Fréttablaðið - 12.05.2003, Page 9

Fréttablaðið - 12.05.2003, Page 9
MÁNUDAGUR 12. maí 2003 Leigðu fjórar vídeóspólur og keyptu fjórar Coke flöskur í Bónusvídeó - og þá færðu miða á fyrsta Sumardjamm FM957. VILTU KOMA Á SUMARDJAM M? Bjarni Benediktsson: Blendnar tilfinningar KOSNINGAR „Það er ánægjulegt að við skyldum ná baráttusætinu,“ sagði nýkjörinn þingmaður Sjálf- stæðisflokks í Suðvesturkjördæmi. „Þetta var tvísýnt en ég var full- viss um að komast inn þar til seint um nóttina að það fór aðeins um mig. Uppbótarsæti kostar það að okkur er hent út og inn viðstöðu- laust.“ „Þetta er mun minna fylgi en við stefndum að í okkar kjördæmi og endurspeglar stöðuna í öðrum kjör- dæmum. Mér fannst margir fara frá okkur yfir á Framsókn og hugsa sem svo að það þyrfti ekkert að hafa áhyggur af Sjálfstæðisflokknum. Fólk vildi styðja ríkisstjórnina og kaus Framsóknarflokkinn. Sjálfir ráku þeir þannig áróður. Atlagan að ríkisstjórninni tókst ekki.“ ■ BJARNI BENEDIKTSSON Komst inn á lokasprettinum. Framsókn í lykilstöðu Segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmála- fræði. Í fyrsta skipti er hægt að mynda tveggja flokka stjórn án Sjálfstæðisflokks. KOSNINGAR „Stóru tíðindin í þess- um kosningaúrslitum eru þau að það er hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins,“ segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, aðspurður um álit sitt á niðurstöðum kosninganna. „Það er í fyrsta skipti í sögu lýðveldis- ins.“ Baldur segir Framsóknar- flokkinn vera í meiri lykilaðstöðu nú en nokkru sinni fyrr. „Hann hefur oft verið í lykilstöðu, en aldrei svona sterkt eins og núna,“ segir Baldur. „Halldór hlýtur að gera kröfu um forsætisráðherra- embættið. Hann hefur allt í hönd- unum. Hann getur krafist góðra ráðherraembætta og að þeirra mál verði í forgrunni í næstu rík- isstjórn.“ Að mati Baldurs vann Fram- sóknarflokkurinn varnarsigur, en hann segir varla hægt að tala um sigur, því einungis tvisvar áður hafi flokkurinn fengið verri útkomu í kosningum. Það var 1956 og 1978. Þetta eru því í raun slök úrslit fyrir framsóknarmenn að mati Baldurs. Sigurvegarar kosninganna, að hans mati, eru Samfylkingin og Frjálslyndir. „Báðir þessir flokkar ná veru- legum árangri,“ segir hann. „Samfylkingin nær að rjúfa 30% múrinn. Og í tilviki Frjálslynda flokksins er þetta einungis í annað skipti sem nýr flokkur kemur inn og bætir við sig í næstu kosningum eftir að hann býður fyrst fram.“ Baldur segir kosningarnar vera stórtap fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, einkum og sér í lagi í Reykjavík. „Það hefur verið höf- uðvígi flokksins,“ segir Baldur. „Þetta hlýtur að vera áhyggju- efni fyrir Sjálfstæðisflokkinn og flokksforystuna.“ Útkoman er ekki góð fyrir Vinstri græna, segir Baldur. „Þeir hafa verið áberandi og ver- ið leiðandi í mjög mörgum mál- um,“ segir Baldur. „Að þeir skuli ekki græða á því að ríkisstjórnin missi fylgi sitt hlýtur að vera vonbrigði fyrir þá.“ gs@frettabladid.is BALDUR ÞÓRHALLSSON Halldór Ásgrímsson hlýtur að gera kröfu um forsætisráðherraembættið. Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæðisflokki: Engar áhyggjur KOSNINGAR „Þetta eru lýðræðisleg- ar niðurstöður og ekkert við því að gera,“ segir Arnbjörg Sveinsdótt- ir, fyrrverandi þingkona Sjálf- stæðisflokksins í Norðausturkjör- dæmi. Arnbjörg missti þingsæti sitt. „Við höfum ekki unnið nægi- lega vel hérna fyrir austan, það hefur einfaldlega skort á betri vinnubrögð. Við hefðum átt að ein- beita okkur betur að málefnunum, en baráttan snerist allt of lengi um Ingibjörgu Sólrúnu og kosninga- bararáttan var í skötulíki allt of lengi. Við hefðum átt að geta gert miklu betur hér.“ Arnbjörg er hvergi bangin við framtíðina þrátt fyrir tapað þing- sæti og segist einfaldlega ætla að leita sér að vinnu.“Ég fer örugg- lega að gera eitthvað skemmtilegt. Ég hef það alltaf að markmiði að verkefnin séu skemmtileg og það er fullt af tækifærum í lífinu. Að- spurð um líklegt stjórnarsamstarf segist Arnbjörg ekki sjá annað en að stjórnin haldi samstarfinu áfram. „Mér finnst það bara blasa við og túlka úrslitin sem skýr skilaboð kjósenda um það.“ ■ ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR Telur að kosningabaráttan hefði þurft að vera markvissari í Norðausturkjördæmi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.