Fréttablaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 4
4 12. maí 2003 MÁNUDAGUR Var þetta spennandi kosninga- nótt? Spurning dagsins í dag: Ertu ánægð(ur) með úrslit kosning- anna? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 40% 60% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Kristján Möller ánægður með stuðninginn: Vissi að þetta yrði tvísýnt KOSNINGAR „Ég er mjög sáttur og kátur með þessa viðbót sem við fáum í þessu kjördæmi,“ sagði Kristján Möller, þingmaður Samfylkingar í Norðausturkjör- dæmi. „Við sjáum að það er grundvöllur fyrir því að búa til sterkan jafnaðarmannaflokk.“ Þrátt fyrir að Framsókn fengi áberandi mestan stuðning fólks í kjördæminu bætir Samfylking talsverðu við sig frá síðustu kosningum og fær jafnmörg at- kvæði og Sjálfstæðisflokkurinn. „Við settum okkur það tak- mark að komast upp fyrir 30 prósent og það náðist. Við erum að bjóða fram í fyrsta skipti. Síð- ast vorum við kosningabandalag fjögurra flokka og því er þetta stórmerkilegur árangur í því ljósi.“ „Mér er efst í huga þakklæti til okkar stuðningsmanna í mínu breytta kjördæmi og allra þeirra sem tóku þátt í þessari baráttu með okkur. Nýja kjördæmið er stórt og enginn leikur að nálgast kjósendur á öllum stöðum, en þetta hafðist.“ ■ Dramatík í Reykjavík Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var inni þar til klukkan rúmlega níu í gær- morgun. Framsóknarmaðurinn Árni Magnússon skaust þá upp fyrir hana. Frjálslyndir fengu ekki mann. KOSNINGAR Kosningin í Reykjavík- urkjördæmi norður var mjög dramatísk. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, forsætisráðherraefni Sam- fylkingarinnar, var inni allt þar til klukkan rúmlega níu í gærmorgun, þegar framsóknarmaðurinn Árni Magnússon ýtti henni út. Framsóknarflokkurinn vann þónokkurn sigur í kjördæminu, þar sem hann fékk tvo menn kjörna. Skoðanakannanir höfðu sýnt að jafnvel Halldór Ásgrímsson væri tæpur á að komast inn, en þegar talningu var lokið stóð Framsókn- arflokkurinn uppi með tvo menn kjörna í R e y k j a v í k norður og einn í Reykjavík suður. Þó Ingi- björg Sólrún hafi ekki náð á þing fékk Sam- fylkingin átta menn kjörna í Reykjavíkur- kjördæmunum tveimur, og eru þrír þeirra að setjast á þing í fyrsta skiptið. Össur Skarp- h é ð i n s s o n skákaði Davíð Oddssyni í R e y k j a v í k norður með því að ná fyrsta sætinu þar. Næstu menn inn í báð- um kjördæmunum voru Samfylk- ingarmenn. Sjálfstæðisflokkurinn, sem fékk tæp 46% þegar Reykjavík var eitt kjördæmi fyrir fjórum árum, tap- aði töluverðu af því fylgi núna. Flokkurinn fékk tæp 36% í Reykja- vík norður og 38% í Reykjavík suð- ur. Alls fengu sjálfstæðismenn níu þingmenn kjörna, þar af þrjá sem eru að setjast á þing í fyrsta skipt- ið. Hinir nýju þingmenn flokksins eru allt ungir karlmenn. Þeir taka sæti þriggja kvenna sem hafa setið á þingi fyrir flokkinn, en þær eru Lára Margrét Ragnarsdóttir, Katrín Fjeldsted og Ásta Möller. Vinstri grænir fengu samtals tvo menn kjörna í Reykjavík og það þýðir að Kolbrún Halldórsdótt- ir og Ögmundur Jónasson halda þingsætum sínum. Úrslit kosning- anna í Reykjavík voru nokkur von- brigði fyrir Frjálslynda flokkinn því hvorki Margrét