Fréttablaðið - 14.04.2003, Síða 14

Fréttablaðið - 14.04.2003, Síða 14
Það er með ólíkindum hversu mik-il hreyfing er á fylgi flokkanna þessa dagana – og aðeins tæpur mánuður til kosninga. Þessar sveifl- ur hafa gefið mörgum tilefni til að efast um mælistikurnar; skoðana- kannanir. Auðvitað má efast um að niðurstöður hverrar tiltekinnar könnunar séu hárnákvæm staða dagsins. Því heldur enginn fram. Allar kannanir hafa skekkjumörk. En það er ekkert við framkvæmd kannana í dag sem er með öðrum hætti en áður. Það sem er sérstætt er hið mikla rót á kjósendum. Stjórnmálin á Íslandi í dag eru dei- gla. Kjósendur virðast í fyrsta lagi tilbúnir í breytingar og vegur þar líklega þungt að engin sér- stök vá er fyrir dyr- um. Það er í slíku andrúmi sem kjós- endur halla sér að hinu þekkta og ör- ugga. Og þó lítill ágreiningur sé milli flokka og manna um almennar for- sendur efnahagslífsins er sú skoðun útbreidd að mörg mál bíði almenni- legra úrlausna; velferðarmálin og kvótamálið, svo dæmi séu tekin. Og svo er ríkisstjórnin óvinsæl. Þá má vera að einhverjum finnist það ósanngjarnt – en þannig er það nú samt. En kjölfestan í ríkisstjórnarsam- starfinu – Sjálfstæðisflokkurinn – er í uppsveiflu. Hann stekkur úr 35 pró- senta fylgi í 39 prósent milli vikna. Og hver er ástæðan? Fall Bagdad var jákvæðari tíðindi fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins en flesta aðra. Því lengur sem umræðan í kosninga- baráttunni snýst um skatttilboð græðir Sjálfstæðisflokkurinn. Hann býður best og nýtur þess að vera sá flokkurinn sem þjóðin treystir al- mennt best í efnahagsmálum. Og svo má vera að tiltölulega veik útkoma flokksins í könnunum undanfarinna vikna sé einfaldlega að skila dyggari stuðningsmönnum heim. Framsókn situr hins vegar föst í tæplega 9 prósenta fylgi. Það verð- ur að teljast ömurleg staða fyrir þennan flokk, sem sögulega sættir sig illa við að fara undir 20 prósenta fylgi. Ég held að sú ákvörðun flokksforystu Framsóknar að standa fast með núverandi ríkis- stjórnarsamstarfi sé meginskýring þessarar vondu stöðu. Forystan of- mat fylgi stjórnarinnar meðal þjóð- arinnar og jafnvel enn frekar að litli aðilinn í stjórnarsamstarfi geti afl- að atkvæða út á festu og öryggi í stjórnarathöfnum – ef þjóðin hefði þá trú á slíku. Samfylkingin dunkar nú milli vikna. Fer úr um 35 prósenta fylgi niður í 31 prósent. Ástæðan er án efa sú að frá Samfylkingunni hefur ekki mikið komið. Flokkurinn ætlar jú að lækka skatta, en ekki eins mik- ið og hinir. Hann er jú til í að breyta kvótakerfinu, en ekki eins mikið og Frjálslyndir. Samfylkingin er jú á móti stríðinu í Írak, en ekki eins mikið og Vinstri grænir. Samfylk- ingin er óðum að þróast í að verða eins konar McDonalds-hamborgari. Það finnst engum þeir beint vondir en engum heldur reglulega góðir. Vinstri grænir eru nú komnir í þá stöðu að þurfa að berjast fyrir að halda í kjörfylgi sitt og slíkt þykir ekki hetjuleg staða fyrir stjórnar- andstöðuflokk. Tillögur Vinstri grænna og framtíðarsýn ná ekki til stærri hóps. Þeir eru í raun á skjön við stjórnmálaumræðu í Evrópu eft- ir fall múrsins – og eru stoltir af því. Þá kemur að spútnikkum undan- farinna vikna. Frjálslyndir bæta enn við sig og mælast nú með 10,5 prósenta fylgi. Frjálslyndir eru þriðji stærsti flokkurinn í dag. Fylgi sitt geta þeir þakkað hinu óvinsæla kvótakerfi, sem engin sátt er um í samfélaginu þrátt fyrir loforð