Fréttablaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 6
6 12. maí 2003 MÁNUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 73.53 -0,74% Sterlingspund 117.89 -0,41% Dönsk króna 11.38 0,00% Evra 84.51 0,45% Gengisvístala krónu 118,84 -0,47% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 225 Velta 1.118 milljónir ICEX-15 1.422 0,54% Mestu viðskipti Búnaðarbanki Íslands hf.106.207.202 Sölumiðstöð Hraðfrystih. hf. 99.004.950 Baugur Group hf. 98.625.921 Mesta hækkun Síldarvinnslan hf. 3,26% Baugur Group hf. 2,78% Tryggingamiðstöðin hf. 1,96% Mesta lækkun Olíuverslun Íslands hf. -4,76% Skýrr hf. -3,33% Marel hf. -3,27% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 8604,6 1,3% Nasdaq: 1520,2 2,0% FTSE: 3969,4 1,0% DAX: 2938,1 1,8% NIKKEI: 8152,2 1,5% S&P: 933,4 1,4% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Næstyngsti þingmaðurinn sem kjörinnhefur verið á þing kemur úr Fram- sóknarflokknum. Þingmaðurinn er 24 ára gamall. Hvað heitir hann? 2Atli Eðvaldsson hefur látið af störfumsem landsliðsþjálfari karla í knatt- spyrnu. Ráðinn hefur verið nýr þjálfari til bráðabirgða. Hvað heitir hann? 3Listaverk íslensks listamanns eyði-lagðist á hafnarbakkanum í Reykja- vík þegar það brotnaði. Hver er listamað- urinn? Svörin eru á bls. 38 Mánudaga til Föstudaga Laugardaga kl: 12:00 til 16:00 Opnunartími í sumar: Sími: 514-4407 kl: 13:00 til 18:00 Belgískur þingmaður: Lést við mótmæli BRUSSEL, AP Stjórnarandstöðumað- urinn Paul Van Malderen hneig niður meðan hann tók þátt í mót- mælagöngu gegn stefnu stjórn- valda í umhverfismálum. Van Malderen var fluttur á sjúkrahús. Þar var hann lýstur látinn af völd- um hjartaslags. Um 16.000 manns tóku þátt í mótmælagöngunni, sem fór fram í Ghent. Vika er þar til kosið verð- ur til belgíska þingsins. Van Mald- eren var ekki í framboði sjálfur. ■ Sigurður Kári Kristjánsson: Bíð eftir að byrja ÞINGMAÐUR „Kosninganóttin var mjög spennandi og ég er rosa- lega ánægður með að vera kom- inn á þing, get ekki beðið eft- ir því að byrja,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, fjórði þing- maður Sjálf- stæðisflokks í R e y k j a v í k suður. S i g u r ð u r Kári segir að á heildina litið lítist honum vel á niður- stöðurnar að því leyti að miklar breytingar verði, þar sem ný kynslóð sé að koma inn á Alþingi. Margt ungt fólk komi úr mörgum flokkum og líst honum vel á næstu fjögur ár. Hann segir að væntanlega verði umskiptin mikil og mörg ný sjón- armið komi fram. „Þrátt fyrir að þetta fólk sé ekki allt í Sjálfstæð- isflokknum held ég að unga kyn- slóðin sé frjálslyndari og við komum til með að sjá stuðning við mál sem lúta að auknu frelsi á næstu árum, það er sama hvað- an gott kemur. Ég held að við munum kýla á að vín og bjór fari í búðirnar svo ég taki það sem dæmi,“ segir Sigurður Kári. Sigurður segir því ekki að neita að Sjálfstæðismenn hefðu viljað sjá meira fylgi. Hann seg- ist telja að flokkurinn hafi staðið sig vel síðustu fjögur ár og að tillögur hans hafi verið mjög góðar. „Við erum mjög ánægð með að ríkisstjórnin haldi svo traustum meirihluta. „Mín spá er að ríkisstjórnin haldi áfram, enda er það að mínu mati það besta sem getur gerst að stjórn- in haldi áfram á þeirri leið sem hún hefur verið.“ ■ Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslyndra: Svekktur með fimmta manninn Féll fram af klettum: Lést samstundis BANASLYS Rúmlega tvítugur mað- ur lést eftir að hann féll fram af klettum á Hellissandi rétt eftir miðnætti á föstudag. Maðurinn féll niður fimm metra og er talið að hann hafi látist samstundis. Maðurinn var ásamt gömlum skólafélögum sínum við gleð- skap á skemmtistaðnum Svörtu- loftum. Varð slysið í námunda við staðinn. Mikil geðshræring greip um sig meðal félaga mannsins og fengu þeir allir áfallahjálp. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig slysið varð og er málið í rannsókn. ■ Sturla Böðvarsson ánægður með fylgið: Kom ekkert á óvart KOSNINGAR „Flokkurinn er að uppskera langt, langt undir væntingum á landsvísu,“ sagði Sturla Böðvarsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks í Norð- vesturkjördæmi. Það er eina kjördæmið þar sem flokkurinn hélt í horfinu frá síðustu kosn- ingum. „Stuðningurinn við okkur hér kom ekki á óvart. Ég þekki vel til í kjördæminu og ég er ánægður með þessa niðurstöðu. Okkar fólk vann afskaplega vel fyrir kosningarnar og þegar til kom var listinn afskaplega samhent- ur.