Fréttablaðið - 14.04.2003, Side 1

Fréttablaðið - 14.04.2003, Side 1
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Mánudagurinn 14. apríl 2003 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Bíó 20 Íþróttir 16 Sjónvarp 22 KVÖLDIÐ Í KVÖLD SKAÐABÆTUR Deilt um virði mannslífa VIÐSKIPTI Frekari samruni fyrirhugaður MÁNUDAGUR 88. tölublað – 3. árgangur bls. 2 FÓLK Grín í sumargjöf bls. 10 TÓNLEIKAR Norski kórinn Ra Sanglag syngur á hádegistónleikum í and- dyri Norræna hússins. Stjórnandi kórsins er Inga Kjæraas. Tónleik- arnir hefjast klukkan 12.00. Norskur kór TÓNLEIKAR Pólski harmonikuleikar- inn Krzysztof Olczak leikur verk eftir Johann Sebastian Bach, Luis Milan, Luis de Narvaez, Vaclav Trondheim, Arne Nordheim og Larry Lake á einleikstónleikum í Norræna húsinu. Einnig leikur hann tvö verk eftir sjálfan sig. Tónleikarnir hefjast klukkan 18.00. Pólskur harmon- ikkuleikari BÍÓ Óskarsverðlaunamyndin „Bowling for Columbine“, eftir Michael Moore, verður sýnd á Kvikmyndahátíð bíófélagsins 101. Myndin fjallar um byssulöggjöf- ina í Bandaríkjunum. Titill mynd- arinnar vísar til skotárásarinnar í Columbine-skóla þegar tveir nem- endur réðust inn vopnaðir rifflum og drápu þrettán manns, einn kennara og 12 unglinga. Fyrr um daginn höfðu þeir verið að spila keilu. Myndin er sýnd klukkan 17.50 og 22.15 í Regnboganum við Hverfis- götu. Keilað fyrir Columbine bls. 20 REYKJAVÍK Austan 10 m/s. Úrkomulítið. Hiti 4 til 8 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-10 Skúrir 6 Akureyri 6-8 Rigning 6 Egilsstaðir 5-10 Rigning 7 Vestmannaeyjar 6-8 Rigning 6 ➜ ➜ ➜ ➜ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM 90.000 eintök 73% fólks lesa blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á mánudögum? Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið 20% D V 58% 75% Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá febrúar 2003 MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 73% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í FEBRÚAR 2003. FÓLK bls. 16 Partýtröll ÍÞRÓTTIR Gaman að vinna titla bls. 23 JERÚSALEM, AP Ariel Sharon, forsæt- isráðherra Ísraels, segist vel geta hugsað sér að afhenda Palestínu- mönnum eitthvað af þeim land- spildum, sem landnemar frá Ísrael ráða yfir á landsvæðum Palestínu- manna utan eiginlegra landamæra Ísraels. Sú afhending yrði að vera hluti af almennu friðarsamkomu- lagi við Palestínumenn. Þetta kom fram í viðtali við ísraelska dagblaðið Haaretz. Shar- on hefur verið eindreginn fylgis- maður þeirrar stefnu ísraelskra landtökumanna að setjast að á landi Palestínumanna til þess að tryggja Ísraelsmönnum sem mest landsvæði. Hann hefur oft áður gefið í skyn að hann væri reiðubú- inn til að afhenda eitthvað af þess- um landsvæðum, en nú hefur hann í fyrsta sinn sagt það berum orðum og nefnt ákveðnar byggðir. Sharon segist engu að síður hafa miklar efasemdir um þær hugmyndir að friðarsamkomulagi sem nú eru helst í umræðunni. Þar er átt við hugmyndir að þriggja þrepa áætlun sem Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og Rússland kynntu á síðasta ári. ■ Viðtal í ísraelsku dagblaði: Sharon þokast í friðarátt ARIEL SHARON Forsætisráðherra Ísraels gengur þarna í fylgd lífvarða inn á ríkisstjórnarfund í gær. AP /M YN D EFNILEGUR Veðurblíðan lék við landsmenn á laugardaginn var. Fjölmenni var á Austurvelli og sleikti æskan sólina og lék sér í boltaleikjum. Þessi piltur sýndi ótrúleg tilþrif í markinu og