Fréttablaðið - 14.04.2003, Page 8

Fréttablaðið - 14.04.2003, Page 8
FYRIR RÉTTI „Ég hef ekki haft þá kæru sjálfur til meðferðar heldur úthlutaði ég því máli til annarra,“ sagði Arnar Jensson lögreglumað- ur á föstudag. Verjandinn Sigríður Rut Júlíusdóttir spurði hann um kæru Péturs Þórs Gunnarssonar á hendur Hjördísi Gissurardót tur fyrir að hafa lagt hald á vörur úr Antíkverslun Gall- erí Borgar, búð sem hann rak sam- hliða uppboðsfyr- irtæki sínu. Eitt viðamesta sakamál Íslands- sögunnar er nú rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavík- ur, Stóra málverkafölsunarmálið, og stefnir nú í að réttarhöldin verði þau lengstu sem um getur, að með- töldum Hafskips-, Geirfinns- og Guðmundarmálum. Komið hefur fram að kostnaður vegna málsins er 50 milljónir. Ljóst er að kostnað- ur við réttarhaldið verður veruleg- ur en vitni hafa komið hvaðanæva að á kostnað dómsvalda, mörg frá Danmörku, Kanada, Englandi og Bandaríkjunum. Þá er beinn kostn- aður við málflutninginn ótalinn. Líklegt er talið að málinu verði vís- að til Hæstaréttar hvernig sem dómur Pétur Guðgeirssonar dóm- ara verður. Ein myndin, „Lesið við kerta- ljós“ nýtur nokkurrar sérstöðu en er ef til vill lýsandi fyrir hversu flókið þetta mál allt er. Jónas Freydal er ákærður fyrir að hafa selt olíumálverk óþekkts höfundar sem listaverk Ásgríms Jónssonar þeim Geir Gunnari Geirssyni og Hjördísi Gissurar- dóttur á uppboði í Gallerí Borg fyr- ir 561.000. Myndin er signeruð Ásgr. J. Rannsóknir Viktors Smára Sæmundssonar forvarðar hafa leitt í ljós að myndin er viðgerð og átt hefur verið við höfundarmerkingu. Fyrirliggjandi er að Jónas sjálfur annast viðgerð myndarinnar og hefur reyndar aldrei þrætt fyrir það. Fram kom fyrir rétti að hann lagfærði einnig höfundarmerking- una. Í sínu listfræðilega mati segir Júlíana Gottskálksdóttir að grófir drættir myndarinnar og muskuleg- ir litir stingi í augu. Aðall Ásgríms sé næmleiki á liti og þetta standist ekki samanburð við verk hans. Í vitnisburði sínum sagði Hjördís Gissurardóttir að vakin hefði verið athygli sín á því, af gestkomandi aðila sem þekkti til forvörslu, að höfundarmerkingin væri torkenni- leg. Hún leitaði til sérfræðinga, sem leiddi til ákæru um fölsun snemma árs 1997. Í málskjölum tengist svo öllu þessu áðurnefnd kæra en hún blandaðist í málið þegar Arnar Jensson yfirheyrði Pétur Þór. Í samtali við Pétur Þór kemur fram að Hjördís hafi, þegar hann og kona hans voru á leið til útlanda, komið í Antíkverslun Gallerí Borgar ein- hvern tíma árs 1998. Hún fékk lán- að antíksófasett, ljósakrónur, antík- skápa og málverk (2 x 2 metrar) frá árinu 1907 eftir Poul Friis Nybo. Þegar Pétur Þór vildi svo fá við- skiptin gerð upp tjáði Hjördís hon- um að þetta væri tekið í pant vegna þess að Ásgrímsverkið væri vé- fengt. Í kærunni er varningurinn metinn á um 2,2 milljónir en fyrir rétti bar Hjördís að andvirði væri um 400 þúsund. Kæran er í biðstöðu vegna þess að hún tengist Stóra málverkafölsunarmálinu. Er þetta eitt tilvik af 103. jakob@frettabladid.is 8 14. apríl 2003 MÁNUDAGUR ■ Asía ■ Bandaríkin Á trúnaðarstiginu Ég hlakka til að fá tækifæri til að kynnast sjónarmiðum þínum, ræða við þig um þann mikla ár- angur sem við Íslendingar höf- um í sameiningu náð og hvernig við getum best tryggt að Ísland verði áfram í fremstu röð. Davíð Oddsson í opnuauglýsingu. Morgunblað- ið, 13. apríl. Ingibjörg Sólrún? Ég leita að gaman- semi eða skop- skyni og hlýju, og vil að konur séu skemmtilegir fé- lagar. Mér finnst gott að konur séu sjálfstæðar og röggsamar þannig að samskiptin séu sjálf- krafa og þvingunarlaus eins og vera ber meðal jafninga. Steingrímur J. Sigfússon um það hverju hann leitar helst að í fari kvenna. Orðlaus, apríl 2003. Orðrétt www.ru.is Fyrri umsóknarfrestur er til 15. apríl ÍS LE N S K A AU G LÝ S IN G AS TO FA N /S IA .I S H IR 2 05 75 03 /2 00 3 www.ru.is Lagadeild • Viðskiptadeild • Tölvunarfræðideild Þeir sem sækja um nám við Háskólann í Reykjavík fyrir 15. apríl fá svar innan þriggja vikna „Ég vil stuðla að því að Heilbrigð- isstofnunin geri verktakasamning við heilsugæslulækna í Reykja- vík. Ég átti fund með lækninga- forstjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík, Lúðvíki Ólafssyni, og hann útilokaði ekki slíkt fyrir- komulag,“ segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. „Aðalatriðið er það að ég tel ekki aðgengilegt að Heilsugæslan í Reykjavík taki yfir allan rekstur- inn á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja,“ segir Jón. „Ég tel að rekst- urinn eigi að vera í höndum Suð- urnesjamanna.