“ Skammt er síðan prófkjör flokksins var í uppnámi og ollu niðurstöður þess talsverðum deilum. „Það er eins og gengur að prófkjör eru ekki ávísun á róleg- heit innan flokka en ég lagði mikla áherslu á að ná hópnum vel saman og það tókst. Það eru alls konar aðstæður sem skapa fylgið og ekki hægt að setja samasemmerki á milli kjördæma,“ sagði hann aðspurð- ur um af hverju Sjálfstæðis- flokkurinn hefði tapað talsverðu annars staðar á landinu. „Stjórnin heldur velli og ég geri ekki ráð fyrir öðru en unnið verði á þeim grundvelli.“ ■ Kristján felldi Sjálfstæðisflokkinn Sjálfstæðisflokkurinn hefði að líkindum orðið stærstur í Suðurkjördæmi hefði T-listinn ekki boðið fram. Samfylkingin náði fyrsta sætinu. Eini ráðherra kjördæmisins má láta sér lynda að vera þriðji þingmaður þess. KOSNINGAR Í fyrsta skipti frá kosningunum 1979 kemur fyrsti þingmaður stærsta hluta þess svæðis sem myndar Suðurkjör- dæmi ekki úr röðum Sjálfstæðis- manna. Margrét Frímannsdóttir, varaformaður Samfylkingar, varð fyrsti s t j ó r n m á l a - m a ð u r i n n utan Sjálf- stæðisflokks og Framsókn- arflokks til að vera fyrsti þ i n g m a ð u r s v æ ð i s i n s . Það mátti þó ekki miklu muna að Árni Ragnar Árna- son, efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins, hreppti sætið. Munur- inn á Samfylkingu og Sjálfstæð- isflokki var aðeins hálft prósent, um það bil sjöundi hluti þess fylgis sem fyrrum þ i n g m a ð u r Sjálfstæðis- f l o k k s i n s , Kristján Páls- son, og félag- ar hans í T- l i s t a n u m fengu. S a m f y l k - ingin fylgir góðum sigr- um sínum í bæjarstjórnarkosningum á Suð- urlandi á síðasta ári eftir með því að ná inn fjórum þingmönn- um, einum fleiri en fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur þingmönnum og forystuhlutverki sínu. Hafa verður til hliðsjónar í þessum samanburði að kjördæmamörk voru allt önnur og því miðað við búsetu þingmanna í þessum efn- um. Framsóknarflokkurinn held- ur nokkurn veginn sínum hlut ef fylgi flokksins í gömlu kjör- dæmunum sem mynda Suður- kjördæmi er umreiknað yfir á núverandi kjördæmaskiptingu. Vegna færri þingsæta verður flokkurinn þó af einum þing- manni. Varaformaður Frjálslynda flokksins, Magnús Þór Haf- steinsson, náði inn sem kjör- dæmakjörinn þingmaður í næst- sterkasta vígi flokksins. Útkoma Vinstri grænna í kjördæminu er sú lakasta á landinu öllu. T-listi Kristjáns Pálssonar var langt frá því að ná þingsæti. Helstu áhrifin af framboðinu voru þau að Sjálf- stæðismenn héldu ekki stöðu sinni sem stærsti flokkurinn á svæðinu. Talsverð endurnýjun er í þingmannaliði kjördæmisins. Fjórir koma nýir inn. Fjórir falla á móti, þar af teljast a.m.k. tveir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Fram- sókn, og Kjartan Ólafsson, Sjálf- stæðisflokki, hafa verið í bar- áttusæti á sínum lista. brynjolfur@frettabladid.is KOSNINGAR „Það er örlítið spennufall,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, „Ég er auðvitað vel sáttur með fylgisaukning- una, en ég get ómögulega leynt því að það voru vonbrigði að ná ekki fimmta manninum inn, það munaði svo sáralitlu. Það er ör- lítill skuggi á sigurgleðinni, þeg- ar ekki vantar nema 20 atkvæði upp á.“ Guðjón segist reikna með að stjórnin haldi samstarfinum áfram. „Ég spái því að þeir haldi áfram, félagarnir. En við erum auðvitað alltaf tilbúnir ef ein- hver vill ræða við okkur um þau mál sem við höfum barist fyrir og á okkar grundvelli.“ ■ STURLA BÖÐVARSSON Mjög ánægður með þann stuðning sem hann hlýtur. MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR Efsti maður Suðurkjör- dæmis kemur af lista Samfylkingar. KRISTJÁN PÁLSSON Komst ekki á þing en réði miklu um foryst- una í kjördæminu. GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON Spáir því að stjórnin sitji áfram. Suðurkjördæmi 2 3 ,7 % 2 9 ,2 % 8 ,7 % 0 ,7 % 2 9 ,7 % 3 ,4 % 4 ,7 % Úrslit kosninga 2003 Kjördæmakjörnir: Margrét Frímannsdóttir S Árni Ragnar Árnason D Guðni Ágústsson B Lúðvík Bergvinsson S Drífa Hjartardóttir D Hjálmar Árnason B Björgvin G. Sigurðsson S * Guðjón Hjörleifsson D * Magnús Þór Hafsteinsson F * Uppbótarþingmaður: Jón Gunnarsson S * Næstir inn: Ísólfur Gylfi Pálmason B Kjartan Ólafsson D * Nýir þingmenn 2 3 1 4 SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON Hann segir að búast megi við miklum um- skiptum sem lúta að auknu frelsi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.