Fréttablaðið - 14.04.2003, Page 30
Björn Bjarnason er í jötunmóðþessa daganna og fer mikinn á
heimasíðu sinni, www.bjorn.is. Hann
skýtur enn þungum skotum að fólki
sem starfar við fjölmiðla. Undir
pistlinum „Traust eða tækifæris-
mennska í stjórnmálum og fjölmiðl-
um segir Björn meðal annars:
„Ég sé, að á pressan á strik.is,
hina deyjandi og rykföllnu vefsíðu,
sem Ásgeir Friðgeirsson, frambjóð-
andi Samfylkingarinnar, stýrir,
skrifar Hallgrímur Thorsteinsson,
þáttarstjórnandi í útvarpi Sögu,
pistil og gefur til kynna, að þessi
gagnrýni mín á ríkisútvarpið missi
marks, af því að ég sinni stjórnmála-
störfum og sé auk þess sjálfstæðis-
maður.“
Eftir að hafa bent á villur í rök-
stuðningi Hallgríms segir Björn:
„Hún breytir auðvitað engu um
rétt minn til að gagnrýna efni í ríkis-
útvarpinu eða öðrum fjölmiðlum, ef
mér þykir ástæða til þess.“
30 14. apríl 2003 MÁNUDAGUR
FASTEIGNASALI „Það eru minni pening-
ar í þessu en maður hélt. En fyrir
duglega menn getur lífsafkoman
verið góð en það gerist ekkert af
sjálfu sér,“ segir Björn Þorri Vikt-
orsson, formaður Félags fasteigna-
sala, sem fundaði með sínu fólki á
dögunum um menntunarmál fast-
eignasala og kröfur sem til þeirra
eru gerðar. Björn vill auka kröfurn-
ar og ætlar að fylgja þeirri skoðun
sinni fast eftir í samráði við dóms-
málaráðuneytið.
Björn er lögfræðingur að mennt
og byrjaði í fasteignasölunni þegar
hann var að leita sér að sumarvinnu
á háskólaárunum: „Mér fannst þetta
spennandi og svo festist ég í þessu,“
segir hann. Uppalinn á Akranesi en
rekur ættir sínar í Skagafjörðinn
þar sem hann var í sveit í 14 sumur
á Hvíteyrum í Lýtingsstaðahreppi:
„Þar lærði ég að vinna og fór á hest-
bak daglega. Eiginlega synd að
krakkar fari ekki lengur í sveit. Þar
er ekkert lengur fyrir þau að gera,
allt fullt af vélum og hreinlega
hættulegt,“ segir Björn sem rekur
fasteignasöluna Miðborg við Suður-
landsbraut í samvinnu við aðra.
Kvæntur Salvöru Lilju Brandsdótt-
ur og saman eiga þau þrjú börn;
tvær stelpur og einn strák:
„Konan mín er matreiðslumeist-
ari og var yfirkokkur á Grand hót-
eli. En með þrjú börn er of mikið að
sinna því öllu. Hún býr til fínan
mat heima og þess nýt ég til fulls
eins og sjá má á ístrunni á mér,“
segir formaður Félags fasteigna-
sala sem hvílir bein og huga með
því að ferðast um hálendið á sínum
fjallajeppa ásamt fjölskyldu. Þar
finnur hann hvíld frá argaþrasi
fasteignasölunnar og hugsar sitt
ráð. Eins og vera ber. ■
Persónan
BJÖRN ÞORRI VIKTORSSON
FORMAÐUR FÉLAGS FASTEIGNASALA
■ hefur vissar áhyggjur af þeim kröfum
sem gerðar eru til stéttarinnar. Því ætlar
hann að breyta - og bæta.
Imbakassinn
Með yfirkokk á heimilinu
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
2
00
3Fæst um land allt
Dreifingaraðili:
Tákn heilagrar
þrenningar
Til styrktar
blindum
BJÖRN ÞORRI VIKTORSSON
Hugsar sitt ráð í fjallajeppa á hálendinu
með konuna sér við hlið og börnin í aftur-
sætinu.
TEKIÐ Á ÓÞEKKT
Hjalti Sölvason, starfsþróunarstjóri Nýherja, segir fyrirtæki geta gert ýmislegt til að draga
úr líkum á því að starfsmenn séu óþekkir í vinnunni.
STARFSMANNAMÁL Óþekkt er ekki
bundin við æskuna. Hún fylgir
okkur mannfólkinu alla tíð. Hjalti
Sölvason, starfsþróunarstjóri hjá
Nýherja, hefur velt fyrir sér
óþekkt á vinnustöðum. „Óþekkt á
vinnustað er það sem starfsmenn
gera í vinnutíma sem er ekki ætl-
ast til þess að þeir geri,“ segir
Hjalti. „Þetta er frjálsleg þýðing á
enskum bókartitli, Organizational
Misbehaviour.“
Einn höfunda bókarinnar, Paul
Thompson, var einmitt kennari
Hjalta í Edinborg. Hann segir að
þeir skilgreini óþekktina í bókinni
mjög breitt; allt frá því að vinna
ekki nógu vel upp í það að vinna
ekki þau verk sem á að vinna. Sum
óþekktin sé lögbrot, en önnur sé
lögleg en stangist á við almennt
siðferði. „Það er ekki ólöglegt að
koma af stað kjaftasögu, en það er
ekki siðlegt.“
Óþekktin hefur ýmist birtingar-
form. Stríðni og rógburður eru
eitt, en alvarlegasta stigið er ein-
elti. Þjófnaður og skemmdarverk
eru einnig dæmi um óþekkt á
vinnustað. Algengari dæmi
óþekktar eru hins vegar óhófleg
notkun síma, tölvupósts og
skreppitúra sem eru í óþökk at-
vinnurekanda.
Hjalti segir orsakir óþekktar
vera viljann til að ráða sér sjálfur.
„Þetta er ákveðin sjálfstæðisbar-
átta. Sumir finna hjá sér löngun til
að brjóta reglurnar.“ Hann segir
einnig algengt að erfiðleikar í
einkalífi brjótist út í óþekkt að
vinnustaðnum. Fólk taki með sér
vanlíðan í vinnuna. „Ástæðan get-
ur líka verið óánægja með laun eða
stefnu fyrirtækis.“
Hjalti segir rót óþekktar einnig
geta legið hjá fyrirtækinu sjálfu.
„Samband yfirmanns og starfs-
manns hefur mikið að segja. Því
betra samband milli starfsmanns
og yfirmanns, því minni líkur eru á
óþekkt starfsmanns.“
haflidi@frettabladid.is
Vinnustaðurinn
■ Óþekkt er fyrirbæri sem kemur fyrir
á mörgum vinnustöðum. Óþekkt er allt
frá smávægilegu slugsi upp í glæpsam-
lega hegðun.
Hvað er steikin að gera í
rúminu, Runólfur?
Það á að láta hana liggja
í tuttugu mínútur!
af fólkiFréttir
Óþekktarangar
vinnustaðarins