Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2003, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 12.05.2003, Qupperneq 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Klukkan er farin að ganga eitteftir miðnætti á kosninganótt. Það hefur orðið spennufall. Sama aftur, takk, drafar í þjóðinni. Og þó? Davíð hefur misst 10 kíló og 7% af fylginu og er fagnað eins og hann hafi jafnhattað 7 tonn og aukið fylg- ið um 10%. Össur er gráti nær, bæði klökkur og hrærður og segist ætla að kyssa Ingibjörgu Sólrúnu. „Við,“ segir Bogi Ágústsson á RÚV í hita leiksins, en áttar sig á því hvar hann er staddur og segir: „Sjálf- stæðisflokkurinn.“ Þetta er skemmtilegasta mismæli kvöldsins. Næstskemmtilegast var þegar fréttakonan á Stöð 2 talaði um „útstrýkingar“. STJÓRNARMEIRIHLUTINN lafir á þremur þingmönnum. Og all- ir brosa og eru því óánægðari sem brosið er breiðara. Stjórnarandstað- an náði ekki að fella stjórnina. Sam- fylkingin náði ekki að sigra Sjálf- stæðisflokkinn. Frjálslyndir náðu ekki átta og hálfu prósenti. Nýtt afl náði ekki manni á þing. Vinstri grænir náðu ekki að vinna á. Það eru helst Framsóknarmenn sem virðast vera lukkulegir með að sleppa undan þeim álögum sem sögð eru hvíla á samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins að visna upp og jafnvel deyja. Samfylkingar- menn dansa kringum Sólrúnu. Hvað hefðu þeir gert ef hún hefði sigrað? Ég er farinn að sofa. KLUKKAN er orðin tíu að morgni dags. Það voru kosningar í gær. Stjórnin hefur fimm þingsæta meirihluta. Sama aftur, takk, sagði þjóðin. Og þó? Kosningar eru nefni- lega aðeins forleikur hinnar póli- tísku óperu. Eða er kannski betra að líkja þessu við það að spila á spil? Þjóðin hefur gefið úr spilastokknum og nú setja stjórnmálaforingjarnir upp pókerfésið, halda spilunum þétt upp að sér og gjóta augunum ábúð- arfullir undan þungum brúnum. Þetta verður spennandi spila- mennska. Það er þó ekki slemma í spilunum. Í mesta lagi þrjú grönd. ÞAÐ ER FALLEGUR DAGUR. Nú geta áhugasamir safnarar keypt sér mannhæðarháar myndir af Davíð, Ingibjörgu, Halldóri, Stein- grími, Guðjóni og Guðmundi á út- söluverði. Framtíðin er aftur komin í hendur stjórnmálamannanna – al- veg eins og fyrir kosningar. Og al- veg jafnóviss. ■ Spennufall Alhliða útgáfuþjónusta Sími 565 9320 pjaxi@pjaxi.is www.pjaxi.is Hagkvæmari prentun

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.