Fréttablaðið - 14.04.2003, Síða 15

Fréttablaðið - 14.04.2003, Síða 15
15MÁNUDAGUR 14. apríl 2003 VERSLUN Húsfyllir var þegar breska verslunarkeðjan Next opnaði verslun í Kringlunni í fyrradag. Samkvæmt talninga- kerfi í versluninni komu níu þús- und manns í verslunina fyrsta daginn, eða ríflega þrjú prósent þjóðarinnar. Aðsóknin að búðinni er umtalsvert meiri en eigendur hér á landi og forsvarsmenn Next í Englandi bjuggust við og sjálf- sagt fá fordæmi fyrir öðru eins. Verslunin í Kringlunni er fyrsta verslunin sem opnuð er í norðurhluta Evrópu utan Bret- landseyja. Verslunin býður upp á tískufatnað fyrir konur, karla og börn á hagstæðu verði. Verslunin er á 2. hæð þar sem útivistarbúðin Nanoq var áður. ■ ATVINNA „Fækkun atvinnulausra er ekki einungis nýjum störfum að þakka,“ segir Ketill Jósefsson, forstöðumaður Svæðisvinnumiðl- unar Suðurnesja, um fækkun at- vinnulausra á Suðurnesjum. Ket- ill segir að nýverið hafi verið gerðir svokallaðir starfsþjálfun- arsamningar við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu, bæði í einka- geiranum og á vegum sveitarfé- laganna. Hann segir að boðið sé upp á starfsþjálfun frá þremur og upp í sex mánuði. Viðkomandi fyr- irtæki taka starfsmann af at- vinnuleysisskrá og greiða laun og tengd gjöld af viðkomandi starfs- manni á samningstíma. „Okkar draumur og markmið með þessu er að viðkomandi fái áframhaldandi ráðningu en það hefur því miður ekki alltaf orðið,“ segir Ketill. Hann segir atvinnu- leysi vera árstíðabundið á Íslandi, sérstaklega á haustin og fram eft- ir vetri. Hann segir sumarafleys- ingar yfirleitt draga úr atvinnu- leysinu. „Í fyrravor gerðist það að óhemjufjöldi af sjómönnum bætt- ist á atvinnuleysisskrá. Þeim var sagt upp og bátum jafnvel lagt vegna þess að kvótinn var leigður út. Við höfum sjaldan verið með jafn marga á atvinnuleysisskrá yfir sumartímann eins og í fyrra. Ég reyni að vera bjartsýnn hvað sumarið varðar, en þó hafa komið fulltrúar áhafna til okkar og stungið því að okkur að nokkur fjöldi gæti komið inn í maí. Ég hef ekkert í höndunum hvað það varð- ar en starf sjómannsins hefur ver- ið að breytast, það er óöruggara en áður,“ segir Ketill. Ketill segir ýmislegt á seyði og margt jákvætt fram undan í at- vinnumálum. Hann segir að ákveðið hafi verið að stækka fjöl- brautaskólann og von sé á nýrri sorpeyðingarstöð í Helguvík. Ket- ill segir að Kaffitár hafi nú þegar byrjað að reisa nýtt verksmiðju- hús og ýmsar vegaframkvæmdir séu hafnar eða liggi í loftinu. „Sveitarfélögin þyrftu að vinna betur saman og sýna meiri sam- stöðu því það hefur gefist mjög vel þegar þau vinna saman,“ segir Ketill. hrs@frettabladid.is Starfsþjálfun fækk- ar atvinnulausum Gripið hefur verið til starfsþjálfunarsamninga á Suðurnesjum til að fækka atvinnulausum. Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja vill nánara samstarf sveitarfélaga. FRÁ GRINDAVÍK Ýmislegt er á seyði og margt jákvætt fram undan í atvinnumálum. BELGRAD, AP Stjórnarandstæðingar hafa orðið fórnarlömb nornaveiða í stíl kommúnista, segir Vojislav Kostunica, fyrrum forseti Júgóslavíu. Nokkrir samstarfs- menn hans hafa verið sakaðir um að eiga þátt í morðinu á Zoran Djindjic, fyrrum forsætisráð- herra Serbíu. Kostunica neitar öll- um slíkum ásökunum. Um 7.000 manns hafa verið teknir til yfirheyrslu vegna morðsins á Djindjic. Rúmlega þriðjungur þeirra er enn í fang- elsi. Þeirra á meðal eru tveir sam- starfsmenn Kostunica. ■ Leit að morðingjum: Líkist mest nornaveiðum VOJISLAV KOSTUNICA Rannsókn á morðinu á Djindjic tekur á sig mynd kommúnískra nornaveiða. Next í Kringlunni: Þúsundir komu fyrsta daginn FRÁ NEXT Í KRINGLUNNI Við lokun var farið að bera á því að vörur vantaði í ákveðnum númerum, en ný sending af vörum kom í búðina í gær. Nextbúðin í Kringlunni fær vörur með flugi frá Bretlandi þrisvar í viku hverri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.