Fréttablaðið - 11.04.2003, Síða 11

Fréttablaðið - 11.04.2003, Síða 11
Bandaríski herinn virðist getavalsað um Bagdad án mikillar mótspyrnu. 450.000 manna her Saddams sem rætt var um fyrir innrásina virðist aldrei hafa verið samstilltur. Mótspyrna hersins hefur verið tilviljanakennd og veik. Enn eru skærur víða um Írak og allt óvíst um hvort svo verði ekki áfram lengi enn. Jafn- vel þótt Banda- ríkjamönnum og Bretum takist að koma einhverri stjórn á landið og stöðva grip- deildir og upp- lausn mun ekki verða friðvænlegt í Írak lengi enn. Ekki frekar en á hernumdu svæðunum í Ísrael. Það er erfitt að glöggva sig á hversu margir hafa misst lífið hingað til í innrás Bandaríkja- manna. Þeir skipta þúsundum og eins og alltaf í stríði eru flestir hinna föllnu óbreyttir borgarar. Þetta fólk var ekki spurt hvort það væri tilbúið að greiða fall Saddams með lífi sínu. Og enginn hefur rétt til að svara þeirri spurningu fyrir þeirra hönd. Þeir sem féllu í innrásinni voru jafn einstakir einstaklingar og ég og þú. Fyrir þeim var innrásin heimsendir – endalok lífs á jörð- inni. Ástæðan fyrir því að ég minni á þessa staðreynd er að íslenskir ráðamenn hafa átt það til að tala full léttúðlega um líf þessa fólks og gildi þess. Jafnvel sagt að mannfallið sé óumflýjanlegur fórnarkostnaður samhliða falli Saddams. Jafnvel líkt mannfall- inu við bílslys í anda þess að fólk sé hvort eð er að deyja úti um all- an heim. Þótt menn geti gælt við svona vald yfir lífi ókunnugs fólks eru íslenskir ráðamenn blessun- arlega ekki svona valdamiklir. Þeirra hluti í atburðarásinni var ekki annar en að hvetja árásar- herina – og án þess að þau hvatn- ingarorð bærust langt. Líklega hefur stuðningur íslenskra stjórn- valda farið framhjá flestum jarð- arbúa utan Íslands. Enda ekki að furða. Þessi stuðningur kom í raun fáum við nema okkur sem gáfum honum þá litlu vigt sem hann hafði. En eins og líf einstak- linganna í Írak er einstakt þá á það líka við um okkur – og okkar samvisku. Það er því jafn rangt að gera lítið úr því að þessi stuðn- ingsyfirlýsing misbjóði íslenskum ríkisborgurum. Það er ekki hægt að leggja þá kröfu á neinn að hann samþykki stuðning við stríðs- rekstur ef það brýtur gegn sam- visku hans. Við eigum að virða samvisku náungans – ekki síður en líf hans. Innrásin í Írak hefur verið rétt- lætt á margan hátt. Að undan- förnu fyrst og fremst sem frelsun írösku þjóðarinnar undan oki harðstjórnar Saddams. Til að það megi ganga eftir er aðeins fyrsta skrefið að gera stjórn hans óvirka og lama mótstöðu hersins. Næstu skref eru að koma reglu á í land- inu og byggja þar upp nýtt ríkis- vald, nýtt þjóðfélag. Hugmynd Bandaríkjamanna er að það gerist undir föðurlegri en strangri um- sjón þeirra sjálfra. Nú má vera að það takist. En það þarf ekki svart- sýnan mann til að efast um að slíkt gerist án átaka, skæruhern- aðar og hryðjuverka með tilheyr- andi hefnaraðgerðum her- námsliðsins og þeirra yfirvalda sem sitja í skjóli þess. Sá þáttur stríðsins bíður þess að síðasta mótspyrna hers Saddams sé brot- in á bak aftur og lágmarksreglu komið á í Írak. