Fréttablaðið - 12.05.2003, Side 15
15MÁNUDAGUR 12. maí 2003
KOSNINGAR „Þetta er frábær árang-
ur og grundvöllur til að byggja á,“
sagði Eyjólfur Ármanns-
son, frambjóðandi Frjáls-
lynda flokksins, á kosn-
ingavöku flokksins á Hót-
el Borg. Þar var margt
manna og gleði mikil því
sigur blasti við. „Sverrir
Hermannsson, Margrét
dóttir hans og Guðjón A.
hafa unnið frábært starf
og ég held að þar verði
framhald á,“ sagði Eyjólf-
ur, sem skipaði annað sæti listans
í Reykjavík norður.
Hópur heyrnarlausra
setti svip á kosningahátíð
Frjálslynd flokksins enda
einn úr röðum þeirra í
framboði; Sigurlín Mar-
grét Sigurðardóttir, sem
skipaði annað sæti lista
flokksins í Suðvesturkjör-
dæmi og braut þar með
blað í stjórnmálasögu
landsins. Táknmálastúlk-
ur var til staðar á kosn-
ingavökunni og túlkaði það sem
sagt var í kosningasjónvarpinu
jafnóðum fyrir viðstadda: „Þetta
er góður hópur sem gott er að
hafa með sér,“ sagði Eyjólfur Ár-
mannsson. ■
KOSNINGAR Gleðin var blendin á
kosningahátíð Sjálfstæðisflokks-
ins á Hótel Nordica þegar fyrstu
tölur fóru að berast eftir að kjör-
stöðum var lokað á laugardags-
kvöldið. Fjöldi gesta í stórglæsi-
legum húsakynnum hins nýja hót-
els vissi vart hvort þeir ættu að
fagna eða ekki. Þeir voru tvístíg-
andi.
Geir Haarde, varaformaður
flokksins, mætti tímanlega ásamt
eiginkonu sinni og var höfuð sam-
komunnar á meðan Davíð Odds-
son sinnti öðrum erindum annars
staðar, enda í mörg horn að líta.
Eftir því sem tölurnar urðu fleiri
dró úr þeirri bjartsýni sem þó örl-
aði á í upphafi og um leið úr gleð-
inni:
„Ég útnefndi sjálfan mig bjart-
sýnasta mann landsins fyrr í dag
en ég dreg það til baka,“ sagði Sig-
urður Kári Kristjánsson, fram-
bjóðandi og fyrrum formaður
ungra sjálfstæðismanna. Arftaki
hans, Ingvi Hrafn Óskarsson, var
á svipuðum nótum, allt að því nið-
urdreginn. „Þetta er ekki gott,“
sagði hann. Allt um kring stóðu
flokksmenn á tali og spurningarn-
ar flugu um loftið: „Var það ör-
yrkjadómurinn? Eða frjálslyndir?
Eða bara við?“
Verulegur kippur kom þó í
samkomuna og engu var líkara en
þakið ætlaði að rifna af húsinu
þegar Davíð Oddsson gekk í sal-
inn við gífurleg fagnaðarlæti
fylgismanna sinna. Foringinn
þakkaði fyrir sig og spurði hvern-
ig fagnaðarlætin hefðu orðið hefði
hann gengið í hús með betri út-
komu en þetta. Heilsaði fólki á
báða bóga og bar sig vel. Það
gerði einnig Kjartan Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins: „Þetta er í fínu lagi. Við
erum stærsti flokkurinn og getum
myndað tvær meirihlutastjórnir
eins og staðan er nú,“ sagði Kjart-
an en bjartsýni hans smitaði ekki
frá sér svo um munaði. Flokks-
menn voru ekki alveg vissir hvort
þeir ættu að á sér einn gráan eða
ekki. Sumir létu sig hafa það. Hin-
ir fóru heim.
eir@frettabladid.is
KRISTJÁN PÁLSSON
Segir fjölmiðla koma í veg fyrir að framboð
í einu kjördæmi njóti sannmælis.
Kristján Pálsson, T-lista:
Á brattann
að sækja
KOSNINGAR „Við vissum að það yrði
á brattann að sækja,“ segir Krist-
ján Pálsson, á T-listanum í Suður-
kjördæmi. Hann náði ekki kjöri.
„Við buðum fram í einu kjör-
dæmi og nutum ekki forréttinda
stóru framboðanna að vera í öll-
um mögulegum þáttum til að
kynna sig og sín málefni. Skoð-
anakannanir mæla á landsvísu,
sem er vont fyrir okkur.“ Kristján
bendir á að framboðið hafi oft
mælst með eitt prósent á lands-
vísu, sem hefði jafnvel dugað fyr-
ir manni. „Ég er glaður að 845
manns hafi risið upp með mér til
að mótmæla vinnubrögðum Sjálf-
stæðisflokksins. Mér sýnist að
flokkurinn hafi fengið refsingu í
kjördæminu fyrir sín vinnubrögð,
önnur eins útreið hefur ekki sést
hér áður. Við hjá T-listanum erum
hamingjusamt fólk og ekki í dep-
urðarkasti. Við dreifðum rósum í
gær og glöddum menn með söng
og tónlist og færðum meiri gleði
en önnur framboð.“ ■
KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR
Katrín segir að tónninn eigi eftir að breyt-
ast með ungu þingmönnunum.
