Fréttablaðið - 14.04.2003, Qupperneq 10
SKAÐABÆTUR Ákvarðanir um
skaðabætur til handa aðstandend-
um þeirra sem létust í hryðju-
verkarásásunum á World Trade
Center í New York og varnar-
málaráðuneytið í Washington hafa
vakið óánægju meðal margra að-
standenda að því er breska viku-
blaðið The Economist greinir frá.
Bæturnar eru greiddar úr op-
inberum sjóði sem var komið á fót
skömmu eftir árásirnar. Þær hafa
verið mjög misjafnar og miðast að
nokkru við þær tekjur sem mátti
reikna með að viðkomandi hefðu
haft í framtíðinni hefðu þeir lifað.
Lægstu bæturnar hafa numið um
15 milljónum króna en þær hæstu
hátt í hálfum milljarði.
Þeir sem eru óánægðastir með
bæturnar eru þó ekki þeir sem
lægstar bætur fá heldur þeir sem
fá hæstu bæturnar. Vegna þess að
yfirmaður áætlunarinnar ákvað
að setja þak og þröskuld á upphæð
skaðabótanna finnst mörgum að-
standendum tekjuhárra einstak- linga þeir hafa verið sviknir, að
þeir fái mun lægri upphæðir en
framtíðartekjur ástvina sinna
myndu nema. Nokkur mál eru í
gangi fyrir dómstólum af þessum
sökum. Bandaríkjaþing sam-
þykkti lög sem bönnuðu fólki að
krefjast skaðabóta af flugfélögum
sem áttu farþegaþoturnar sem
flogið var á tvíburaturnana og
fyrirtækjum sem sáu um öryggis-
þjónustuna á flugvöllum og því
getur fólk ekki sótt skaðabætur
þangað eins og er svo oft gert þeg-
ar flugvélar farast í Bandaríkjun-
um.
Þetta hefur vakið upp ýmsar
spurningar hjá fólki. Ein þeirra
spurninga sem blaðamaður spyr er
hvort líf háttsetts bankamanns sé
meira virði en líf slökkviliðs-
manns.
Bent hefur verið á að ef til vill
hefði verið heppilegra að fara sömu
leið við ákvörðun skaðabóta og
Bandaríkjaher viðhefur. Aðstand-
endur allra þeirra sem látast meðan
þeir gegna herþjónustu fá andvirði
15 milljóna króna í bætur. George
Priest, prófessor við Yale, segir í
samtali við blaðið að ef til vill hefði
verið betra að fara þá leið. Mótrök-
in eru þau að hættan á háum skaða-
bótum letji menn frá því að endur-
taka afglöp sín. Þau segir Priest
ekki eiga við í þessu. ■
10 14. apríl 2003 MÁNUDAGUR
■ Asía
■ Stutt
Deilt um virði mannslífa
Ekki ríkir sátt um hvernig skaðabætur til aðstandenda þeirra sem létust í hryðjuverkaárásunum
11. september hafa verið ákveðnar. Nokkur kærumál standa yfir.
FÓLK Á GÖTU Í MANHATTAN
HINN AFDRIFARÍKA DAG
Sérstakur sjóður var settur á fót til að
greiða skaðabætur þeim sem slösuðust í
hryðjuverkaárásinni og aðstandendum
þeirra sem létust í henni.
DÓMUR Hæstiréttur hefur dæmt ís-
lenska ríkið til að greiða tollfulltrúa
9,5 milljónir króna í bætur vegna
handtöku og gæsluvarðhalds að
ósekju.
Tollfulltrúinn var grunaður um
að eiga aðild að ólöglegum innflutn-
ingi á áfengi til landsins í tveimur
vörugámum í júní og desember árið
1996. Hann var handtekinn og úr-
skurðaður í gæsluvarðhald þann 16.
janúar árið 1997. Gæsluvarðhaldið
var tvisvar framlengt og sat hann
inni í tæpan mánuð eða til 12. febr-
úar. Á meðan hann sat í gæsluvarð-
haldi var honum veitt lausn úr
starfi um stundarsakir og í nóvem-
ber sama ár var hann rekinn.
