Fréttablaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 13
Í kringum kosningar er verkefnistjórnmálaflokka tvíþætt. Ann- ars vegar að ná sem mestu fylgi í kosningum og hins vegar að vinna sem best úr því fylgi sem flokk- arnir fá eftir kosningar. Sá sem vinnur kosningar og tekst að vinna vel úr sigrinum er náttúr- lega í góðum málum. Einnig sá sem fær vonda kosningu en tekst að spila vel úr stöðunni. Þeir sem vinna kosningar en tapa eftir- leiknum eru hins vegar í verri málum – jafnvel verri málum en sá sem tapar kosningum og unir því með því að draga sig til hlés. Það eru mörg dæmi þess í sög- unni að þeir sem sigra í kosning- um hafi klúðrað eftirleiknum. Sig- ur vinstriflokkanna 1978 breyttist í martröð á mettíma. Dæmin um hið gagnstæða eru einnig mörg. Framsóknarflokkurinn tapaði fylgi í kosningunum 1971 en tók samt að sér að leiða ríkisstjórn. Þegar hún sprakk voru það sam- starfsflokkarnir sem fengu skell- inn í næstu kosningum. Á tuttugu ára tímabili sat flokkurinn í ríkis- stjórn og oftar en ekki í forsætis- ráðuneytinu. Það var ekki fyrr en 1991 að Alþýðuflokkurinn fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkn- um að hlé varð á ríkisstjórnarþátt- töku Framsóknar. Og það hlé stóð ekki lengi. Sögulega skiptir sára- litlu hvort Framsókn tapar eða sigrar í kosningum svo framar- lega sem flokkurinn heldur lykil- stöðu sinni í íslenskum stjórnmál- um. Þess vegna segjast framsókn- armenn hafa sigrað í kosningun- um þótt þeir hafi tapað fylgi. Lyk- ilstaða þeirra styrktist enn frekar. Eftirleikur kosninga snýst um völd og stöðu. Mig minnir að tals- menn allra flokka hafi kvartað yfir því í kosningabaráttunni að ekki væri nóg rætt um málefni. Þeir sökuðu aðra flokka um að beina umræðunni í annan farveg og fyrir svokallaða málefna- fátækt. Menn virtust hafa meiri áhyggjur af þess konar fátækt en þeirri fátækt sem öryrkjar, at- vinnulausir, bændur og aðrir lág- launahópar glíma við. Það kvartar hins vegar enginn undan málefna- fátækt í eftirleik kosninga. Spurning dagsins er hvort Halldór Ásgrímsson á að láta á það reyna að sækjast eftir forsæt- isráðherraembættinu og hvort hann hafi til þess stuðning eigin flokksmanna. Halldór og fram- sóknarmenn þurfa að meta hvort staða þeirra gagnvart sjálfstæðis- mönnum sé nægjanlega sterk til að þeir fái forsætið í ríkisstjórn- inni og hvort aðrir valkostir en samstarf við Sjálfstæðisflokkinn séu nógu raunhæfir til að þeir virki sem hótun. Fram undan er ágæt tíð. Það er líklegt að inn- streymi fjár í ríkissjóð verði meira á þessu kjörtímabili en nokkru sinni áður. Það getur því verið hættulegt fyrir Framsókn- armenn að spila af sér. Það er skárri kostur að fljóta með í ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar en að lenda utan stjórnar. Hins vegar þurfa Framsóknar- menn einnig að meta hvernig þeir kæmu undan enn einu kjör- tímabilinu í samstarfi við sjálf- stæðismenn. Kjósendur Sjálf- stæðisflokksins veittu honum duglega ráðningu í kosningunum og hefðu líklega gert það sama við Framsókn ef Halldór hefði ekki aðgreint sig frá Sjálfstæðis- flokknum á endasprettinum. Þótt pólitískt minni almennings sé víðfrægt fyrir að ná stutt er ótrú- legt að framsóknarmönnum tæk- ist það í þriðja sinn að sannfæra kjósendur um að þeir gengju óbundnir til kosninga. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um eftirleik kosninga. 14 13. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þegar talið hafði verið upp úrkjörkössunum á sunnudags- morgun kom í ljós það sem margir höfðu óttast. Konum hafði fækkað um fjórar á Alþingi og hlutur þeirra minnkað úr 36,5% í 30,1%. Fyrir þessar kosningar var Ísland númer átta á lista Alþjóða þingmanna- sambandsins yfir hlut kvenna á þing- um í heiminum (var lengi í sjötta sæti) en fellur nú líklega niður í 12.