Fréttablaðið - 11.04.2003, Page 14

Fréttablaðið - 11.04.2003, Page 14
16 11. apríl 2003 FÖSTUDAGUR SVÍFANDI KÚLA Kylfingurinn Davis Love III fylgist með golf- kúlunni svífa upp úr sandgryfjunni á æf- ingahring fyrir bandaríska Masters mótið í golfi sem átti að hefjast í gær en var frestað vegna rigninga. Mótið er það 67. í röðinni.  19.15 Boginn KA-menn mæta Stjörnunni í deildabik- arkeppni karla í fótbolta.  18.00 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  19.00 Sýn Trans World Sport. Íþróttir um allan heim.  20.00 Sýn Bein útsending frá öðrum keppnisdegi bandarísku meistarakeppninnar í golfi, US Masters, en leikið er á Augusta National-vellinum í Georgíu.  22.15 Sjónvarpið Landsmót á skíðum. Samantekt frá keppni dagsins á Skíðamóti Íslands í Hlíðarfjalli við Akureyri.  22.30 Sýn Gillette-sportpakkinn. Íþróttir úr öllum heimhornum.  23.00 Sýn 4-4-2. Snorri Már og Þorsteinn J. fjalla um enska og spænska fótboltann, Meistaradeildina og allt markvert sem gerist í þessum hasarleik tuttugu og tveggja leikmanna. Þetta er þáttur fyrir þá sem vita allt um fótbolta og líka þá sem vita lítið sem ekkert. hvað?hvar?hvenær? 8 9 10 11 12 13 14 APRÍL Föstudagur George Boateng, leikmaðurMiddlesbrough, hefur hvatt forráðamenn félagsins til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda í Geremi, sem er í láni frá Real Madrid. Real hefur farið fram á háa greiðslu fyrir Geremi vilji Middlesbrough halda honum. Tony Pulis, knattspyrnustjóriÍslendingaliðsins Stoke, var ánægður með frammistöðu sinna manna í 2:0 sigri liðsins gegn Rotherham í fyrrakvöld. „Við stöndum allir saman í þessu og ef við höldum okkur uppi verður það stórkostlegt afrek,“ sagði Pulis eftir leikinn. Stoke komst úr fall- sæti með sigrinum. Juan Sebastian Veron: Komumst í úrslitin FÓTBOLTI Juan Sebastian Veron, leikmaður Manchester United, ætlar sér að ná seinni leik liðsins gegn Real Madrid í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar, eftir að hafa átt við meiðsli að stríða. Hann segir United enn eiga möguleika í keppninni þrátt fyrir 3:1 tap í fyrri leik liðanna. „Leik- menn Real Madrid halda kannski að þetta sé búið en svo er ekki,“ sagði Veron. „Ég lofa áhangend- um okkar að við komumst í úrslit- in. Allir í liðinu vita að úrslitaleik- urinn verður leikinn á Old Traf- ford og þangað verðum við að komast hvað sem það kostar.“ ■ Óvíst er hvort varnarmaður-inn Martin Keown geti leik- ið með Arsenal gegn Sheffield United í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag. Keown, sem er 36 ára, hefur átt við meiðsli í nára að stríða und- anfarnar þrjár vikur. Forráðamenn Chelsea hafasett 26 áhangendur liðsins í heimaleikjabann á Stamford Bridge vegna ósæmilegrar hegðunar þeirra á leik Chelsea og Arsenal í 8 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á dögun- um. Smáaurum var ítrekað kas- tað í átt að Thierry Henry í leiknum. Frank de Boer, leikmaður Barcelona: Freistandi að spila með Blackburn FÓTBOLTI Frank de Boer, varnar- maður Barcelona, segir það vera freistandi möguleika að spila með Blackburn Rovers í ensku úrvalsdeildinni. Samningur Boer, sem er 32 ára hollenskur landsliðsmaður, rennur út hjá Barcelona í sumar. Hann segist með glöðu geði vilja breyta til og leika með Black- burn. „Ég hef séð Blackburn í sjónvarpinu og er ánægður með spilamennsku þeirra,“ sagði Boer, sem var í liði Barcelona sem gerði 1:1 jafntefli við Juventus í Meistaradeildinni í fyrrakvöld. „Ég veit það í lok þessa mánaðar hver framtíð mín verður á Nou Camp. Ég hef alltaf haldið því fram að ég hafi áhuga á að leika á Englandi ef ég myndi yfirgefa Spán.“ Blackburn, sem er í harðri baráttu um Evrópusæti, neituðu því fyrir skömmu að vera á hött- unum eftir Boer. ■ Fegurð Meistaradeildarinnar Fyrri leikir átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu fóru fram í vikunni og eins og svo oft áður var mikið um dýrðir. Hver stórstjarnan á fætur annarri sýndi listir sínar og áhorfendur fylgdust agndofa með. BARÁTTA Alessandro Del Piero (til vinstri) í baráttu við Frank De Boer í leik Juventus og Barcelona í fyrrakvöld. ÞRUMUFLEYGUR FRÁ CARLOS Brasilíumaðurinn Roberto Carlos reynir eitt af sínum þrumuskotum í leik Real Madrid og Manchester United sl. þriðjudag. David Beckham er skrefinu á eftir Carlos, sem er táknrænt fyrir leikinn í heild sinni. Real vann sannfærandi með þremur mörkum gegn einu. HORFT TIL HIMINS Paolo Maldini, hinn gamalkunni leikmaður AC Milan (til vinstri), og Hatem Trabelsi hjá Ajax berjast um boltann í markalausu jafntefli liðanna á þriðjudag. DANSINN STIGINN Tyrkinn Belozoglu Emre, leikmaður Inter, og David Albelda, leikmaður Valencia, stíga léttan dans í leik liðanna á San Siro- leikvanginum í Mílanó í fyrrakvöld. Inter vann leikinn með einu marki gegn engu. ■ Fótbolti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.