Mið-Austurlönd horfði fólk vantrúað á það þegar Bagdad féll í hendur bandaríska innrásarhersins án teljandi mót- spyrnu. Myndir af borgarbúum sem fögnuðu ákaft þegar bandarískir hermenn felldu styttu Saddams vöktu skelfingu og skömm í hjört- um margra Araba. „Hér eftir mun allt lykta af Bandaríkjunum.“ sagði fréttamaður sjónvarps- stöðvarinnar Al-Jazeera þegar bandarískur landgönguliði setti fána lands síns yfir andlit stytt- unnar. Að minnsta kosti eitt arab- ískt dagblað neitaði að trúa því að Bagdad væri fallin og flutti frétt- ir af hetjulegri baráttu Íraka gegn innrásarhernum. „Fólk spyr reiðilega hvers vegna íraskar hersveitir moln- uðu eins og kexkökur undan her- valdi Bandaríkjanna,“ sagði tún- iskur sögukennari. „Svarið er einfalt. Stuðningurinn við Saddam Hussein var aðeins á yf- irborðinu og byggðist á hræsni og hræðsluáróðri.“ Sá orðrómur hefur einnig komist á kreik að háttsettir íraskir embættismenn hafi gert samkomulag við Bandaríkja- menn og þar með gerst sekir um landráð. Margir telja að viðbrögð írasks almennings ættu að verða öðrum arabískum einræðisherr- um víti til varnaðar. „Hið breiða bil á milli stjórnvalda og al- mennings hlýtur að valda arab- ískum leiðtogum þungum áhyggjum. Það er þó alls ekki ör- uggt að þeir læri af reynslunni,“ sagði egypskur stjórnmála- fræðingur. Það fer ekki á milli mála að margir telja sig hafa verið illa svikna af íraska ein- ræðisherranum. „Það svíður sárt að þurfa að horfa upp á þetta því þó Saddam Hussein hafi verið harðstjóri var hann einn af fáum arabískum leiðtog- um sem þorðu að bjóða Vestur- löndum birginn“ sagði stjórn- málafræðingurinn. Viðbrögðin við endalokum stjórnartíðar Saddams hafa ekki eingöngu verið neikvæð. Margir telja að bjartari tímar séu fram undan og vonast til þess að fall harðstjórans muni verða til þess að lýðræði verði komið á víðar á svæðinu. „Þetta eru skilaboð til Arabaríkja og gæti markað upp- hafið að miklum umbótatímum á Miðausturlöndum. Án hjálpar vestrænna ríkja munu umbætur aldrei eiga sér stað“ sagði lí- banskur hjartalæknir. ■ Reiði og undrun yfir falli Bagdad Fall Bagdad hefur vakið hörð viðbrögð meðal Araba. Margir hafa lýst yfir undrun og reiði vegna veikrar mótspyrnu Íraka en aðrir fagna og vona að bjartari tímar séu fram undan í Miðausturlöndum. UNDRUN OG VANTRÚ Arabar um allan heim söfnuðust fyrir framan sjónvarpsskjái í verslunum, á kaffihúsum og heimilum og fylgdust í forundran með því hvernig bandarískar hersveitir ferðuðust óáreitt- ar um höfuðborg Íraks. SADDAM Í FÓTSPOR LENÍNS Líbanskur kennari líkti falli Bagdad og endalokum stjórnartíðar Saddams Husseins við fall Sovétríkjanna sálugu. „Þeir sem steyptu styttunni af Lenín af stalli sínum fyrir pepsí og hamborgara fengu að finna fyrir hungrinu síðar og iðruðust þá gjörða sinna.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.