Fréttablaðið - 14.04.2003, Page 23

Fréttablaðið - 14.04.2003, Page 23
MÁNUDAGUR 14. apríl 2003 SJÓNVARP Samtök sjónvarpsfrétta- stofa hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau biðja Íraksher og Bandaríkjaher um aukinn skiln- ing og virðingu fyrir vinnu þeirra. Þau hvetja báðar hliðar til að vernda fréttamenn til þess að sannleikurinn komist rétt til skila. „Í stríði verða margir saklaus- ir einstaklingar að fórnarlömbum, en við höfum sérstökum skyldum að gegna gagnvart þeim sem kjósa að setja í hættu þá hugsjón að halda heimssamfélaginu vel upplýstu,“ segir í tilkynningunni. „Fjölmiðlafólk er reiðubúið til þess að hætta lífi sínu vegna þess að það er sannfært um að deilur á milli samfélaga leysist betur ef fólk fær tækifæri til að meta að- stæður út frá staðreyndum.“ Tíu fjölmiðlamenn hafa látist í Íraksstríðinu og tveggja er sakn- að. Stærsti hluti þeirra hefur ver- ið tökumenn og fréttaskýrendur. Allir höfðu reynslu af því að segja fréttir frá stríðssvæðum. Á þriðjudag létust þrír í Bagdad þegar skot úr bandarísk- um skriðdreka kom niður á hótel þar sem hundruð blaða- og frétta- manna gistu. ■ Samtök sjónvarpsfréttastofa: Biðja um vernd SADDAM FELLDUR AF STÓLI Tíu fjölmiðlamenn hafa látist í stríðsátök- unum í Írak. Fréttastofur hvetja til virðingar fyrir vinnu fjölmiðlamanna. STJÖRNULÍF Kiefer segist sjálfur hafa lifað lífinu hratt og að hann hafi ekki getað beðið eftir að full- orðnast. „Ég hætti í skóla þegar ég var 15 ára og ákvað ári seinna að verða leikari,“ segir hann í ný- legu viðtali. „Svo gifti ég mig 19 ára, eignaðist barn og skildi.“ Fyrsta eiginkona Kiefers var leikkonan Camelia Kath, sem er tólf árum eldri en hann, og þau eru enn góðir vinir. Leikarinn hefur alltaf verið eftirlæti slúðurdálkahöfunda og fátt hefur vakið meira umtal en fyrirhuguð gifting hans og Juliu Roberts árið 1991. Julia aflýsti brúðkaupinu þremur dögum fyrir brúðkaupsdaginn og hljópst á brott til Írlands með vini sínum Jason Patric. Kiefer sat eftir með sárt ennið og harðneitaði að ástæðan fyrir brotthlaupi brúðar- innar væri hans eigið framhjá- hald. Leikarinn fann svo ástina aftur árið 1996 og þá með súper- módelinu Kelly Winn. Það hjóna- band entist í þrjú ár. Undanfarið hefur gengið orðrómur um að Kiefer eigi í ást- arsambandi við listakonuna Catherine Bisson, en hann segir engan fót fyrir því. „Við erum góðir vinir, það er allt og sumt.“ Nú er Kiefer sem sagt á lausu og þrátt fyrir langan vinnudag við upptöku á sjónvarpsþáttunum 24 er hann mikið á djamminu. „Ég á ekki í neinni baráttu við áfengið,“ segir hann. „Mér finnst einfald- lega gaman að skemmta mér og drekk auðvitað stundum of mikið. En ég er búinn að leika í 40 kvik- myndum og hef aldrei komið of seint í vinnu. Ég á ekki við vanda- mál að stríða.“ Þrátt fyrir að Kiefer sé sérlega fallegur og sexý segist hann dauð- hræddur við að reyna við stelpur. „Það endar yfirleitt með ósköp- um. Þó ég reyni að brosa og vera eðlilegur verð ég máttlaus í hnjánum og alltaf hálf hallæris- legur.“ Hann segist ekki verða auð- veldlega ástfanginn, en þegar það gerist á annað borð sé hann ást- fanginn upp fyrir haus. „Ég heill- ast af góðum konum. Sterkar og góðar konur eru kynþokkafyllst- ar,“ upplýsir Kiefer Sutherland. ■ 24 stunda partýtröll Kiefer Sutherland, sem nú gleður áhorfendur Stöðvar 2 sem leyniþjónustumaðurinn Jack Bauer í 24 Hours, er einhleypur og sérlega liðtækur á djamminu. Hann þvertekur þó fyrir að hann eigi við áfengisvandamál að stríða. KYNÞOKKAFULLUR SJARMÖR Kiefer Sutherland er á lausu núna og tíður gestur á skemmtistöðunum. Dómstóll í Hollandi: Táfýlu- maður dæmdur FÓTAFNYKUR 39 ára Hollendingur í Delft, sem var ákærður fyrir að fara ítrekað inn á bókasafn í bæn- um á illa lyktandi sokkaleistum, áfrýjaði málinu og tapaði. Ekki nóg með það heldur var sektin þyngd um helming. Maðurinn mun hafa látið kvart- anir safnvarðar og gesta sem vind um eyru þjóta og hélt áfram að koma á bókasafnið í táfýlusokkun- um, öðrum til sárrar gremju. Hann var dæmdur til að greiða rúmar fimm þúsund krónur í sekt, en nú hefur upphæðin sem sagt verið tvöfölduð. Maðurinn er ekki sáttur við niðurstöðuna og ætlar með málið fyrir æðri dómstóla í Hollandi. „Ég þekki minn rétt,“ segir hann, „og gefst ekki upp fyrir teprunum.“ ■ NATALIE IMBRUGLIA Söngkonan Natalie Imbruglia var glæsileg er hún mætti til frumsýningar gaman- myndarinnar „Johnny English“ í Empire- kvikmyndahúsinu við Leicester Square í London á sunnudaginn fyrir viku. Eins og margir vita er þetta nú ekki í fyrsta skipti sem stúlkan fetar leiklistarbrautina því hún var lengi með hlutverk í áströlsku sápuóp- erunni „Nágrannar“. BÓKAORMUR DÆMDUR Hollenskur bókaormur var dæmdur til að greiða 5 þúsund krónur í sekt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.