Fréttablaðið - 12.05.2003, Page 12

Fréttablaðið - 12.05.2003, Page 12
12 12. maí 2003 MÁNUDAGUR                                      !  L J Ó S M Y N D A S T Ú D Í Ó P É T U R P É T U R S S O N VG á Iðnó: Vinstribylgja við tjörnina KOSNINGAR Vinstri grænir voru áhyggjufullir framan af kosninga- nótt í Iðnó, við hlið Ráðhússins. Ölvaður gestkomandi maður hrópaði „Þetta er allt búið,“ en Ög- mundur Jónasson sefaði áhyggjur hans með vel völdum orðum. Síðar um kvöldið bylgjaði há- vær rokktónlist Reykjavíkurtjörn þegar það lifnaði yfir Vinstri grænum í talningu og kosninga- vöku. Innandyra stóð Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, og skeggræddi við ungan vinstri- mann sem bar merki með yfirlýs- ingu um að hann keypti ekki bandarískar vörur. Fjöldi ungliða flokksins dansaði við tónlist Möggu Stínu og voru margir íklæddir bol, ýmist með mynd af andliti byltingarleiðtogans Che Guevara eða Steingríms for- manns. Einn ungliðinn kyssti for- manninn á kinnina, og annar faðmaði hann nokkru síðar. Að- spurður sagði Steingrímur styrk flokksins liggja í ungliðunum, því þar væri framtíðin. „Hér er geis- landi gleði. Það er mjög ánægju- legt að Sjálfstæðisflokkurinn sé að tapa fylgi,“ sagði hann og óskaði síðan Magnúsi Þór Haf- steinssyni, frambjóðanda Frjáls- lyndra, til hamingju með þingsæt- ið þar sem hann gekk meðfram tjarnarbakkanum. ■ Geðshræring á Broadway Samfylkingarfólk fagnaði af innlifun á kosninganóttinni. Stuðmaður spilaði fyrir dansi og flokksmenn sungu með. KOSNINGAR Össur Skarphéðinsson kvaðst aðspurður furðu rólegur skömmu fyrir birtingu fyrstu talna að kvöldi kosninganna. Andrúms- loftið á Broadway var þrungið spennu sem skyndilega breyttist í geðshræringu. Úr mannfjöldanum heyrðist skræk kvenmannsrödd kalla „yes!“ og tryllingslegur fögn- uður braust út. Við fyrstu tölur kom í ljós að Samfylkingin stóð nánast jafnfætis Sjálfstæðisflokknum og Össur formaður sleppti af sér beisl- inu. Á Broadway var fjöldi fólks sem fagnaði líkt og Berlínarmúrinn hefði fallið. Ekki voru þó allir Sam- fylkingarmenn, því sænskur hótel- gestur spurði blaðamann hvort eitt- hvað gott hefði gerst og hvort um væri að ræða hægri eða vinstri- flokk. Sjálfur sagðist hann kjósa hægri í heimalandi sínu, vegna þess að vinstrimenn hafi verið við völd í hálfa öld. Össur steig á svið: „Ég lofa því ekki en það kann að fara svo að rík- isstjórnin falli. Ekki fara snemma að sofa vegna þess að undrin og kraftaverkin gerast undir morgun og það vita kaþólikkarnir,“ sagði hann og þakkaði stuðningsmönnum. Jakob Frímann Magnússon stuð- maður spilaði „Ég er frjáls“ á píanó og salurinn söng með. Textanum var hnikað til og íhaldið nefnt á nafn. Nokkru síðar boðaði flutning- ur lagsins „Fröken Reykjavík“ komu forsætisráðherraefnis flokks- ins í húsið. Aðspurð sagði Jóhanna Sigurðardóttir að liðveisla Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur hefði breytt miklu. „Hún ógnaði mjög okkar andstæðingum og hefur stað- ið sig vel.“ Fiðringur fór um salinn þegar Ingibjörg Sólrún gekk niður tröpp- urnar á neðri hæð Broadway. „Ég er búin að vera dofin og fann ekki fyr- ir sigurgleði fyrir en núna að ég kem til ykkar,“ sagði hún á sviðinu og salurinn sveiflaðist með. „Nú er kominn til sögunnar stór og öflugur jafnaðarmannaflokkur á stærð við jafnaðarmannaflokka á Norður- löndunum.“ Ingibjörg kallaði Össur Skarphéðinsson upp á svið, en hann var farinn í sjónvarpið. Saman sungu frambjóðendur flokksins „Maístjörnuna“. Að baki Ingibjarg- ar stóð Helgi Hjörvar og honum að baki sást Steingrímur J. Sigfússon vondaufur í sjónvarpsútsendingu á tjaldi. jtr@frettabladid.is Samkomuhús á Grand Hótel: Framsóknar- menn endurheimtir KOSNINGAR Framsóknarmönnum á Grand Hótel virtist nokkuð brugðið fyrri hluta kosningakvölds. Fylgj- endur og frambjóðendur flokksins sátu við borð sín og fylgdust hljóð- látir með ræðu formannsins í sjón- varpinu og endurspegluðu áhyggjur hans. Yfir salnum ríkti yfirvegun og yfirbragðið var líkt og á samkomu- húsi utan borgarinnar. Eftir miðnætti sótti flokkurinn í sig veðrið í talningunni og að sama skapi birti yfir mannskapnum á Grand Hótel. Halldór Ásgrímsson formaður kvaðst aðspurður vera mjög sáttur og þakklátur, en baðst þreytulega undan fleiri fjölmiðla- viðtölum og hélt heim á leið. Salur- inn fagnaði þegar hver Framsókn- armaðurinn á fætur öðrum var end- urheimtur í talningu. Svo virtist sem nokkuð væri dregið af Framsóknarmönnum eftir að þeir skutu skoðanakönnunum ref fyrir rass með kröftugum enda- spretti í kosningabaráttunni. Þó ein- kenndist fas þeirra af meðvituðu mikilvægi í íslenskum stjórnmál- um. ■ ÁHYGGJUFULLIR FRAMBJÓÐENDUR Kolbrúnu Halldórsdóttur og Ögmundi Jónassyni var órótt þegar þau fylgdust með talningu framan af kosninganótt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI BRAGÐAÐ Á SIGRI Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, lofaði hörðustu stjórnarandstöðu sem landið hefur séð, ef kosningarnar færu ekki á besta veg fyrir flokkinn. INGIBJÖRGU FAGNAÐ Ingibjörgu Sólrúnu var fagnað með dynj- andi lófataki og söng þegar hún kom á Broadway. BROSMILDUR FORMAÐUR Halldór Ásgrímsson var sáttur og þakklátur og brosti líklega síðasta brosi sínu þessar kosningar þegar í ljós kom að Framsókn héldi nánast sínu frá síðustu kosningum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.