Fréttablaðið - 14.04.2003, Page 11

Fréttablaðið - 14.04.2003, Page 11
11MÁNUDAGUR 14. apríl 2003 LÖGREGLUMÁL Ungur maður og kona voru handtekin á Selfossi í fyrradag vegna gruns um þau hefðu í fórum sínum fíkniefni. Í kjölfarið var gerð húsleit hjá manninum. Þar fannst umtalsvert magn af fíkniefnum, á annað hund- rað e-töflur, þrjátíu grömm af am- fetamíni og rúmlega tuttugu grömm af hassi. Þá fundust vogir og blöndunarefni. Stórum hluta fíkniefnanna hafði verið blandað í söluumbúðir og telur lögreglan að fíkniefnin hafi verið ætluð til sölu og dreifingar meðal ungs fólks á Selfossi fyrir páskahátíðina. Fólkinu var sleppt úr haldi í gær og telst málið upplýst. Þá var annar maður handtekinn á Selfossi í fyrradag. Við húsleit hjá honum fannst lítilræði af hassi. Sú handtaka var í engum tengslum við hitt málið. ■ Par handtekið á Selfossi: Mikið magn fíkniefna fannst HASS Lögreglan gerði rúmlega tuttugu grömm af hassi upptæk. MADRÍD, AP Átta árum eftir að Jose Maria Aznar lifði af morðtilræði ETA, hryðjuverkahreyfingar Baska, er hann sakaður um hryðjuverk vegna stuðnings síns við innrásina í Írak. Einn baskneskur stjórnmálamaður hefur gengið svo langt að segja Aznar engu betri en hryðjuverka- mennina sem reyndu að ráða hann af dögum árið 1995. Vinsældir spænska forsætis- ráðherrans hafa minnkað mjög vegna innrásarinnar í Írak. Að- eins 31% landsmanna er ánægt með störf Aznars samkvæmt skoðanakönnun og hefur fækkað mjög síðustu mánuði. Flokkur Aznars var lengi vel talinn ör- uggur um að halda meirihluta sínum þrátt fyrir að Aznar hafi lengi sagst ætla að hætta. Nú eru menn ekki svo vissir. Forveri Aznars á stóli forsætisráðherra, sósíalistinn Felipe Gonzales, seg- ir að Aznar verði að sækjast eftir endurkjöri, hann geti ekki gert eftirmanni sínum það að takast á við vandann sem hann hefur skapað. Til marks um óvinsældirnar má nefna mótmælagöngur þar sem Aznar hefur verið kallaður morðingi. Árásir hafa verið gerð- ar á skrifstofur flokks Aznars og nokkrir sagt sig úr flokknum í mótmælaskyni. ■ BALTIMORE, AP Vísindamenn á veg- um bandaríska hersins segja að miltisbrandur sem fannst í sendibréfum í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum síðan hafi verið búinn til með einföldum aðferðum, ódýrum búnaði og takmarkaðri sérfræðikunnáttu. Skýrsla þessa efnis var gefin út eftir að framkvæmdar höfðu verið nákvæmar rannsóknir á efninu. Niðurstöður vísindamann- anna staðfesta kenningar banda- rísku alríkislögreglunnar um að miltisbrandurinn hafi verið framleiddur af leikmönnum. Rannsóknin vekur þó talsverðan ugg þar sem hún gefur til kynna að hryðjuverkasamtök á borð við al Kaída geti með einföldum hætti búið til banvæn sýklavopn án fjárhagslegs stuðnings utan- aðkomandi aðila. ■ FARALDUR, AP Tvö Asíuríki hafa bæst í hóp þeirra átján landa þar sem upp hafa komið tilfelli heil- kennis alvarlegrar bráðrar lungnabólgu. Yfirvöld í Indónesíu tilkynntu að breskur kaupsýslu- maður hefði greinst með sjúk- dóminn. Á Filippseyjum var er- lendur ferðamaður á lagður inn á spítala þegar hann sýndi einkenni HABL. Báðir mennirnir höfðu ný- lega ferðast til Hong Kong. Í Hong Kong hafa yfirvöld ákveðið að banna fólki sem um- gengist hefur sýkta einstaklinga að yfirgefa borgina. Þegar hefur hundruðum manna verið gert að halda sig heima í tilraun til þess að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Strangt eftirlit er haft með því að fyrirskipunum yfirvalda sé fram- fylgt. Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna hefur varað almenning við því að ferðast til Kína. Ástæðan er meðal annars sú að kínversk yfir- völd hafa tilkynnt að allir sem sýni einkenni HABL verði lagðir inn á sjúkrahús. ■ FARALDUR „Fólk hefur hringt nokk- uð út af lungnabólgufaraldrinum, en lítið er um að fólk leiti til lækn- is,“ segir Sigurður Guðmundsson landlæknir um viðbrögð við til- mælum Landlæknisembættisins um að fólk sem komi frá svæðum þar sem faraldurinn hefur komið upp leiti læknis verði það vart við einkenni. Faraldurinn hefur komið upp í þremur löndum, Kína, Kanada og Singapore. Sigurður segir ekki ástæðu til að óttast. Aðeins fólk sem komi frá þessum svæðum og verði vart öndunarfærasýkingar hafi ástæðu til að láta athuga sig, það séu tilmælin. „Meðgöngutími sjúkdómsins er frá tveimur eða þremur dögum upp í sjö daga. Ef tíu dagar eru liðnir frá því fólk kom frá ein- hverju þessara svæða og það er að fá einhver einkenni er það ekki þessi sjúkdómur,“ segir Sigurður. Hann segir engar nýjar upplýs- ingar komnar um eðli, orsök eða útbreiðslu sýkingarinnar. Ýmsar vangaveltur séu hins vegar uppi. „Líklega er þetta ný veira, hugs- anlega breytt corona-veira sem veldur venjulegu kvefi. Hún gæti hafa fengið erfðaefni í sig frá ein- hverjum öðrum sýklum, einhvers konar stökkbreyting með íblönd- un við aðra sýkla og hefur klam- idía til dæmis verið nefnd,“ segir Sigurður. „Margir faraldrar hafa gengið í gegnum söguna. Þeir hafa yfirleitt breiðst út frá einum stað til annars þar sem fólk ferðaðist helst fót- gangandi eða á hestum. En nú sjá- um við hvernig nútímafaraldur breiðist út. Mikið erfiðara er að sjá útbreiðsluna fyrir. Það tekur mið af því hvernig við ferðumst og því eru tengsl milli Kanada, Kína og Singapúr án þess að smit finnist þar á milli, segir Sigurður. ■ Jose Maria Aznar: Sakaður um hryðjuverk FORSÆTISRÁÐHERRA Í VANDA Spænskir ljósmyndarar sem venjulega vaka vel yfir Aznar í þinginu sneru baki við honum og héldu á lofti mynd af myndatökumanni sem bandarískir hermenn skutu til bana. Fáir leitað læknis vegna lungnabólgufaraldurs: Ekki ástæða til að óttast Hong Kong boðar hertar aðgerðir: Tvö ný ríki bætast í hópinn BÍÐA VIÐSKIPTAVINA Afgreiðslufólk bíður eftir viðskiptavinum í tómri snyrtivöruverslun í verslunarmiðstöð í Hong Kong. Verslunarmiðstöðin tilheyrir húsaþyrpingu þar sem upp hafa komið nokkur tilfelli heilkennis alvarlegrar bráðrar lungnabólgu. MIKILL ÓTTI ÁSTÆÐULAUS Nú sést hvernig nútímafaraldur breiðist út með tilliti til nýrra ferðahátta. Rannsóknir á miltisbrandi: Einfaldur í framleiðslu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.