Sverrisdóttir né Sigurður Ingi Jónsson náðu kjöri. Nýtt afl fékk 1,3% í Reykja- vík norður og 1,4% í Reykjavík suður. trausti@frettabladid.is FRÁ GAZA Íbúðarhús í rúst eftir árásir ísraelskra her- manna. Powell á ferð um Vestur- bakkann. Friðarferlið af stað JERÚSALEM, AP Ísraelskar hersveitir réðust inn í þorp á heimastjórnar- svæði Palestínu og palestínskur byssumaður drap vegfaranda á sama tíma og Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti báðar þjóðir til að ganga til samninga um frið á svæðinu. Powell var á Vesturbakkanum á fundi með forsætisráðherra Palestínu, Mahmoud Abbas, til að þrýsta á um að Palestínumenn gengu eftir að svokallað „vega- kort til friðar“ yrði virt af hálfu Palestínumanna. Hefur hann lof- að að beita Ariel Sharon sams kon- ar þrýstingi en Sharon hefur látið hafa eftir sér að Ísraelsmenn ætli ekki að hætta baráttunni gegn hryðjuverkamönnum sem undan- farin ár hafa sprengt, skotið og limlest fleiri hundruð manns í landinu. ■ NORÐUR-ÍRLAND Upp komst um háttsettan breskan njósnara. Upp kemst um síðir: Breskur njósnari á flótta ÍRLAND, AP Bresk blöð skýra frá því að einn helsti njósnari Breta inn- an IRA, írska lýðveldishersins, sé á flótta eftir að upp um hann komst innan samtakanna. Njósnarinn er einn af örfáum breskum njósnurum sem tekist hefur að koma sér fyrir í innsta hring samtakanna. Hann reis hátt og var orðinn sérlegur öryggis- fulltrúi í Lýðveldishernum, þeim sama og hann njósnaði um, á skömmum tíma. Háttsettir lögreglumenn í N-Ír- landi staðfesta að „Steikarhnífur,“ sem er dulnefni njósnarans, hafi flúið og sé nú undir verndarvæng bresku leyniþjónustunnar. ■ Afar ólíklegt að útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmum breyti úrslitum kosninganna: Um 1.000 kjörseðlum Samfylkingar breytt KOSNINGAR Um 1.000 kjörseðlum Samfylkingarinnar í Reykjavíkur- kjördæmi norður var breytt með því að færa menn upp eða strika út aðra, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Helst var það nafn Helga Hjörvar sem var strikað út og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir færð ofar á listann. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að um 500 kjörseðlum sjálfstæðismanna hafi verið breytt. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins var helst verið að strika út nafn Davíðs Oddsson- ar, Björns Bjarnasonar og hinna ungu frambjóðenda flokksins. Um 250 kjörseðlum Vinstri grænna var breytt. Sveinn Sveinsson, í yfirkjör- stjórn Reykjavíkurkjördæmis suður, segir að breytingar og út- strikanir á kjörseðlum hafi verið um 800 til 900 í Reykjavík suður. Hann segist ekki hafa upplýsingar um það hverja var verið að strika út. Ríkisútvarpið greindi frá því að nokkuð hafi verið um að nöfn Sólveigar Pétursdóttur, Marðar Árnasonar og Jóhönnu Sigurðar- dóttur hafi verið strikuð út. Farið verður yfir kjörseðlana í vikunni, en afar ólíklegt er talið að það muni leiða til breytinga á úrslitum kosninganna. ■ KRISTJÁN MÖLLER Mikið þakklæti til stuðningsmanna. HELGI HJÖRVAR Helst var það nafn Helga Hjörvar sem var strikað út og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir færð ofar á listann. STYRKURINN AFHENTUR Sveinbjörn