Fréttablaðið - 12.05.2003, Page 8

Fréttablaðið - 12.05.2003, Page 8
8 12. maí 2003 MÁNUDAGUR Skjól í skýjunum „Það er ekkert þras um pólitík þarna efra og stjórnmálamenn fyrir handan eru ekki að velta fyrir sér hvernig þessar kosning- ar fara núna.“ Þórhallur Guðmundsson miðill. Fréttablaðið, 10. maí. Hárrétt hjá Halldóri „Þá hefðir þú ekki farið í þetta framboð.“ Halldór Ásgrímsson að svara Guðmundi G. Þór- arinssyni í Nýju afli þegar Guðmundur var að ef- ast um eigin spádómsgáfu í kosningasjónvarpi. Margrét Sverrisdóttir: Sjávarútvegsmálin stærsti sigurinn KOSNINGAR „Þetta er búið að vera ævintýralegt,“ sagði Margrét Sverrisdóttir, formaður Frjáls- lynda flokksins, sem tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum og má teljast sigurvegari í þess- ari lotu. „Hvað sjávarútvegsmálin urðu að stóru kosningamáli lít- um við á sem okkar stærsta sig- ur. Fyrir svona ungan flokk að auka fylgið og tvöfalda þing- mannafjöldann er mjög mikil- vægt og mikil vítamínsprauta.“ Þrátt fyrir gott gengi flokks- ins náði Margrét sjálf ekki inn. „Það eru ákveðin vonbrigði fyrir mig persónu- lega að ná ekki inn. Við það að flokk- urinn vann stærri sigur í Norðvestur- k j ö r d æ m i datt ég út v e g n a misræmis at- kvæða eftir landshlutum.“ „Við spýt- um í lófana aftur. Við erum hvergi hætt,“ sagði Margrét aðspurð um fram- haldið. æmis atkvæða eftir lands- hlutum. Það er einmitt eitt af því sem við höfum verið að berjast fyrir, hvað það er ósanngjarnt.“ „Núna fer maður kannski að- eins að blása úr nös en svo spýt- um við í lófana aftur. Við erum hvergi hætt.“ sagði Margrét að- spurð um framhaldið. „Það er ekki einu sinni víst að þessi stjórn sem verður mynduð sitji allt tímabilið og því sóknarfæri ef það gerist.“ ■ Ágúst Ólafur Ágústsson: Ný kyn- slóð þing- manna KOSNINGAR „Ég er afskaplega ánægður með sögulegan stórsigur Samfylkingarinn- ar,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, 25 ára gamall nýr þingmaður Sam- fylkingar. „Þetta er betri útkoma en ég hafði þorað að að vona.“ Ágúst Ólafur var ýmist inni eða úti á kosninganótt, en náði kjöri undir morgun. „Ég var að vonum ánægð- ur, en góður árangur flokksins skiptir höfuðmáli í því samhengi. Síðan er auðvitað sérstakt ánægjuefni hversu mikið af ungu fólki er á leið á þing, og það úr öll- um flokkum. Það virðist vera komin ný kynslóð þingmanna, sem er mikið fagnaðarefni. Kjós- endur eru greinilega að gefa skýr skilaboð um að þeir vilji að Sam- fylkingin hafi hlutverk í næstu ríkisstjórn, og ég tel að það beri að virða.“ ■ Stjórnarflokkarnir á toppnum Örlög stjórnarflokkanna eru ólík á milli norðurkjördæmanna. Sjálfstæðisflokkur hélt stöðu sinni nokkurn veginn í vestrinu. Framsókn kom sterk út austanmegin. KOSNINGAR Eftir mikla og nei- kvæða umræðu um framkvæmd á prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi áttu margir von á að flokkurinn kynni að tapa fylgi í kjördæminu. Niðurstaðan varð þó sú að þarna tapaði flokk- urinn minnstu fylgi í öllum kjör- dæmum ef miðað er við kosning- arnar fyrir fjórum árum. Gengið í austrinu olli flokksmönnum vonbrigðum. Báðar þingkonur flokksins í kjördæminu féllu fyr- ir borð. Framsóknarmenn í Norð- austurkjördæmi brostu breitt í gærmorgun. Þeir bættu ekki að- eins við sig fylgi frá síðustu kosningum heldur náðu þeir fjór- um þingmönn- um inn. Fyrir kosningarnar áttu menn frekar von á því að þeir næðu aðeins inn þremur þingmönnum í kjördæminu. Í það minnsta ein könnun benti til þess að jafnvel það tækist ekki. Tapið er um- talsvert í vestrinu. Sex prósent og einn þingmaður töpuðust frá síðustu kosningum. Í samanburði við síðustu