Dómur í áfengisinnflutnings-
málinu féll ekki fyrr en í apríl 2001
og var tollfulltrúinn þá sýknaður af
öllum kröfum ákæruvaldsins. Í
kjölfarið höfðaði hann skaðabóta-
mál á hendur íslenska ríkinu vegna
handtöku og gæsluvarðhalds að
ósekju, missis embættis og dráttar
á málsmeðferð.
Í maí í fyrra dæmdi Héraðsdóm-
ur Reykjavíkur ríkið til að greiða
manninum 5 milljónir króna í bæt-
ur og 750 þúsund krónur í máls-
kostnað. Ríkið áfrýjaði dómnum og
í vikunni dæmdi Hæstiréttur það til
að greiða 9,5 milljónir í bætur og
950 þúsund í málskostnað. Garðar
Gíslason hæstaréttardómari skilaði
sératkvæði þar sem hann fellst
ekki á að lagaskilyrði hafi skort til
að víkja tollfulltrúanum úr emb-
ætti. Þótti honum hæfilegar bætur
vera 1,5 milljónir króna. ■
Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur:
Tollari fær 9,5 milljónir í bætur
HÆSTIRÉTTUR
Tollfulltrúi var grunaður um að eiga aðild
að ólöglegum innflutningi á áfengi til
landsins í tveimur vörugámum í júní og
desember árið 1996.
BREYTING Á KJÖRSTAÐ Í NOREGI
Breyting hefur orðið á lista yfir
kjörstaði í útlöndum vegna utan-
kjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir
alþingiskosningarnar 10. maí
næstkomandi. Ræðismaður Ís-
lands í Stafangri, Jan-Peter
Schöpp, mun taka á móti kjósend-
um.
ELDUR Í BÍLSKÚR Eldur varð í bíl-
skúr við Naustabúð á Hellissandi
fyrir helgi. Svo virðist sem kvikn-
að hafi í út frá rafmagni. Tals-
verðar skemmdir urðu og ýmis
verðmæti urðu eldinum að bráð.
Slökkvilið Snæfellsbæjar kom á
staðinn og slökkti eldinn. Það var
húsbóndinn á heimilinu sem upp-
götvaði eldinn eftir að hann fann
reykjalykt.
SPRENGING Í FLUGELDAVERK-
SMIÐJU Að minnsta kosti sjö létu
lífið og fjórir slösuðust þegar
sprenging varð í flugeldaverk-
smiðju í borginni Kagoshima í
Japan. Mikill eldur braust út og
var sprengingin svo öflug að
rúður brotnuðu í skólabyggingu
skammt frá.
FERÐAMAÐUR DREPINN Ítalskur
ferðamaður var skotinn til bana
í suðurhluta Afganistan. Orfeo
Bartolini, sem ferðaðist um
heiminn á vélhjóli, fannst látinn
í héraði þar sem vígasveitir Talí-
bana hafa enn mjög sterk ítök.
Ekki er vitað hvernig dauða
hans bar að.
BARNUNGIR HERMENN Yfirvöld
í Sri Lanka og Tamil-tígrar hafa
gert samkomulag um að koma á
fót endurhæfingarstöðvum fyrir
barnunga hermenn sem börðust
í borgarastríðinu í landinu.
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna
og Tamil-tígrar munu hafa yfir-
umsjón með verkefninu. Hug-
myndin er að börnin geti snúið
aftur til fjölskyldna sinna að lok-
inni endurhæfingu, en mörg
þeirra eru afar illa farin bæði á
sál og líkama.
Taílenskur nýársfagnaður:
Braut-
ryðjandi
heiðraður
ÍSAFJÖRÐUR Fyrsta Taílendingnum
sem fluttist til Vestfjarða var
færð gjöf á taílenskri nýárshátíð á
Ísafirði í gær.
Gjöfina fékk hann í þakklætis-
skyni fyrir að ryðja brautina í
nýju samfélagi. Hátíðin hófst með
líflegri skrúðgöngu um bæinn þar
sem var bæði sungið og dansað.
Gengið var með búddalíkneski í
broddi fylkingar. Í Grunnskóla
Ísafjarðar var meðal annars flutt
erindi um nýárshátíðina og siði
hennar. Hátíðarhöldunum lauk
með fegurðarsamkeppninni Ung-
frú Songkran. ■