ríkis- stjórnarflokkanna fyrir síðustu kosningar (svo ég rifji nú upp eitt svikið loforð úr því að forsætisráð- herrann var að hvetja menn til að leita þeirra). En Frjálslyndir hafa ýmislegt annað. Þeir hafa hreina fortíð – reyndar enga fortíð – en engin skammarstrik. Og þeir hafa ekki yfir sér þessa vissu um að vita betur sem skín af Samfylkingunni og Vinstri grænum. Fólk óttast því ekki vanhugsaðar umbyltingar á öll- um sviðum. Frjálslyndir hafa yfir sér ímynd heilbrigðrar skynsemi. Vöxtur Frjálslyndra beinir jafn- framt sjónum að því að T-listi Kristjáns Pálssonar og Nýtt afl njóta samanlagt 3 prósenta fylgis í þessari könnun. Borgaraleg um- bótastefna nýtur samkvæmt þessu um 14,5 prósenta fylgis. Það er að- eins 2 prósentustigum undir sam- einuðu fylgi Framsóknar og Vinstri grænna. Þarna – miklu fremur en á hinni illa skilgreindu miðju – ligg- ur vaxtarsvæði stjórnmálanna. All- ir flokkar – jafnt Sjálfstæðisflokk- urinn sem hinir – ættu að huga að því. ■ 14 14. apríl 2003 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Og skjátlaðist okkur þá? Við semandvíg vorum hernaði Banda- ríkjanna og fylgiríkja þeirra á hendur Írökum - vorum við þá bara deig? Vorum við þá eftir allt saman haldin þessum gömlu vin- stri kvillum: að vera á móti öllu sem gert er, sérstaklega ef Banda- ríkjamenn koma þar nærri blinduð af andúð á þessari brjóstvörn lýð- ræðis í heiminum, úrræðalaus gagnvart gerræði Saddams, frá Venus en ekki Mars, eins og ein- hver verður að vera ef heimurinn á ekki að falla í hendur hryðju- verkamönnum eins og Saddam? Skjátlaðist okkur sem aðhyll- umst friðsamlegar lausnir þjóða í milli sé þess nokkur kostur og lít- um á öll stríð sem ósigur fyrir mennina? Ósigur fyrir þá viðleitni að leysa úr ágreiningsefnum þjóð- anna án þess að fara að drepa kon- ur og börn og gamalmenni... Skjátl- aðist okkur? Eflaust í einhverju: en um hvað þá helst? Ef maður vissi það nú – en hitt þykist ég vita í hverju okkur skjátlaðist ekki. Ekki held ég að nokkur maður hafi gert ráð fyrir því að stjórnin í Bagdad myndi standast árásir Bandaríkjamanna og fylgiríkja þeirra, þannig að ekki skjátlaðist okkur um það hvernig stríðið myndi fara. Og ástæða þess að flestir gátu farið nærri um að einungis væri tímaspursmál um fall Bagdad er vitaskuld sú að her- inn ógurlegi sem Vesturlöndum átti að standa slík ógn af var ve- sæll og veikur; gereyðingarvopnin sem biðu þess að öllum heimi yrði grandað voru ekki einu sinni til; hvíta duftið sem Bandaríkjamenn hafa verið æpa af og til um: „Fund- ið!“ eins og barn í Fela-hlut, hefur við nánari athugun reynst vera gamalt Luvil-þvottaefni eða eitt- vað þvíumlíkt, á meðan sveitir Rumsfeld hafa á hinn bóginn beitt táragasi í sínum hernaði sem stríð- ir gegn alþjóðalögum og eru þar með þær einu sem beitt hafa efna- vopnum. Sem sé: á daginn kom að rétt- læting stríðsins reyndist ekki á rökum reist. Bandaríkjunum stóð ámóta ógn af Írak og til dæmis Fiji-eyjum. Engar al-Kæda búðir reyndust í landinu, einungis nokk- ur trúfífl í norðanverðu landinu í skjóli Kúrda. Enginn bjóst við miklu stríði. Ætli flestum hafi ekki einmitt komið hitt á óvart, að Bandaríkja- her skyldi ekki geta þrammað nokkurn veginn óáreittur beina leið til Bagdad fyrstu dagana. Nokkrar sveitir Írakshers sýndu sem sé af sér þá ósvinnu að verj- ast, fréttaskýrendum og kennara- prikahöldum til mikillar undrunar, og varð mönnum á