Ragnarsson, gjaldkeri LNV, og Kristján Örn Kristjánsson, formaður LNV, afhentu Rúnari Birni Pálssyni styrkinn. Sauðárkrókur: Lögreglan afhendir styrk GJÖF Líknar- og hjálparsjóður Landssambands lögreglumanna afhenti í gærdag Rúnari Birni Þorkelssyni og fjölskyldu fjár- styrk. Rúnar Björn féll úr ljósa- staur á Sauðárkóki á nýársdag á þessu ári. Eftir slysið lamaðist hann. Rúnar hefur nú öðlast mátt í hendur og er það meira en búast mátti við í fyrstu. Vonast hann eft- ir því að ná það miklum framför- um að hann geti ekið bíl í framtíð- inni. Það var að frumkvæði lög- reglumanna á Sauðárkróki að líknarsjóðinum var send beiðni um styrk. ■ Hvetur sitt fólk til dáða: Kosningar á Ítalíu í nánd RÓM, AP Silvio Berlusconi, forseti Ítalíu, jós skömmum yfir komm- únista í ávarpi til flokks síns, Forza Italia. Sagði hann þar að brottför hans úr viðskiptaheimin- um í stjórnmál hefði verið nauð- syn til að bjarga Ítölum frá vinstrihreyfingunni á Ítalíu en ekki í eigin þágu, eins og gagn- rýnendur hans hafa haldið fram. Sveitarstjórnarkosningar fara fram á Ítalíu eftir tvær vikur og er stuðningur við Berlusconi og flokk hans í lágmarki eftir að enn ein réttarhöldin hófust vegna meintrar spillingar forsetans. Berlusconi hefur lengi haft ímugust á kommúnistum og hefur varað sterkt við því að þeir komist til valda á Ítalíu. ■ Pakistanar rétta sáttahönd: Tilboð um viðræður PAKISTAN, AP Talsmaður stjórn- valda í Pakistan hefur látið hafa eftir sér að friðarviðræður á milli Indlands og Pakistan geti hafist innan tíðar. „Við getum hafið viðræður fljótlega, von- andi strax í næsta mánuði,“ sagði Rashid Ahmed, upplýs- ingaráðherra Pakistan. Landamæradeilur hafa verið á milli þjóðanna í langan tíma og oft munað litlu að upp úr syði. Báðar þjóðir búa yfir kjarnorku- vopnum sem þær hafa hótað að nota ef aðstæður krefjast. ■ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Formaður Samfylking- arinnar skákaði Davíð Oddssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, í Reykjavíkurkjördæmi norður. Alls fékk Sam- fylkingin átta þing- menn kjörna í Reykja- vík en Sjálfstæðis- flokkurinn níu. Reykjavíkurkjördæmi norður 11 ,6 % 3 5 ,5 % 5 ,5 % 1 ,3 % 3 6 ,3 % 9 ,8 % Úrslit kosninga 2003 Kjördæmakjörnir: Össur Skarphéðinsson S Davíð Oddsson D Bryndís Hlöðversdóttir S Björn Bjarnason D Guðrún Ögmundsdóttir S Guðlaugur Þór Þórðarson D * Halldór Ásgrímsson B Kolbrún Halldórsdóttir U Helgi Hjörvar S * Uppbótarþingmenn: Sigurður Kári Kristjánsson D * Árni Magnússon B * Næstir inn: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir S Ásta Möller D * Nýir þingmenn Reykjavíkurkjördæmi suður 11 ,3 % 3 8 ,0 % 6 ,6 % 1 ,4 % 3 3 ,3 % 9 ,3 % Úrslit kosninga 2003 Kjördæmakjörnir: Geir H. Haarde D Jóhanna Sigurðardóttir S Pétur Blöndal D Ásta Ragnh. Jóhannesdóttir S Sólveig G. Pétursdóttir D Jónína Bjartmarz B Mörður Árnason S * Guðmundur Hallvarðsson D Ögmundur Jónasson U Uppbótarþingmenn: Ágúst Ólafur Ágústsson S * Birgir Ármannsson D * Næstir inn: Einar Karl Haraldsson S Margrét K. Sverrisdóttir F * Nýir þingmenn 2 4 4 1 1 5 4 1 BERLUSCONI Getur ekki liðið kommúnista við stjórn Ítalíu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.