Fréttablaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 17
18 13. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Bi llu nd Bi llu nd DANMÖRK Beint leiguflug me› ICELANDAIR 4. j ún í - 4 . se pt . 21 .6 52 21 .6 52 V er › fr á kr. á mann m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. Innifalið er flug og flugvallarskattar. Ef 2 ferðast saman, 24.950 kr á mann. Takmarkað sætaframboð HAUKAR Viðureign Hauka og ÍR-inga í kvöld verður vafalaust hörkuspennandi. Esso-deild karla: Haukar geta tryggt sér titilinn HANDBOLTI Haukar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Esso- deild karla vinni þeir fjórðu viðureign sína við ÍR-inga í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er 2:1, Haukum í vil. Hafnarfjarðarliðið vann þriðja leikinn með miklum yfirburðum á Ásvöllum á sunnudag með 34 mörkum gegn 22 og virðist því til alls líklegt í kvöld. Fjórði leikurinn verður háður á heimavelli ÍR-inga í Austurbergi og hefst klukkan 20.00. ■ ÍSHOKKÍ Kanadamenn urðu heims- meistarar í íshokkí í 22. sinn eftir dramatískan 3:2 sigur á Svíum í úrslitaleik. Anson Carter skoraði sigurmarkið í framlengingu en Kanadamenn þurftu að bíða í sjö mínútur eftir úrskurði dómar- anna um það hvort pökkurinn hafi farið yfir marklínuna. Með sigrinum treystu Kanada- menn stöðu sína sem besta ís- hokkíþjóð heims. Þeir eru heims- og Ólympíumeistarar karla og kvenna, heimsmeistarar U-18 liða karla og urðu í öðru sæti á heims- meistaramóti U-20 liða í vetur. Keppnin, sem fór fram í Finn- landi, þótti mjög góð auglýsing fyrir íþróttina. Aðsókn að leikjum var sú næstbesta frá upphafi og áhersla á sóknarleik var meiri en á undanförnum mótum. Kanada- menn unnu t.d. Tékka 8:4 í undan- úrslitum og Svíar unnu Finna 6:5 í átta liða úrslitum eftir að hafa lent 1:5 undir. Svíinn Mats Sundin var valinn besti leikmaður mótsins en í úr- valsliðinu voru Sean Burke (Kanada), Lubomir Visnovsky (Slóvakíu), Jay Bouwmeester (Kanada), Dany Heatley (Kanada), Mats Sundin (Svíþjóð) og Peter Forsberg (Svíþjóð). ■ HM í íshokkí: Kanada meistari HEIMSMEISTARAR Kanadamenn fagna sigri á heimsmeistara- keppninni. Þeir þurftu að bíða í sjö mínút- ur eftir úrskurði dómaranna um hvort sig- urmark Anson Carter væri gott og gilt. FÓTBOLTI AC Milan og Inter gerðu markalaust jafntefli í fyrri undan- úrslitaleik liðanna, sem þótti lítið fyrir augað. Sá leikur var heima- leikur AC Milan en bæði lið eiga sama heimavöllinn, San Siro. AC er því á útivelli í kvöld og nægir jafntefli skori liðið mark í leikn- um. Sóknarmennirnir Filippo Inzaghi og Andriy Shevchenko voru báðir hvíldir í 1:0 tapleik AC gegn Brescia um síðustu helgi. Þeir ættu því að vera tilbúnir í slaginn í kvöld. Inter verður aftur á móti án Christan Vieiri, sem missti einnig af fyrri leik liðanna. „Við hófum keppni í undanúr- slitum sem líklegt taplið en núna finnst mér við vera líklegri til að komast áfram,“ sagði Hernan Crespo, leikmaður Inter, sem verður í framlínu liðsins í kvöld ásamt Alvaro Recoba. „Við erum einbeittir og við hlökkum mikið til að sýna hvað í okkur býr. Bæði Inter og AC Milan þurfa að skora og þess vegna er ég viss um að viðureignin verður meira spenn- andi en sú fyrri.“ Alessandro Nesta, varnarmað- urinn sterki í liði AC Milan, á von á erfiðum leik. „Við verðum að vera mjög varkárir,“sagði Nesta. „Ég held að þetta verði ekki eins taktískur leikur og sá fyrri vegna þess að núna getum við ekki treyst á annað tækifæri.“ ■ CRESPO OG NESTA Alessandro Nesta (til vinstri) og Hernan Crespo berjast um boltann í fyrri leik AC og Inter í síðustu viku. AC og Inter mætast í Meistaradeildinni: Búist við skemmtilegri leik AP /M YN D FÓTBOLTI Í næsta mánuði leikur Ísland tvo afar mikilvæga leiki í undankeppni Evrópukeppni landsliða, fyrst heima gegn Færeyjum og síðan úti gegn Lit- háen. Upp úr miðjum ágúst heimsækja Íslendingar Færey- inga og í haust leikum við tvisvar við Þjóðverja. Þjóðverjar eru efstir í riðlin- um og verða það að öllum lík- indum enn þegar keppni lýkur í haust. Þeir komast því beint í lokakeppnina en liðið sem nær 2. sæti tekur þátt í aukakeppni um fimm laus sæti í Portúgal á næsta ári. Litháar og Skotar keppa um 2. sætið en Íslending- ar geta enn blandað sér í þá bar- áttu með góðum árangri í sumar og hagstæðum úrslitum í leikjum annarra þjóða. Íslendingar verða að vinna báða leikina gegn Færeyingum og mega ekki tapa í Litháen. Með tveimur sigrum og einu jafntefli kæmist Ísland í tíu stig og gæti það dugað til að ná þriðja sætinu. Líklegra er þó að Íslendingar þurfi einnig að sigra í Litháen til að ná þessu sæti. Skotar eiga eftir heimaleiki gegn Færeyingum og Litháum og má gera ráð fyrir að þeir fái a.m.k. fjögur stig úr þeim. Þar með væru þeir komnir með ell- efu stig. Skotar eiga líka eftir tvo leiki við Þjóðverja og væri hag- stæðast fyrir Ísland að Þjóð- verjarnir ynnu þá báða. Auk heimaleiksins gegn Ís- lendingum keppa Litháar í Fær- eyjum og Skotlandi í haust. Það kæmi sér best fyrir Íslendinga að Litháar næðu ekki að sigra í þessum leikjum. ■ STAÐAN Í 5. RIÐLI - LEIKIR, MÖRK OG STIG Þýskaland 3 5:2 7 Litháen 5 4:6 7 Skotland 4 6:4 7 Ísland 3 4:4 3 Færeyjar 3 3:6 1 Leikir sem eftir eru: 7. júní Skotland - Þýskaland Ísland - Færeyjar 11. júní Færeyjar - Þýskaland Litháen - Ísland 20. ágúst Færeyjar - Ísland 6. september Skotland - Færeyjar Ísland - Þýskaland 10. september Þýskaland - Skotland Færeyjar - Litháen 11. október Skotland - Litháen Þýskaland - Ísland Enn möguleiki á þriðja sætinu Ísland þarf sjö til níu stig í næstu þremur leikjum til að ná þriðja sætinu í 5. riðli undankeppni Evrópukeppninnar. EIÐUR SMÁRI EIður Smári Guðjohnsen hefur skorað þrjú af fjórum mörkum Íslands í undankeppni Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.