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um upplausn í Írak. 12 11. apríl 2003 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Kjúklingavertíðinni er aðljúka. Eflaust eru einhverjir fegnir – búnir að fá nóg af kjúlla í bili. Verðhrunið á kjúklingi hefur haft ótrúleg áhrif á inn- kaup heimilanna og þar með mataræði, enda hefur verið hægt að fá næstum fjögur kíló af kjúklingi fyrir sama verð og eitt kíló af ýsuflökum. Upp- skriftir að kjúklingaréttum ganga líka manna á milli eins og leikaramyndir forðum daga. Þetta er búin að vera sannkölluð veisla - og sannkölluð kjarabót til neytenda. En það eru blikur á lofti. Reksturinn stóð ekki undir fjár- festingum og framleiðslukostn- aði á meðan inn- koman takmarkað- ist af þeim gylli- boðum sem fram- kölluðu kjúklinga- veisluna stóru á kvöldverðarborði þjóðarinnar. Hin mikla bjart- sýni, söluaukning og svigrúm sem aukin velta átti að veita kjúklingabúunum virðist því miður hafa verið byggð á sandi. Nú er sem sé komið að skulda- dögum, ekki bara í hvíta kjötinu heldur hefur offramleiðslan vitaskuld sett alla kjötfram- leiðslu í uppnám. Það eru vond- ar fréttir fyrir neytendur. Það eru þó auðvitað enn verri fréttir fyrir lánardrottna kjúklinga- framleiðenda, sem að verulegu leyti virðast vera hálfopinberir aðilar, bankar eða almennings- hlutafélög - þannig að heilt yfir lendir það með einum eða öðrum hætti á veislugestum sjálfum að borga fyrir gleðskapinn. Tilboðsherferð stjórnmálaflokkanna Það er einhverjum veisluglöð- um þó eflaust huggun í harmi að þegar er byrjað að bjóða til nýrr- ar veislu. Eins konar pólitískrar kjúklingaveislu. Guðmundur Andri Thorsson skrifaði hér fyrr í vikunni um neytendavæðingu kosningabaráttunnar. Eins og oft áður hitti hann naglann á höfuð- ið. Sjaldan hefur verið blásið til jafn áberandi tilboðsherferðar af stjórnmálaflokkunum og ein- mitt nú. Veisluhöld er orðið sem kemst næst því að ná yfir þetta skyndilega skattalega örlæti. Flokkarnir geysast fram hver á fætur öðrum og gera tilboð í at- kvæði manns rétt eins og trygg- ingasölumenn sem hringja og trufla mann við kvöldverðar- borðið. Það sem gerir tilboðs- gerðina gagnsærri nú en endranær er að hún snýst um skatta – hún snýst um beinharða peninga. Fólk getur einfaldlega reiknað út, nánast upp á krónur og aura, hvað tilboð hvers um sig þýðir mikinn tekjuauka fyrir það. Og dagblöðin blanda sér í leikinn og aðstoða fólk við út- reikningana. Það vantar í raun ekkert nema að þessir útreikn- ingar séu gerðir undir formerkj- um neytendaþjónustu, bornir undir Jóhannes Gunnarsson og birtir á sérstökum neytendasíð- um til að fullkomna myndina sem Guðmundur Andri var að draga upp! Á sama hátt og menn rétt- lættu offjárfestingar í kjúklingabúum og sprenginguna á kjötmarkaði með nýju svig- rúmi vegna aukinnar veltu, þá á nú að borga fyrir skattalækkan- ir með því aukna svigrúmi og hagvexti sem skapast vegna stóriðju fyrir austan. Það er einna helst að Vinstri grænir hafi verið óduglegir við að bjóða til skattaveislunnar, enda skatt- ur til hins opinbera ekki eins slæmt mál í þeirra vinstri græna höfði og hjá hinum flokkunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur óumdeilanlega verið veisluglað- astur og býður skattalækkanir upp á 20-30 milljarða á meðan Framsókn og Samfylking halda sig í kringum 15 milljarðana. Setja Davíð og „Össurbjörg“ í bakkgírinn? En eins og menn vita finnst gikkur í hverri veiðistöð og ,,hag- tæknar“, bæði hjá greiningar- deildum bankanna og annars stað- ar, hafa