Fréttablaðið - 11.04.2003, Síða 26

Fréttablaðið - 11.04.2003, Síða 26
11. apríl 2003 FÖSTUDAGUR28 ABRAFAX 400 KR. kl. 4 og 6 m/ísl. taliMAID IN MANHATTAN kl. 8 og 10.20 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 TWO WEEKS NOTICE kl. 6 og 8 THE HUNTED b.i. 16 kl. 5.50, 8, 10.10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 bi 14 Sýnd í lúxus kl. 6.30 og 9.30 Sýnd kl. 9 og 11.15 kl. 8NÓI ALBINÓI kl. 5.508 FEMMES kl. 8THE CORE kl. 5.50ADAPTATION kl. 6NOWHERE IN AFRICA Sýnd kl. 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10.10 og 11 Sýnd í lúxus kl. 4, 6, 8 og 10.10 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 16 ára THUNDERPANTS kl. 4 25th HOUR kl. 10.10 4 og 6DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN Sýnd kl. 6, 8, 10 og 11 NATIONAL SECURITY bi 12 4, 6, 8, 10 Tónlistin úr leikritinu „Engla-börn“, sem Hafnarfjarðarleik- húsið sýndi á síðasta ári, vakti mikla athygli á sínum tíma og var meðal annars kölluð ein fegursta tónlist sem heyrst hefði í íslensku leikhúsi. Höfundur hennar, Jóhann Jóhannsson, kemur víða við sögu í íslenskri tónlistarmenningu. Setur til dæmis annað slagið upp kokka- húfuna fyrir Tilraunaeldhúsið og er einn af fimm (ath. ekki fjórum) sérvitringum sem móta Orgel- kvartettinn Apparat. Á morgun gefst áhugasömum loks- ins færi á að hlusta á tónlistina úr Englabörnum á síðbúnum útgáfu- tónleikum í Borg- arleikhúsinu í flutningi strengjakvartettsins Eþos, slagverksleikarans Matthí- asar Hemstock og höfundarins, Jó- hanns Jóhannssonar. „Hafnarfjarðarleikhúsið gaf fyrst út disk með tónlistinni nánast eins og hún hljómaði í leiksýning- unni,“ útskýrir Jóhann. „Svo vann ég þessa tónlist eiginlega upp á nýtt þegar Touch-útgáfan vildi gefa hana út í Bretlandi. Ég endur- raðaði tónlistinni, bætti við lögum og bætti við elektrónískum áhrif- um, samt svo litlum að maður tek- ur varla eftir þeim. Það er svona einhver elektrónísk slæða yfir tón- listinni, sem verður misjafnlega áber- andi. Það verður ný músík á tón- leikunum líka. Ég breyti út- setningunum og fer svolítið lengra með þetta. Tónlistin verður dýnamískari og meiri öfgar í henni kannski.“ Nú eftir helgina hefjast upptök- ur á nýju verki eftir Jóhann sem hann vinnur með Eþos. Uppistaðan þar er upptökur af tónlist sem var forrituð á fyrstu tölvuna sem kom til landsins. Svo vill til að faðir Jó- hanns var forritari á þessa tölvu, sem var af gerðinni IBM og rak hingað á fjörur á miðjum sjöunda áratugnum. „Faðir minn dundaði sér við það í frístundum að forrita tónlist á þessa tölvu með félögum sínum. Þessa tónlist tóku þeir svo upp áður en tölvan var tekin úr notkun. Það má segja að þetta sé útfarartónlist fyrir tölvu, þeir voru að kveðja tölvuna. Ég heyrði svo þessar upptökur hjá pabba og ákvað að gera eitthvað með þær. Bæði dansverkið og tónlistin eru byggð á þessari útfararserimoníu fyrir fyrstu IBM-tölvuna á Ís- landi.