-13. sæti. Þegar hópur kvenna ákvað að grípa til sinna ráða árið 1983 og bjóða fram sérstakan lista kvenna til Alþingis var hlutur kvenna 5%. Aðeins þrjár konur áttu sæti á þingi. Frá þeim tíma hefur hlutur kvenna aukist jafnt og þétt þar til nú að bakslagið blasir við. Það er nauðsynlegt að greina vel og vand- lega hvernig á þessu stendur og finna ráð til úrbóta. Samábyrgð og jöfnuður Rannsóknir á kosningahegðun og skoðunum fólks á Norðurlönd- um hafa leitt í ljós að konur kjósa mun fremur jafnaðarmenn og vinstri flokka meðan karlar halla sér að frjálshyggju og markaðs- öflum. Konur eiga einfaldlega mikið undir öflugu velferðarkerfi og styðja fremur hugmyndir um samábyrgð og jöfnuð en karlar. Þetta kom vel í ljós í skoðana- könnunum fyrir nýafstaðnar kosningar þar sem Samfylkingin og Vinstri grænir sóttu fylgi sitt í ríkara mæli til kvenna en karla. Framsókn naut álíka stuðnings beggja kynja meðan Frjálslyndir og Sjálfstæðisflokkurinn höfðuðu meira til karla. Rannsóknir sýna einnig að konur eru ekki eins bundnar af flokkshollustu og karl- ar og eru reiðubúnar til að breyta til frá einum kosningum til ann- arra. Það er því eftir miklu að slægjast hjá konum og afar brýnt að höfða til þeirra og tryggja þátt- töku þeirra í öllu stjórnmála- starfi. Annað er einfaldlega óeðli- legt og ólýðræðislegt. Slæm útreið sjálfstæðiskvenna Þegar rýnt er í bakslagið bein- ast sjónir fyrst og fremst að Sjálf- stæðisflokknum, sem kemur afar illa út úr þessum kosningum hvað varðar hlut kvenna. Aðeins ein kona náði kjöri í báðum Reykjavík- urkjördæmunum samanlagt, tvær í Suðvesturkjördæmi og ein í Suð- urkjördæmi. Þetta er auðvitað al- gjörlega óviðunandi fyrir svo stór- an flokk og verulegt umhugsunar- efni bæði fyrir konur í flokknum og flokksforystuna í heild hvernig hægt er að tryggja réttlátan, sjálf- sagðan og lýðræðislegan hlut kvenna. Flokkurinn hlýtur að líta í eigin barm og spyrja að hve miklu leyti fylgistapið verði rakið til þeirrar útreiðar sem konur fengu í prófkjörum flokksins sl. haust, einkum í Reykjavík, og þess hve þær voru neðarlega á framboðs- listum. Það var t.d. engin kona í ör- uggu sæti í Norðvesturkjördæmi og í býsna tæpum sætum í Norð- austurkjördæmi eins og dæmin sanna þar sem tvær konur féllu út af þingi. Það kerfi sem flestir flokkanna nota við val á frambjóð- endum tryggir ekki hlut kvenna en konur eiga greinilega erfiðast upp- dráttar innan Sjálfstæðisflokksins. Þau rök sem flokksfólk þar á bæ beitir um hæfni einstaklinganna og verðleika þeirra, þegar skýra á fjarveru kvenna, hittir konur sjálf- ar fyrir. Ef valið er eftir verð- leikum er greinilega fátt um konur með slíka kosti í þessum stóra flokki. Það stenst auðvitað ekki og fyrr eða síðar verða bæði konur og karlar að viðurkenna að við erum að fást við aldagamalt kerfi fordóma, hefða og valdaupp- byggingar sem verður ekki breytt nema með ákveðnum aðgerðum og vilja til að tryggja hlut kvenna sérstaklega. Konur taki höndum saman Þá vaknar sú spurning hvort skort hafi umræður um stöðu kynjanna og aðhald að stjórnmála- flokkunum síðastliðið kjörtímabil. Frá því að Kvennalistinn leið undir lok hefur kvennabaráttan legið í láginni og lítið farið fyrir aðgerð- um og þrýstingi jafnréttissinna. Þar varð breyting á síðastliðið vor með stofnun Feministafélags Ís- lands, sem hefur tekist að hrista verulega upp í umræðunni. Nú þegar úrslit kosninganna blasa við er ljóst að mikið verk er að vinna. Sagan kennir okkur að konur verða að standa vörð um áunnin réttindi og þar er samstaðan sterkasta vopnið. Því eigum við að taka höndum saman, halda umræð- unni vakandi og knýja á um við- horfsbreytingu og aðgerðir sem tryggja þann hlut sem konum ber við að móta samfélag okkar. ■ Rusl í Elliðaárdal Áslaug Vignisdóttir skrifar: Ég og aðrir foreldrar sex árabarna í Ölduselsskóla ætluðum í gönguferð á kosningadaginn um Elliðaárdalinn og hafa nesti með og njóta dagsins. Við vorum tvær mæður sem fannst nú vissara að fara og athuga með staðsetningu áður en við færum með alla hers- inguna með okkur. Farið var á svæðið fyrir neðan félagsheimili Rafveitunnar en þar vissum við af góðu svæði fyrir svona hópa. Á svæðinu eru