Fréttablaðið - 11.04.2003, Side 29

Fréttablaðið - 11.04.2003, Side 29
FÖSTUDAGUR 11. apríl 2003 Reykjavík - Faxafeni 12 Sími 533-1550 Opið virka daga 10 – 18 Laugard. 11 – 16 Keflavík - Hafnargata 25 Sími 421-3322 Opið virka daga 11 – 18 Laugard. 11 - 14 Páskatilboð 50% afsláttur Dömufatnaður Bolir Buxur Vesti Pils Flíspeysur Kápur Jakkar Íþróttaskór Gönguskór Herrafatnaður Bolir Buxur Flíspeysur Jakkar Íþróttaskór Gönguskór Full búð af nýjum vörum Isotex Jakkar, dömu og herra verð nú kr. 7.495,- Bakpokar verð frá kr. 1.945,- Svefnpokar verð frá kr. 4.245,- Göngustafir verð frá kr. 1.495,- Flíspeysur, dömu og herra verð nú kr. 2.995,- verslun/heildverslun SJÓNVARP Fox-sjónvarpsrisinn hef- ur gefið grænt ljós á að framleiða fimmtu seríu þáttanna „Malcolm in the Middle“, sem sýndir eru á Skjá 1. Stöðin segir þáttaröðina setja staðalinn fyrir aðra fjöl- skyldugamanþætti. Framtíð Malcolms varð óljós eftir að ljóst varð að þátturinn hafði staðnað í vinsældum. Þó er talið að um 10,8 milljónir Bandaríkjamanna sjái hvern einasta þátt. Leikkonan Jane Kaczmarek átti nýlega barn og mun persóna hennar í þáttunum, skapvonda mamman Lois, eiga von á sér líka. Það bætist því annar gríslingur í fjölskylduna í lok fjórðu seríu. Malcolm hóf göngu sína árið 2000 og hafa aðdáendur hans fylgt honum í gegnum grunnskóla og fylgjast nú með ævintýrum hans í framhaldsskólanum. Vinsældir þáttanna fóru stigvaxandi fyrstu þrjú árin en hafa staðið í stað. Þegar það gerist í bandarísku sjónvarpi er hætta á að framleið- andinn stöðvi framleiðslu. Þannig má líta á ákvörðun Fox sem annað tækifæri fyrir Malcolm. ■ FÓLK Kvikmyndastjarnan Jane Fonda óttast það að innrás Bandaríkjanna í Írak verði til þess að heimurinn snúist gegn þjóðinni. Hún óttast að hert átök á svæðinu muni skila sér í fleiri hryðjuverkaárásum og ógni þannig öryggi landsmanna frek- ar en hitt. „Hvað þetta stríð gerir fyrir stöðugleikann í þjóðfélaginu eða efnahaginn veit enginn,“ sagði hún í nýlegu viðtali. „Ég held að öll heimsbyggðin eigi eftir að snúast gegn okkur.“ Fonda, sem er 65 ára gömul, var afar umdeild á tímum Ví- etnamstríðsins vegna andstöðu sinnar gegn því. Hún hefur alla tíð verið mikill friðarsinni og vakti t.d. mikla reiði í heimalandi sínu eftir að hún lét mynda sig með hermönnum Víetkong, mótherjum Bandaríkjamanna. Jane Fonda vann Óskarsverð- laun árið 1978 fyrir leik sinn í myndinni „Coming Home“. Hún hélt sig að mestu frá kvikmynda- leik eftir það, helgaði líf sitt lík- amlegri heilsu og gerðist braut- ryðjandi í útgáfu heilsurækt- armyndbanda. MALCOLM IN THE MIDDLE Aðdáendur Malcolm in the Middle mega búast við nýjum einstaklingi í fjölskyldu Malcolms í framtíðinni. Malcolm in the Middle: Fimmtu seríunni gefið grænt JANE FONDA Hefur líklegast verið draumastúlka margra á sjöunda áratugnum þegar hún lék í hálferótísku geimmynd- inni Barbarella. Jane Fonda: Óttast eftirmála stríðs

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.