lýst efasemdum um þessa veislugleði alla. Tala jafnvel um að loforðin séu mesta ógnin við stöðugleikann! Sumir væru jafn- vel vísir til að benda á að marg- ítrekaðar yfirlýsingar um stór- aukið svigrúm muni hafa áhrif á kjarasamningagerð, og heyrst hefur að kennarar séu þegar farn- ir að tala um almenna grunn- kaupshækkun sem sitt aðalmál. Ef stöðugleikinn hverfur er ör- uggt að kjúklingaheilkennið mun ljósta þjóðina af fullum þunga. Það er í því ljósi sem maður heyr- ir að eðlisgreindir alþýðumenn norður í landi láti sér fátt um skattauppboð flokkanna finnast og nota um hana skammaryrðið ,,kjúklingapólitík“. Það var því áhugavert að heyra nýjan tón hjá Halldóri Ásgríms- syni í útvarpi í fyrradag - þegar hann lagði mikla áherslu á íhalds- sama túlkun á skattaloforðum Framsóknar og að þau myndu nú líklega ekki koma til fyrr en í lok kjörtímabilsins. Halldór vill greinilega enginn kjúklingapóli- tíkus vera og leynir því meira að segja ekki að hann hefur sérstaka skömm á hugmyndum Sjálfstæð- isflokks í þessu sambandi, sem eru stórtíðindi út af fyrir sig. Hvort Davíð og hin tvíhöfða leið- togi ,Össurbjörg“ setja í bakkgír- inn líka á eftir að koma í ljós og ræðst væntanlega af næstu neyt- endakönnun eins og flest annað í þessari kosningabaráttu. Ef í ljós kemur að ekki er neytendamark- aður fyrir kjúklingapólitík, verð- ur einfaldlega dregið úr framboð- inu. ■ Siðlaus ákvörðun Varnarliðs Valur Kristinsson skrifar: Nú er liðinn rúmur mánuður fráþví að nokkrum starfsmönnum Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli var tilkynnt, að hætt væri við að gera starfslokasamning við fólk sem segði upp vegna aldurs og heilsufars eftir 67 ára aldur. Varn- arliðið er góður vinnuveitandi og ekkert við því að segja þó hætt sé að gera starfslokasamninga. Hitt er svo annað mál að framkoma þeirra yfirmanna sem tóku þetta af, er afar lágkúruleg, einfaldlega vegna þess að dagsetningin 1. júní hafði verið á allra vitorði frá því snemma á síðasta ári, fyrir þann tíma átti að gera síðustu samningana. Enginn vissi um dagsetninguna 1. jan. 2003, sem var búin til, og kom öllum að óvörum tveimur mánuðum seinna. Við vorum svikin. Háttsettir flota- foringjar og yfirmenn eru að spara og þá er ekki hikað við að færa dag- setningar aftur í tímann og loforð höfð að engu. Ef spurt er um hver sé ástæðan fyrir þessu, verður fátt um svör, þarna vísar hver á annan eins og tíðkast oft í þessum herbúðum. Varnarliðið veitir fjölda fólks góða vinnu og allt staðið eins og stafur á bók með laun og allt þeim tengt, það verður ekki af þeim tekið, en nú hafa þeir sett á sig svartan blett með þessum gjörningi sem er óvirð- ing við það fólk sem hefur starfað hjá þeim lengi, allt upp í 50 ár. Við vonum að þessir peningar sem við vorum svikin um komi sér vel fyrir Varnarliðið og verði notaðir í þágu friðar og mannúðar í hagræðing- unni. ■ Um daginnog veginn BIRGIR GUÐMUNDSSON ■ stjórnmálafræðingur skrifar um skattatilboð stjórnmálaflokkanna. ■ Þeir sem féllu í innrásinni voru jafn einstakir ein- staklingar og ég og þú. Fyrir þeim var innrásin heimsend- ir – endalok lífs á jörðinni. Bætiflákar Hagur gangandi vegfarenda bættur „Götur og gönguleiðir voru marg- ar hverjar mjög illa farnar og því nauðsynlegar. Með framkvæmdum er verið að bæta hag gangandi