ruslatunnur og yfir- leitt snyrtilegt. Það sem blasti hins vegar við okkur var algjör viðbjóð- ur, rusl og drasl var úti um allt, ruslatunnurnar yfirfullar og fuglar og krakkar búnir að dreifa þessu út um allt. Ekki nóg með það, það var búið að sturta hlassi af hrossaskít á þetta svæði þar sem vitað er að fólk kemur og grillar og nýtur náttúr- unnar. Ég hafði samband við hreins- unardeild borgarinnar og var mér tjáð að þeir hefðu ekki tíma fyrir kosningadaginn í þetta svæði. Hvað er að? Eigum við bara að láta dalinn grotna niður? ■ Um daginnog veginn KRISTÍN ÁSTGERISDÓTTIR ■ sagnfræðingur skrifar um niðurstöður kosn- inganna. Áfall fyrir konur – áfall fyrir lýðræðið ■ Bréf til blaðsins Seinni hluti kosninganna Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður Vinstri grænna Kjósendur sigurvegarar Var sigurvegari? Í sjálfu sér er sigur Frjálslynda flokksins stærri en sigur Samfylkingarinnar en þetta eru flokkarnir sem bættu við sig þingmönnum. Hlut- fallslega er sigur Frjálslyndra stærri. Í sjálfu sér getur Samfylkingin ekki verið sigurvegari þar sem Ingibjörg Sólrún komst ekki inn. Ég myndi segja að sigurvegarar kosninganna séu kjósendur. Fólk veltir mikið fyrir sér hvernig það getur nýtt sitt atkvæði sem best og hvernig það tryggi sínum málefnum sæti við borðið. Nú hafa kjósendur það svart á hvítu hvernig atkvæði einstakra kjósenda koma niður og hvernig þau vinna fyrir ólík málefni. Nú er það mjög skýrt hvernig lýðræðið virkar, fyrst eftir kosningar. Kjósandinn sjálfur á að fá bikar- inn, það var hann sem kaus. Guðmundur G. Þórarinsson formaður Nýs afls Auglýsingastofurnar sigurvegarar „Ég tel að Samfylkingin sé sigurvegari kosninganna, enda bætti hún mestu við sig. Þar á eftir er það Frjáls- lyndi flokkurinn. Hins vegar tel ég að Framsóknarflokk- urinn hafi unnið mikinn varnarsigur. Ég og Davíð erum hryggir yfir niðurstöðunum, hvorugur okkar náði því sem við ætluðum. Raunverulegir sigurvergarar eru auglýs- ingastofurnar sem ráða allt að því niðurstöðunum. Varnar- sigur Framsóknarflokksins byggðist á alveg gríðarlega vel gerðum ímyndarauglýsingum. Það sýnir að hægt er að vinna kosningar með góðum auglýsingastofum, burtséð frá raunveruleikanum. Peningar eru afl og stærsti áhrifa- þátturinn. Almenningur hlýtur að spyrja sig hvaðan pen- ingarnir koma og hverja það var að styðja í raun og veru.“ Hverjir eru sigurvegarar kosninganna? Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Temmilega óánægðir Þrátt fyrir stórsigur Samfylkingar- innar hefðu menn viljað ná Ingi- björgu inn og eiga kost á traustri ríkisstjórn með Framsóknar- flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði stórt í kosningunum og ætti því að vera temmilega óánægður með úrslitin, þrátt fyrir að hann muni nánast örugglega vera í rík- isstjórn í fjögur ár til viðbótar. MAGNÚS ÁRNI MAGNÚSSON Á VEFNUM KREML.IS Utan við pólitískar ákvarðanir Kosningarnar ollu því, að Ingi- björg Sólrún stendur nú utan við meginstrauma hinna pólitísku ákvarðana. Kosningarnar hafa einnig leitt til þess, að í borgar- stjórn Reykjavíkur skortir R-list- ann póltískan forystumann. BJÖRN BJARNASON Á VEF SÍNUM BJORN.IS Löglegur glæpur GG skrifar: Ég á fjöldann allan af vinum ogkunningjum sem eyða hund- ruðum þúsunda á örstuttum tíma. Þetta fólk fer með aleiguna í pen- ingakassa en fer alltaf út, fjúk- andi reitt, hoppandi blankt, pen- ingarnir búnir og börnin grátandi heima. Það er til háborinnar skammar að leyfa þetta. Það verður að stöðva þetta, þetta er svokallaður löglegur glæpur. Mér þykir það sár biti að kyngja að ríkið sé að búa til aumingja til að halda uppi aumingjum. Svona verður fátækt til. Þetta hefur ekkert komið fram í yfirstand- andi kosningabaráttu. ■ ■ Sagan kennir okkur að konur verða að standa vörð um áunnin réttindi og þar er sam- staðan sterkasa vopnið. KOSNINGAR ERU NÝAFSTAÐNAR OG MIKLAR VANGAVELTUR ERU UM HVERJIR SÉU RAUNVERULEGIR SIGURVEGARAR KOSNINGANNA.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.