hver veit nema hann eigi eftir að standa á milli stanganna í íslenska landsliðinu seinna meir. Hlýtt um páskana: Ekkert hret í kort- unum VEÐUR Það er ekkert páskahret í kortunum hjá Veðurstofunni og allt útlit er fyrir ágætisvorveður næstu daga. Á skírdag er gert ráð fyrir sunnanátt, skúrum og rigningu með köflum. Það verður bjart fyrir norðan og austan og hlýtt um allt land. Spádeild Veð- urstofunnar telur þó að enn sé of fljótt að slá því föstu að vorið sé komið enda er enn búist við élj- um á Vestfjörðum og hitastigið á hálendinu er alveg við frost- markið. Þetta gæti þó verið mik- ið verra og þar sem engar vís- bendingar eru enn sjáanlegar um kuldakafla má segja að það sé ágætis síðvetrar- eða vorveður þessa dagana, allt eftir því hvernig fólk lítur á það. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI SKOÐANAKÖNNUN Kvótakerfið nýtur lítils stuðnings landsmanna sam- kvæmt skoðanakönnun sem Frétta- blaðið gerði á laugardaginn. Úrtak- ið í könnuninni var tólf hundruð manns og 80,5% þeirra sem svör- uðu sögðust vera andvíg kerfinu en 19,5% voru fylgjandi kerfinu. Fleiri konur eru óánægðar með fiskveiðistjórnunarkerfið en karl- ar. 15,9% kvenna sögðust fylgjandi fiskveiðistjórnunarkerfinu en 84,1% eru andvígar. Hjá körlunum eru 22,6% hliðhollir kerfinu en 77,4% andvígir. „Þessi afstaða þjóðarinnar kem- ur mér ekki á óvart,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins. „Það hefur lengi verið ljóst að þjóðin er á móti kerf- inu og sér óréttlætið og ósanngirn- ina í því. Þeir sem hafa notið kerf- isins hafa barist fyrir því á hæl og hnakka og það eru væntanlega þeir, ættingjar þeirra og erfingjar sem taka afstöðu með því.“ Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segir að nið- urstaðan komi nokkuð á óvart. „Þar sem enn hefur ekki fundist fyrirkomulag sem skilar þjóðinni meiru kemur þessi niðurstaða nokkuð á óvart,“ segir Friðrik. „Það mætti athuga það næst að spyrja um leið hvort fólk vilji fá minna út úr sjávarútveginum. Annar megin- tilgangur kerfisins er að hámarka það sem þjóðin hefur út úr þessum veiðum.“ Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra sagðist ekki vilja tjá sig um niðurstöðuna fyrr en hann væri búinn að skoða tölurnar betur. Adolf H. Berndsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á sæti í sjáv- arútvegsnefnd. Hann segist telja þessa niðurstöðu sýna það í hnot- skurn að það þurfi að skýra kerfið betur út fyrir fólki. „Það þarf greinilega að skýra betur fyrir fólki hvaða plúsar eru við kerfið. Meirihlutinn sér, samkvæmt þessu, bara það neikvæða.“ Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segist ekki hissa á að fólk sé ósátt. „Þessi niðurstaða kemur í sjálfu sér ekki á óvart þar sem stjórnvöld hafa svikist um að taka á vanda- málunum og sníða af kerfinu þá galla sem bent hefur verið á“ segir Sævar. „Ég held að grundvallar- ástæðan sé sú að núverandi stjórn- völdum hefur tekist að svæfa um- ræðuna.“ thorarinn@frettabladid.is Mikil andstaða við kvótakerfið Áttatíu prósent landsmanna eru andvíg kvótakerfinu samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Guðjón A. Kristjánsson segir þjóðina sjá ranglætið í kerfinu en Friðrik J. Arn- grímsson segir að enn hafi ekki fundist betra fyrirkomulag. FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON Betra fyrirkomulag hefur ekki fundist. SÆVAR GUNNARSSON Ekki hissa á að fólk sé ósátt.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.