Katrín Júlíusdóttir:
Mörg brýn
verkefni
ÞINGMAÐUR „Mér líður vel og útkoma
flokksins gleður mig,“ segir Katrín
Júlíusdóttir, nýkjörinn þingmaður
Samfylkingarinnar í Suðvesturkjör-
dæmi.
Katrín segir það mjög ánægju-
legt að Samfylkingin hafi náð því
takmarki að brjóta þrjátíu prósenta
múrinn. Hún segir að breiðfylking
jafnaðarmanna sé augljóslega kom-
in til að vera í íslenskri pólitík. Það
leggst mjög vel í hana að vera orðin
þingmaður, en Katrín er aðeins 28
ára gömul. „Mér finnst skemmtileg-
ast að sjá nýja kynslóð af ungu
fólki, tónninn á þinginu á örugglega
eftir að breytast aðeins. Málefni
ungs fólk eiga áreiðanlega eftir að
vera áberandi. Þar eru mörg brýn
verkefni, eins og Lánasjóður ís-
lenskra námsmanna og húsnæðis-
mál,“ segir Katrín. ■
KOSNINGAR Þó nokkurs munar hafi
gætt á fylgi flokkanna í síðustu
skoðanakönnunum þeirra aðila
sem gerðu kannanir fyrir þing-
kosningar fóru þær ansi nærri
úrslitum kosninganna. Sam-
kvæmt útreikningum Gallups
voru meðalfrávik kannana frá
niðurstöðum kosninga á bilinu
0,81% í 1,34%.
Gallup fer næst niðurstöðum
kosninganna í lokakönnun sinni
sem gerð var 7. og 8. maí. Meðal-
frávikið er 0,81%. Mestu munaði
að fylgi Sjálfstæðisflokksins var
ofmetið um 2,1%, fylgi annarra
flokka var mælt um eða innan við
prósenti frá úrslitunum. Frétta-
blaðið kemur í humátt á eftir
Gallup. Þar er meðalfrávikið
0,9% á hvern flokk. Mestu munar
að fylgi Frjálslynda flokksins og
Samfylkingar var ofmetið um 1,5
og 1,6%.
Félagsvísindastofnun var að
meðaltali 1,04% frá úrslitum
kosninganna. 1,19% munaði að
meðaltali á könnun DV og endan-
legum niðurstöðum. Mestu mun-
aði á könnunum Gallup og úrslit-
unum, þar munaði þó aðeins
1,34% að meðaltali. ■
PÓLITÍK Á TÁKNMÁLI
Heyrnarlausir ræða kosningaúrslitin á Hótel Borg.
Frjálslyndir á Hótel Borg:
Heyrnarlausir settu
svip á samkomuna
EYJÓLFUR
ÁRMANNSSON
Úrslitin grundvöllur
til að byggja á.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FYLGST MEÐ TÖLUM
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og makar þeirra hlýða á fréttir a nýjustu tölum.
Tvístígandi á Hótel Nordica
Gleðin var blendin á kosningahátíð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Flokksmenn fögnuðu þó
formanni sínum vel þegar hann gekk í salinn
IBM
B -1,5%
D +3,3%
S +1,6%
U -1,9%
DV
B -1,8%
D +2,0%
F +1,9%
S -1,5%
FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN
D +2,4%
S -2,5%
FRÉTTABLAÐIÐ
F +1,5%
S +1,6%
GALLUP
D +2,1%
Kannanir Gallup og Fréttablaðsins
voru næstar úrslitunum:
Spár afar nærri
niðurstöðunum
MESTU FRÁVIK Á FYLGI EINSTAKRA FLOKKA
DAVÍÐ GENGUR Í SALINN
Gífurleg fagnaðarlæti brutust út á Hótel Nordica þegar formaður Sjálfstæðisflokksins mætti á kosningavöku sinna manna.
SPÁÐ Í STÖÐUNA
Davíð Oddsson, Kjartan Gunnarsson og Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs, spá í
spilin rétt áður en formaðurinn yfirgaf kosningahátíðina.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FRÁ KOSNINGAVÖKU
FRAMSÓKNARFLOKKSINS
Fylgi Framsóknarflokksins í Norðausturkjör-
dæmi jókst um 1,3 prósentustig í Norð-
austurkjördæmi frá síðustu kosningum og
fékk 32,77% fylgi. Fjórir þingmenn Fram-
sóknarflokksins voru kjörnir þau Valgerður
Sverrisdóttir, Jón Kristjánsson, Dagný Jóns-
dóttir og Birkir J. Jónsson. Mikil gleði greip
um sig á kosningavöku Framsóknarflokks-
ins á Akureyri á laugardag þegar fyrstu töl-
ur birtust.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AU
KU
R
H
AU
KS
SO
N