vegfarenda, endurnýja lagnir sem voru komnar á tíma, upphita akst- ursbrautir og gönguleiðir auk þess að fara eftir óskum Reykjavíkur- borgar um að fegra miðborgina. Við stefnum að því að göturnar verði færar um miðjan júní og meginframkvæmdum að mestu lokið. Eftir þjóðhátíðardaginn stefnum við að því að klára allan annan frágang fyrir Menning- arnótt,“ segir Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri. Vegfarendur hafa tekið eftir því að miklar framkvæmdir eiga sér stað í Bankastræti, Bergstaðastræti og Vegamótastíg. Þessar framkvæmdir hafa farið fyrir brjóstið á verslunareigendum í kring.. Þeir sem guldu frelsið með lífinu Sigurður Geirdal bæjarstjóri Kópavogs Gerð voru mistök „Gert var deiliskipulag um þetta land, síðan var gerð verkáætlun eftir því og boðnir út verkþættir. Þarna var verið að vinna eftir deiliskipulagi. Hafi verið farið inn á lóð hjá einhverjum án þess að þeir vissu af því, þá eru það mistök. Verktakinn fór þarna inn á sínum tíma, það verður ekki aftur tekið og okkur þykir það miður. En því verður ekki breytt héðan af. Mistök sem þessi gerast sjaldan. Þegar við bjóðum út ákveðið verk þá er öllum nærliggjandi sent erindi, um hvað eigi að gera og eftir hvaða skipulagi. Hins vegar getur liðið einhver tími og þar með komið einhverjum á óvart.“ ■ Í Fréttabaðinu í gær var fjallað um mál hjóna á Vatnsenda. Þau komu að verktaka á vegum Kópavogsbæjar vera að grafa á lóð þeirra. Bær- inn er að leggja veg um lóðina að nýrri byggð. Eftir að hjónin kölluðu til lögreglu gerði bærinn þeim tilboð í húsið. Guðmundur Unnsteinsson sonur lóðareiganda Gert í rangri röð „Mér finnst fáránlegt að Kópavogsbær skuli út- hluta fjölda lóða við götu sem á að liggja í gegnum lóð foreldra minna, án þess að ganga frá samkomu- lagi við þau. Eðlilegt væri að fara yfir með hvaða hætti verði farið í gegnum lóðina og þeim gefinn sanngjarn frestur til að fjarlægja þá lausafjármuni sem eru á lóðinni, ef um semst. Einnig finnst mér og foreldrum mínum tilboð Kópavogsbæjar hingað til algjörlega úr takti við það sem eðlilegt gæti talist að okkar mati. Búið er að úthluta 30-40 lóðum við götu án þess að semja við þá sem eiga lóðina, sem gatan þarf að fara í gegnum. Mér finnst þetta gert í algjör- lega rangri röð. Þetta sýnir með hvað hætti Kópa- vogsbær vinnur. Það er ekki verið að vinna þetta í sátt og samlyndi við þá sem fyrir eru á svæðinu.“ ■ Framkvæmdir við Vatnsenda Skiptar skoðanir ■ Af Netinu ■ Bréf til blaðsins ■ Ef stöðugleik- inn hverfur er öruggt að kjúklingaheil- kennið mun ljósta þjóðina af fullum þunga. Kjúklingapólitík Góðu dátarnir Vonandi eflir Morgunblaðið góðu dátana til enn frekari dáða, þeg- ar Búss fer á hendur Sýrlending- um, sem taldir eru næsta við- fangsefni „slökkviliðs“ og „lög- reglu“ Bandaríkjamanna og Breta. SVERRIR HERMANNSSON, ALÞINGISMAÐUR FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS, Á XF.IS Sturla í aftursæti Menn hafa lengi velt fyrir sér hvernig í ósköpunum Sturlu hef- ur tekist að klúðra hverju mál- inu á fætur öðru ... Nú er komin skýring á því ... Hann er búinn að vera að stýra samgönguráðu- neytinu úr aftursætinu. BJÖRGÚLFUR ÖRN GUÐMUNDSSON, FRAMBJÓÐANDI FRAMSÓKNARFLOKKS, UM FUNDARHERFERÐ SAM- GÖNGURÁÐHERRA, “Í FRAMSÆTINU“ Á MADDAMAN.IS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.