Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.04.2003, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 14.04.2003, Qupperneq 21
MÁNUDAGUR 14. apríl 2003 21 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 CHARLOTTE GRAYkl. 5.45, 8 og 10.20 CRUSH kl. 5.50 og 8 ABOUT SCHMIDT kl. 5.45 ABRAFAX OG SJÓRÆNINGJARNIR kl. 4 FINAL DESTINATION kl. 8 og 10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 12 ára Sýnd kl. 10.10 THE HOURS b.i. 12 kl. 8 CHICAGO b.i. 12 kl. 8 Sýnd kl. 10 b.i. 14 ára Sýnd kl. 5.50 og 10 b.i. 12 ára COMEDIAN kl. 6 EL CRIMEN DEL PADRE AMAR kl. 6 NAQOYQATSI kl. 6 GOOD GIRL kl. 8 GAMLE MÆND I NYE Biler kl. 8 HEAVEN kl. 10.20 SPIDER kl. 10.20 KVIKMYNDAHÁTIÐ 101 Leikkonan Angeline Jolie hefurlofað að borga 5 milljónir doll- ara til yfirvalda í Kambódíu á næstu 15 árum í þeim tilgangi að búa til friðaðan griðastað fyrir villt dýralíf í landinu. Um er að ræða 49 þús- und ekrur af skóglendi í norðvesturhluta lands- ins. Leikkonan heillaðist mikið af landinu þegar hún heimsótti það við tökur á fyrri „Tomb Raider“- kvikmyndinni sem fjallaði um æv- intýri Löru Croft. Bíl leikarans Sean Penn var ræntfyrir helgi. Í honum voru meðal annars tvær byssur sem voru í eigu leikarans. Leikarinn sat að snæðingi á veitingahúsi um miðjan dag þegar einhver fingralangur einstaklingur skellti sér inn í bíl hans, bak við stýrið og keyrði burt. Ef þið finnið svartan Buick Grand National með tveimur skammbyssum í hanskahólfinu, vinsamlegast hafið samband við leikarann. Breska tónlistarmanninum CraigDavid brá heldur í brún er hann mætti á tónleikastað í Glas- gow þar sem tónleikar hans höfðu verið auglýstir. Ástæðan var sú að „tónleikastaðurinn“ var ferja sem tók aðeins 250 manns. Um var að ræða einkateiti sem útvarpsstöð í bænum hafði planað. Hlustendur hringdu inn og kepptu um miða í samkvæminu. David lét þetta ekki á sig fá, tók lagið og skemmti sér konunglega með gestunum. Leikarinn Russell Crowe og eig-inkona hans Danielle Spencer keyptu dýrustu fasteign sem völ var á í Sydney. Húsið er á efstu hæð háhýsis sem liggur við hina heimsfrægu höfn borgarinnar. Leik- arinn borgaði um 640 milljónir ís- lenskra króna fyrir íbúðina. Dub-tónlist hefur skotið uppdreymandi kolli sínum annað slagið frá því að King Tubby og fé- lagar fikruðu sig freðnir áfam með delay-tæki sín í heimahljóðverum á Jamaíka í lok sjöunda áratugarins. Síðustu árin hefur hreinræktað dub ekki verið auðfengið. Aðallega hafa áhrif þess heyrst hér og þar í öðrum stefnum, til dæmis mikið í triphoppi og elektróník. Tilkoma raftónlistarmannsins Deadbeat, sem kemur frá Kanada, hlýtur því að teljast ánægjuefni. Frumraun hans, „Wild Life Documentaries“, hefur allt það sem góð dub-plata þarf að hafa til brunns að bera og meira til. Tónlist hans er þægilegur og heillandi sam- bræðingur dubs og ambients. Ég fékk nánast víðáttubrjálæði að renna þessari plötu í gegn þar sem hljóðheimurinn er stærri en rúm- mál Smáralindar. Skrjáf-rafhljóðin renna sér til hægri, vinstri, upp og niður í gegnum hafssjó endurvarps- ins og einfaldar laglínurnar gera meira fyrir andlega líðan hlustand- ans en nálastunguaðferðin. Á meðan ég er að skrifa þetta er ég með heyrnartólin á höfðinu og því staðsettur inni í miðju tónhaf- inu. Ég er orðinn svo rosalega af- slappaður við hlustunina að ég er byrjaður að slefa á lyklaborðið og er alveg við það að so... zzz... zzz... zzz... hmmm... svíííífaaandi skýý... Birgir Örn Steinarsson DEADBEAT: Wild Life Documentaries Umfjölluntónlist Eins og þægilegt andvarp Rapparinn Snoop Dogg komstnærri dauða sínum á fimmtu- dagskvöldið síðasta. Hann var að keyra í glæsibifreið sinni í miðbæ Los Angeles þegar þrír menn í nálægum bíl hófu skothríð. Allir mennirnir þrír tóku þátt í því að skjóta á bíl rapparans og greinilega um skipulagt morðtilræði að ræða. Einn tilræðismannana er sagður hafa kallað nafn rapparans áður en kúlnahríðin hófst. Rapparinn hafi neitað að sýna sig og eftir það rigndi kúlum á bifreiðina. Í bíl Snoop voru sjö lífverðir og meiddist einn þeirra mikið. Snoop, sem heitir réttu nafni Calvin Broadus, er sagður ómeiddur. Enn sem komið er hefur enginn verið handtekinn fyrir tilræðið. Snoop Dogg var fyrsti rappar- inn sem upptökustjórinn Dr. Dre tók undir sinn verndarvæng. Sam- an gerðu þeir tímamótaplötuna „Doggystyle“ árið 1993. Snoop varð á skömmum tíma einn vinsælasti rappari Bandaríkjanna en hefur átt í erfiðleikum með að halda í vin- sældir sínar eftir að samstarfi hans og Dr. Dre lauk. Síðasta plata hans „Paid tha Cost to Be da Bo$$“, sem kom út í fyrra, þótti hans best heppnaða í mörg ár. Vinsældir hans hafa svo farið ört vaxandi að nýju eftir að rapparinn tók að sér að gera gamanþætti fyr- ir MTV-sjónvarpsstöðina. Hann hefur einnig reynt að fóta sig í kvikmyndaleik með misjöfnum ár- angri. ■ Snoop Dogg: Slapp ómeiddur frá morðtilræði SNOOP DOGG Komst nálægt því á fimmtudag að uppfylla spádóm textans „Murder Was the Case“. ■ TÓNLIST

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.