“ gudsteinn@frettabladid.is ■ TÓNLIST Englabörn og út- farartónlist fyrir tölvu Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannson hefur rokkað feitt með Ham, poppað með Marc Almond, svamlað í rafeindum með Tilraunaeldhúsinu og látið orgelið væla með Apparat. Á morgun fer tónlistin úr „Englabörnum“ á svið Borgarleikhússins. Fréttiraf fólki Indversku Bollywood-leikkon-unni Aishwarya Rai hefur verið boðið hlutverk í næstu James Bond-mynd. Stúlkan var eitt sinn valin „Ungfrú heimur“ og fetaði sig svo út á leiklistarbraut- ina með góðum árangri í heimaland- inu. Rai hef- ur ekki enn tekið til- boðinu en á að vera að velta því fyrir sér. Samn- ingsvið- ræðum var þó frestað á dögunum eftir að stúlkan meiddist á fæti. Kannski verður hún þá fyrsta haltrandi Bond stúlkan? Bono og Pavarotti eru á meðalnokkurra listamanna sem ætla að koma fram á góðgerðar- tónleikum til þess að safna fé fyrir uppbyggingu í Írak að loknu stríði. Tónleikarnir verða haldnir í heimabæ Pavarotti, í Modena á Ítalíu, 27. maí. Þetta er tíunda árið í röð sem Pavarotti býður félögum sínum til þess að syngja með sér á tónleikum í bænum. Bono og Pavarotti hafa áður sungið saman, þá fyrir stríðshrjáða Sarajevo-borg á U2- hliðarverkefninu „The Pass- engers“. Laugavegi 32 561 0075 Limp Bizkit: Vilja japanskan gítarleikara Bandaríska rokkhljómsveitinLimp Bizkit er á höttunum eftir japönskum gítarleikara til þess að leika með sveitinni á væntanlegri tónleikaferð um heiminn. Eftir að gítarleikarinn Wes Borland yfirgaf sveitina óttast margir aðdáendur að mikið tómarúm hafi myndast. Fyrir stuttu tilkynnti Fred Durst söngvari að gítarleikarinn Mike Smith, sem var áður í Snot, væri gengin til liðs við sveitina. Það er greinilega ekki nóg og auglýsa slöppu kexkökurnar nú eftir gítarleikara frá Japan. Durst setti upp auglýsingu á heimasíðu sveitarinnar limp- bizkit.jp þar sem hann sagði; „Við erum að leita að gítarleikara. Ef þér finnst þú vera góður með prjónana þá þurfum við á þér að halda. Það yrði sérstaklega flott ef gítarleikar- inn kæmi frá Japan.“ Engin frekari útskýring var gef- in á því af hverju japanskir gítar- leikarar ættu betri möguleika en aðrir. Durst virðist hafa mjög gaman af því að rugla blaðamenn í ríminu hvað varðar nafn á væntanlegri breiðskífu. Aðspurður svarar hann alltaf mismunandi nöfnum. Meðal þeirra sem hann hefur nefnt eru „Lessismore“, „Bipolar“ og „The Se- arch For Teddy Swoes“. Platan kem- ur fyrst út í Japan 28. maí, en nokkrum vikum síðar hér á landi. ■ JÓHANN JÓHANNSSON OG MATTHÍAS HEMSTOCK „Ég hef engan áhuga á að stimpla mig inn sem alvarlegt tónskáld með þess- ari plötu,“ segir Jóhann. „Ég hef miklu meiri áhuga á því að brjóta niður múra á milli geira. Bakgrunnur minn er í rokkinu. Ég byrjaði í rokkhljóm- sveitum og er í rokkhljómsveit. Þetta er bara ein hlið á því sem ég geri.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FRED DURST Vill fá japanskan aðdáanda til liðs við sveitina. ■ TÓNLIST kl. 6 og 10THE PIANIST charl 20%afsláttur af vörum frá KOSTA BODA, ITTALA, ORREFORS Sérverslun með vandaðar heimilis- & gjafavörur Kringlunni

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.