Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 37
FÖSTUDAGUR 11. apríl 2003 Imbakassinn Þú hefur öll klassísk ein- kenni þess, Steinþór, að vera útbrunninn í starfi! DAVE BRUBECK Gamla djassgoðsögnin, sem skemmti hermönnum í seinni heimsstyrjöldinni fyrir nær 60 árum, hitti meðlimi gömlu stríðshljómsveitarinnar sinnar í Kaliforníu á laugardaginn. FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR Uppfærsla Sumaróperunnar á DÍdó og Eneasi eftir Purcell fékk frábærar viðtökur í fyrra. Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Hrólfur Sæmundsson fóru með titilhlutverkin. ÓPERA Sumaróperan, sem sló í gegn í fyrra með eftirminnilegri sýningu á Dídó og Eneasi eftir Purcell, lætur ekki deigan síga. Um helgina verða áheyrnarpruf- ur fyrir uppsetningu óperunnar á komandi sumri. „Við fengum eitt- hvað yfir hundrað manns í prufu í fyrra,“ segir Hrólfur Sæmunds- son, forkólfur sumaróperunnar. „Mjög marga góða söngvara.“ Óperan er á svipuðum slóðum tónlistarsögunnar nú. Í sumar á að setja upp Krýningu Poppeu eftir Monteverdi. „Tónlist þessa tíma hentar vel, því hún er að- gengileg þeim sem eru ekki van- ir að hlusta á óperutónlist.“ Hann segir að markmiðið sé að höfða til ungs fólks og sýning- arnar séu nútímalegar. „Sýning- in verður lífleg og nýstárleg.“ Þar fyrir utan séu óperur frá þessu tímabili sjaldan fluttar hér. Íslenska óperan flytji frem- ur óperur eftir stóru nöfnin í óp- eruheiminum svo sem Mozart og Verdi. Uppfærslan í fyrra fékk frá- bæra dóma og viðtökur og ekki að efa að eins verður í ár. ■ Áheyrnarprufa ■ Söngvurum gefst tækifæri á að spreyta sig um helgina þegar prófað verður í 17 hlutverk hjá Sumaróperunni. Sumaróperan leitar söngvara

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.