“ Skiptar skoðanir hafa verið á meðal heilsugæslulækna í Reykjavík um tillögu ráðherra, en samkvæmt skilningi hans hefur þeim ekki verið hafnað. Ef þeim verður hafnað verður sú leið val- in, segir Jón, að halda áfram að auglýsa eftir einstaklingum til þess að ráða í stöður sérfræðinga í heimilislækningnum á Suður- nesjum. ■ EIGENDUR SEKTAÐIR Vinnueftir- litið á Rhode Island hefur sektað eigendur næturklúbbs um and- virði rúmra 80 milljóna króna fyrir að tryggja starfsmenn sína ekki eins og lög gera ráð fyrir. Eldsvoði kostaði 99 manns lífið á skemmtistaðnum, þeirra á meðal fjóra starfsmenn. SKRIÐDREKA FYRIR PÁLMAOLÍU Stjórnvöld í Malasíu hafa samið við Pólverja um að kaupa 48 skriðdreka. Kaupverðið nemur nær 30 milljörðum króna. Þriðj- ungur af kaupverðinu verður greiddur með malasískum vör- um, þeirra á meðal pálmaolíu. ENN HÆTTULEGIR Dómsmálaráð- herra Japans segir Aum Shin- rikyo, trúarhreyfinguna sem stóð fyrir gasárás í neðanjarðarlest í Japan 1995, enn hættulega. Hann vill hafa meðlimi hennar undir ströngu eftirliti til að koma í veg fyrir hryðjuverk. HEILAGAR KÝR Neðri deild ind- verska þingsins skorar á ríkis- stjórn landsins að banna slátrun kúa. Kýr eru heilagar í augum Hindúa, sem eru 900 milljónir talsins í Indlandi. Sala nautakjöts er bönnuð í Indlandi, nema á hót- elum og veitingastöðum í stór- borgum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja: Tillögum ráðherra ekki hafnað JÓN KRISTJÁNSSON Heilbrigðisráðherra hefur lagt til að heilsugæslulæknar í Reykjavík geri verk- takasamninga við Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja. LANDHELGISGÆSLAN Hlustunardufl frá fyrrum Sovétríkjunum fannst í fjörunni vestan við Skjálfanda- fljótsós í síðustu viku. Duflið var notað af Rússum til að nema hljóð frá kafbátum og skipum sem nálg- uðust stendur þeirra á kalda- stríðsárunum. Talið er að duflið hafði slitnað frá festingum sínum og rekið síðan mánuðum saman áður en það rak á fjöruna við Skjálfandafljótsós. Samkvæmt upplýsingum frá Dagmar Sigurð- ardóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, var sprengideild Gæslunnar gert við- vart af lögreglunni í Húsavík. Í ljós kom að duflið er ekki talið hættulegt að öðru leyti en að það getur skapað siglingahættu fyrir minni skip og báta. Fjöldi slíkra dufla á borð við það sem fannst hefur rekið á fjörur hér á landi og á svipaðar slóðir. Má nefna að eitt slíkt dufl fannst á Tjörnesi fyrir tveimur árum. Þá hefur slík dufl rekið á fjörur um allt land á síðustu þrjá- tíu árum. ■ Sovéskt hlustunardufl fannst: Notað á kaldastríðs- árunum HLUSTUNARDUFLIÐ SEM FANNST Duflið er 3,2 metrar að lengd, 76 sentímetrar í þvermál og 1.200 kíló að þyngd. Myndina tók lögreglan á Húsavík. Torkennileg höf- undarmerking Stóra málverkafölsunarmálið stefnir í að verða það lengsta í réttarsögu Íslands. Hjördís Gissurardóttur kærði Pétur Þór fyrir málverkafölsun. Verkið seldi Jónas Freydal á uppboði í Gallerí Borg. JÓNAS FREYDAL Jónas seldi Hjör- dísi og Geir Gunnari verkið. PÉTUR ÞÓR GUNNARSSON Hefur kært Hjördísi Gissurardóttur fyrir að hafa lagði hald á vörur í Antíkbúð hans í skaða- bætur fyrir verk sem hún keypti á uppboði Gallerí Borgar og nú er sagt falsað. ÁSGRÍMUR JÓNSSON - EÐA EKKI? Umdeilt verk. „Lesið við kertaljós, olía 56,5 x 34 sentimetrar, merkt Ásgr. J. Verkið keyptu Hjördís Gissurardóttir og Geir Gunnar Geirsson á uppboði Gallerí Borgar árið 1993 og borguðu 561.000 fyrir. Kjördæmaskipting: Grafarholt í norður KOSNINGAR Landskjörstjórn hefur ákveðið endanlega skiptingu Reykjavíkur í tvö kjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður og suður. Kjósendur sem búa við sunnan- verða Hringbraut eða Miklubraut verða á kjörskrá í Reykjavíkurkjör- dæmi suður en kjósendur sem búa við þessar götur að norðanverðu eru á kjörskrá í Reykjavíkurkjör- dæmi norður. Þó hefur verið ákveð- ið að íbúar í Grafarholtshverfi, austan Vesturlandsvegar, tilheyri Reykjavíkurkjördæmi norður. Alls eru 85.521 kjósandi á kjör- skrá í Reykjavík. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.