kosningar kemur Framsókn verst út í Norðvestur- kjördæmi. Vígi Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs er sterkast í n o r ð u r k j ö r - d æ m u n u m tveimur. Það kom nokkuð á óvart að flokk- urinn styrkti sig í Norðvest- u r k j ö r d æ m - inu, fór yfir tíu prósentin. Þróunin var í hina áttina í Norðaustur - kjördæminu þar sem andstaða flokksins við stóriðju og virkjan- ir hefur veikt stöðu hans. Niðurstöðurnar í norðurkjör- dæmunum valda Samfylkingunni væntanlega vonbrigðum. Flokk- urinn stefndi að því að ná þremur þingmönnum í hvoru kjördæmi um sig. Það tókst í hvorugu tilfelli, niðurstaðan var fjórir þingmenn samanlagt og Gísli S. Einarsson, sá þingmaður flokks- ins í kjördæmunum tveimur sem hefur mesta þingreynslu, féll af þingi. Guðjón A. Kristjánsson, mað- urinn sem sendi öllum íbúum Norðvesturkjördæmis jólakort, fór á þing við annan mann í sterkasta vígi Frjálslynda flokkins. Vestan markanna bætti flokkurinn við sig fylgi en var talsvert frá því að ná inn manni. brynjolfur@frettabladid.is MARGRÉT SVERRISDÓTTIR Ævintýri líkast að ná þessum árangri. STURLA BÖÐVARSSON Fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Fysti þingmaður Norð- austurkjördæmis. Norðvesturkjördæmi 2 1 ,7 % 2 9 ,6 % 14 ,3 % 0 ,7 % 2 3 ,2 % 10 ,6 % Úrslit kosninga 2003 Kjördæmakjörnir: Sturla Böðvarsson D Jóhann Ársælsson S Magnús Stefánsson B Einar K. Guðfinnsson D Guðjón A. Kristjánsson F Anna Kristín Gunnarsdóttir S Kristinn H. Gunnarsson B Jón Bjarnason U Einar Oddur Kristjánsson D Uppbótarþingmaður: Sigurjón Þórðarson F Næstir inn: Gísli S. Einarsson S Guðjón Guðmundsson D Norðausturkjördæmi 3 2 ,8 % 2 3 ,5 % 5 ,6 % 0 ,6 % 2 3 ,4 % 14 ,1 % Úrslit kosninga 2003 Kjördæmakjörnir: Valgerður Sverrisdóttir B Halldór Blöndal D Kristján L. Möller S Jón Kristjánsson B Steingrímur J. Sigfússon U Tómas Ingi Olrich D Einar Már Sigurðarson S Dagný Jónsdóttir B * Birkir Jón Jónsson B * Uppbótarþingmaður: Þuríður Backman U Næstir inn: Arnbjörg Sveinsdóttir D Lára Stefánsdóttir S * Nýir þingmenn 2 3 2 2 1 4 2 2 2                              !    "# $  %! &     #% $ ' #   ( # )!  *" + ,-.. /  0 1     0 2  !# (  3 ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON Átti spennandi og tvísýna kosninga- nótt, en endaði inni á þingi. SVEITARSTJÓRNIR Sjálfstæðismenn í bæjarráði Hafnarfjarðar segja meirihluta Samfylkingarinnar hafa farið fram með „ótrúlegri valdníðslu“ varðandi leikskólann Tjarnarás og Íslensku mennta- samtökin, sem ráku skólann. „Allt eins er líklegt að bæjaryf- irvöld hafi skapað sér ómælda skaðabótaskyldu með vinnubrögð- um sínum,“ bókuðu sjálfstæðis- menn á bæjarráðsfundi á fimmtu- daginn. Þeir segja margar áleitnar spurningar vera varðandi skuld- bindingar við fyrrverandi og nú- verandi starfsmenn. Fulltrúar Samfylkingarinnar sögðust hins vegar mótmæla öll- um „getgátum um valdníðslu“ sem órökstuddum og ábyrgðarlausum. „Framgangur þessa máls ligg- ur fyrir með skýrum hætti og þar á meðal ítrekaðar óskir bæjaryfir- valda við Íslensku menntasamtök- in,“ bókuðu Samfylkingarmenn og tóku enn fremur fram að samn- ingaviðræður stæðu nú yfir um uppgjör og frágang mála. Þau mál og önnur stjórnsýsla væru í eðli- legum og réttum farvegi. ■ TJARNARÁS „Ljóst er að semja verður á allt öðrum forsendum en hægt hefði verið að gera ef verkefn- ið hefði verið nálgast á ábyrgan hátt,“ segja sjálfstæðismenn í Hafnarfirði um brotthvarf Íslensku menntasamtakanna frá rekstri leikskólans Tjarnaráss. Sjálfstæðismenn óttast skaðabótakröfur Íslensku menntasamtakanna: Saka bæjarstjórn um valdníðslu Orðrétt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.