sjónvarpsstöð- unum tíðrætt í því sambandi um fádæma og óhugnanlega hollustu við einræðisstjórnina, jafnvel heilaþvott – rétt eins og her- mennska sé nokkurn tímann nokk- uð annað en markviss endurgerð á mönnum til að verða færir um að drepa. Því hvað sem líður áróðrin- um úr áttaþúsund bandarískum bíómyndum og tölvuleikjum sem dynja á okkur við hvert fótmál þá er það manninum ekki eiginlegt að drepa aðra menn. Hvað þá með allan fögnuðinn á götum úti – hinn glaða múg hróp- andi blessunarorð um Bandaríkin og skyrpandi á mölbrotnar styttur bæjarins sem allar voru af einum og sama manninum? Skjátlaðist okkur ekki þar? Vorum við ekki skeytingarlaus um þá grundvall- arþörf allra manna – burtséð frá siðum og sögu – að búa við vitur- lega og milda stjórnarhætti sem þeir hafa sjálfir kosið sér? Kannski vorum við það. Þrátt fyr- ir að hver stríðsandstæðingurinn eftir annan tæki kyrfilega fram að ekki mælti hann bót stjórnarhátt- um Íraksforseta sem væri hinn versti maður þá kann að vera að undir niðri hafi stundum lúrt sú hugmynd að kannski væri þetta allt tómur áróður um gerræði Saddams, og kannski væri það ekki okkar að dæma um það – þetta væri svo langt í burtu, annað fólk. Og svo framvegis: En stjórn- in stóð á brauðfótum augljóslega, einangruð meðal araba – þótt Bush-stjórninni hafi að vísu tekist á umliðnum vikum að vekja henni mikla samúð í heimshlutanum með umsvifum sínum – og eins og ástandið í landinu er um þessar mundir – þegar óaldaflokkar fara um ránshendi og ekki einu sinni spítalar fá óáreittir að sinna brýn- ustu störfum við björgun manns- lífa og linun þjáninga – þá vakna óneitanlega spurningar um það hvort ekki hafi verið hægt að koma stjórninni frá með öðrum hætti en því að sprengja allt í loft upp, rústa innviðurm samfélags- ins, koma á kaosi, drepa börn, mæður, feður, afa og ömmur - fólk. En sem sé: „við“ unnum. Og skjátlaðist þeim þá ekki sem mæltu gegn því að Íslendingar færu á lista dyggustu stuðnings- þjóða Bandaríkjamanna og tækju afstöðu gegn flest öllum þjóðum Evrópu – og raunar heimsins. Kannski: en við fengum aldrei not- hæfar ástæður fyrir því hvers vegna við ættum að fara á þennan lista. Í ótrúlega drambslegum leið- ara Morgunblaðsins um síðustu helgi þar sem blaðið talaði niður til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eins og hún væri fávís krakki en blaðið sjálft handhafi viskunnar kom ekkert fram annað en að við stæðum í þakkarskuld við Banda- ríkin og okkur bæri því að fylgja þeim að málum, hvað sem öðru liði. Það er augljóslega ekki gild skýring, allra síst hjá þjóð sem sækist eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna. Skjátlaðist okkur þá sem ótt- umst hið versta þegar Banda- ríkjamenn fara að ráðskast með þennan heimshluta, meða Ariel Sharon hvíslandi í eyra veiklund- uðum forseta Bandaríkjanna? Ég vona það. ■ Rottugang- ur í tvenn- um skilningi Ófeigur skrifar: Rottugangur í Reykjavík er aðvalda fólki áhyggjum þessa dagana enda eru þær sóðaskepnur ekki eftirsóknarverður félags- skapur. Þær eru víst að leggja undir sig miðbæinn og skyldi eng- an undra enda hlýtur sollurinn í hnignandi miðborginni að eiga vel við kvikindin sem eru ekki svo frábrugðin miðbæjarrottunum sem leggja allt undir sig að nætur- lagi, ælandi og mígandi út um all- ar trissur á milli þess sem þetta gengur í skrokk hvert á öðru. Rottugangurinn í miðbænum er því ekkert nýmæli og ég fæ ekki séð að