Fréttablaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 11
■ Lögreglufréttir 11MÁNUDAGUR 12. maí 2003 Tryggingin bætir tjón vegna slysa sem verða í frítíma og inniheldur hún dánarbætur, dagpeninga og stighækkandi örorkubætur. Börn undir 16 ára aldri eru tryggð við íþróttaæfingar og keppni, hér á landi og erlendis. Þá nær tryggingin til barna vátryggðs, yngri en 16 ára, sem hafa annað lögheimili en hann og eru á ferðalagi með honum erlendis. Sjúkrakostnaður innanlands er greiddur að tiltekinni fjárhæð þegar um bótaskyld tjón er að ræða vegna varanlegrar örorku eða tímabundins missis starfsorku. Farangurstrygging erlendis Tryggingin bætir tjón sem verður ef farangur týnist í flutningum eða er stolið í innbroti á ferðalögum erlendis. Ferðasjúkra- og ferðarofstrygging erlendis Tryggingin greiðir bætur ef rjúfa þarf ferð erlendis vegna tiltekinna atvika svo og sjúkrakostnað ef slys eða veikindi ber að höndum á ferðalögum erlendis. Með umönnunartryggingu barna fást bætur vegna langtímadvalar barna yngri en 16 ára á sjúkrahúsi. Afslættir Fjölskyldu- og heimilistryggingar hjá VÍS veita einnig rétt til margvíslegra afslátta á öðrum tryggingum svo sem: • bifreiðatryggingum • brunatryggingum íbúðarhúsnæðis • húseigendatryggingum íbúðarhúsnæðis • Lífís, líf- og sjúkdómatryggingum og fjölmörgum sértryggingum sem VÍS býður viðskiptavinum sínum Nánari upplýsingar um bótasvið er að finna í skilmálum félagsins. þar sem tryggingar snúast um fólk VÍS býður nú fjölbreyttari tryggingar fyrir fjölskyldur og heimili – og veitir þér alla afslætti strax F í t o n / S Í A F I 0 0 6 3 6 2 Frítímaslysatrygging Verð 8.825 kr. á ári eða 735 kr. á mánuði* Frítímaslysatrygging Verð 13.406 kr. á ári eða 1.117 kr. á mánuðiFarangurstrygging erlendis Sjúkrakostnaðar- og ferðarofstrygging á ferðalögum erlendis * Umönnunartrygging barnaFrítímaslysatrygging Verð kr. 17.943 á ári eða 1.495 kr. á mánuði*Farangurstrygging erlendis Sjúkrakostnaðar- og ferðarofstrygging á ferðalögum erlendis Umönnunartrygging barna *Iðgjöld með afslætti vegna eins bíls þar sem það á við, með opinberum gjöldum án stimpilgjalds, í maí 2003. Vátryggingarverðmæti innbús kr. 4.500.000. Bótasvið og bótafjárhæðir eru mismunandi eftir tryggingum. Frítímaslysatrygging Guðmundur Árni Stefánsson: Nýtt landslag KOSNINGAR „Það er augljóst að lands- lag í stjórnmálum hefur breyst í þessum kosningum,“ segir Guð- mundur Árni Stefánsson. „Hér er að rísa stór og breiður jafnaðarmanna- flokkur. Ríkisstjórnin fékk gula spjaldið. Báðir stjórnarflokkarnir eru því sem næst í sögulegu lág- marki. Vilji þjóðarinnar er skýr, verið er að kalla Samfylkinguna til verka, en hvernig úr stjórnarmynd- unarviðræðum spilast er allt of snemmt að spá um. En við getum verið kátir í mínu kjördæmi. Mæl- umst langt yfir landsmeðaltali flokksins.“ ■ Birgir Ármannsson: Stefndi að þingsæti KOSNINGAR „Ég er afskaplega ánægður að niðurstaðan varð sú að ég datt inn á þing, sem ég stefndi að þegar ég fór í fram- boð,“ segir Birgir Ármannsson, sem er fjórði þingmaður Sjálf- stæðisflokks í Reykjavík suður. Birgir segir kosninganóttina hafa verið mjög spennandi fyrir hann og aðra, óvissan var mikil. Hann segist hafa viljað sjá stöðu Sjálfstæðisflokksins sterkari eftir kosningarnar. Hann segir málefnastöðu flokksins sterka og að sú mikla vinna sem lögð var í baráttuna af hálfu frambjóðenda og sjálfa- boðaliða hefði verið vel heppn- uð. „Ég reiknaði með að Sjálf- stæðisflokkur fengi betri út- komu. Hins vegar ber að líta á að flokkurinn er búinn að vera í rík- isstjórn í tólf ár og það getur skapað vilja til breytinga hjá hluta kjósenda. Mér finnst mjög mikilvægt að ríkisstjórnin hélt meirihluta í kosningunum, það er afrek þegar stjórnin er búin að vera við völd í átta ár og hart er að henni sótt.“ ■ BIRGIR ÁRMANNSSON Hann segir kosninganóttina hafa verið spennandi og ómögulegt hafi verið að sjá hver endanleg niðurstaða yrði. FESTIST UNDIR BÍLNUM Kona var flutt á slysadeild eftir að ekið var á hana við Fjörukrána í Hafn- arfirði aðfaranótt laugardags. Hún festist undir bílnum. Lyfta varð bílnum með handafli til að ná konunni undan honum. Hún var talin nokkuð slösuð, meðal annars var hún mjaðmagrindar- brotin, og var flutt til aðhlyn- ningar á Landspítala – háskóla- sjúkrahús í Fossvogi. BÍLVELTA Á HELLISHEIÐI Bíll valt á Hellisheiði um fimmleytið á laugardagsmorgun. Hálka var og var ökumaður, sem var einn í bílnum, fluttur á slysadeild Land- spítalans. Meiðsl hans voru ekki talin mikil. Bíllinn skemmdist talsvert og þurfti að draga hann burt. Ökumaðurinn gerði sér ekki grein fyrir að hálka var á veg- inum, með fyrrgreindum afleiðingum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.