það sé mikill munur á tví- fættu rottunum og þeim fjór- fættu. Sóðaskapurinn og óþrifnað- urinn af þessu hyski öllu er eitt- hvað sem hinn almenni borgari getur ekki lengur sætt sig við. Þingmenn Reykjavíkur virðast þó ekki sjá neina ástæðu til þess að gera vanda miðborgarinnar að kosningamáli. Ráðherrar dóms- og heilbrigðismála eru ósýnilegir á meðan rotturnar vaða uppi og fjölga sér eins og kanínur. Það þýðir auðvitað ekkert að treysta á pólitíkusana en getur ekki borgar- stjórinn hugprúði gert eitthvað í þessu? Það hlýtur að vera auð- veldara að losa miðbæinn við rott- ur en að gera æsku landsins háða farsímum. ■ Um daginnog veginn GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um stríðið í Írak. Skjátlaðist okkur? ■ Bréf til blaðsins Haukur Örn Birgisson formaður Frjálshyggjufélagsins Ekki þyngja velferðarkerfið Þegar rætt er um fátækt þá verður í fyrsta lagi að skilgreina hvað fátækt er og eru tvær leiðir til þess. Fyrri leiðin er sú að telja alla þá sem búa við lökustu kjörin fátæka. Samkvæmt því er ljóst að alltaf verður til fátækt, sama hve vel allir einstaklingar þjóðfélags hafa það. Í öðru lagi er miðað við fólk sem þarf að búa við skort á lífsnauðsynjum. Virðist sem Harpa Njáls miði við þá skilgreiningu í sinni bók. Það verður ekki deilt um það að á Íslandi býr fólk við fátækt. Hins vegar má deila um hvaða leiðir eru bestar til að glíma við fátækt- ina. Ég tel að við eigum ekki að þyngja velferðarkerfið og búa þannig til hina einu sönnu fátæktargildru. Fá- tæku fólki er best hjálpað með því að lækka skatta og þá helst á nauðsynjavörum. ■ Harpa Njáls félagsfræðingur 10% þjóðarinnar búa við fátækt Í rannsóknum mínum um fátækt lagði ég út frá al- gildri skilgreiningu á fátækt og fátæktarmörkum. Þá byggi ég mælinguna á skilgreiningum sem félagsmála- ráðneytið hefur sent frá sér um þætti sem fólk þarf til að geta lifað af. Sama skilgreining á við á öllum Norður- löndunum og eins í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Niðurstaðan er sú að milli 7 og 10% þjóðar- innar eiga ekki fyrir nauðþurftum. Um er að ræða líf- eyrisþega og atvinnulausa sem hafa ekki aðrar tekjur en frá hinu opinbera og einnig fólk á lágvinnumarkaði, fólk sem m.a. þiggur laun samkvæmt kjarasamningum Efl- ingar. Niðurstöður mínar sýna að svo fólk geti staðið undir nauðsynlegum framfærsluþætti vantar á milli 40 og 50.000 krónur á mánuði. ■ Fátækt á Íslandi Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Geir er í röngum flokki Það sem Blair hafði, en Ingi- björgu vantar er Gordon Brown – bangsalega, rólynda fjármálaráð- herra þeirra Breta sem minnir einna helst á Geir H. Haarde. Gallinn er að Geir er í röngum flokki. SVANBORG SIGMARSDÓTTIR Á VEFSÍÐUNNI KREML.IS Ástandið skánar Segja má þó, að ástandið hafi skánað. Saddam myrti tugþús- undir, Bush og Blair myrtu þús- undir og ræningjarnir myrða hundruð þessa dagana. Langt kann þó að vera í friðsamt líf hjá Írökum, því reynslan frá Afganistan sýnir, að Bush er sýnna um að koma á stríði en að koma á friði. JÓNAS KRISTJÁNSSON Á VEF SÍNUM JONAS.IS Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um stöðu stjórnmála- flokkanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Engar klárar línur komnar enn ■ Og svo er ríkis- stjórnin óvin- sæl. Þá má vera að einhverjum finnist það ósanngjarnt – en þannig er það nú samt.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.