Fréttablaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 30
ÞRIÐJUDAGUR 13. maí 2003 Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 3.5 í samþykktum félagsins. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins: Heimilisfang Baugs Group hf. verði að Túngötu 6, Reykjavík. Heimild til stjórnar um hækkun hlutafjár félagsins um 100.000.000 kr., eitthundraðmilljónirkróna að nafnverði, sem nota skal til sameiningar eða kaupa á hlutum í öðrum félögum, svo og að hluthafar falli frá forkaupsrétti sínum vegna hækkunarinnar, verði framlengd til 31. maí 2004. Heimild til stjórnar um hækkun hlutafjár félagsins um 10.000.000 kr., tíumilljónirkróna að nafnverði, sem nota skal til sölu hlutabréfa til stjórnenda og starfsmanna samkvæmt kaupréttaráætlun stjórnar, svo og að hluthafar falli frá forkaupsrétti sínum vegna hækkunarinnar, verði framlengd til 31. maí 2004. Tillaga um heimild stjórnar félagsins til kaupa á hlutabréfum í félaginu. Umræður og afgreiðsla um önnur málefni sem löglega eru upp borin. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B A U 2 07 70 05 /2 00 3 Aðalfundur Baugs Group hf. verður haldinn á Hótel Nordica þriðjudaginn 20. maí 2003 kl . 14.00. Dagskrá, tillögur og ársreikningur félagsins auk annarra gagna munu liggja frammi á skrifstofu félagsins að Túngötu 6, 101 Reykjavík, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. a. b. c. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1 2 3 4 Að hætta að reykja: Kostar 85 pakka HVERAGERÐI Heilsustofnunin í Hveragerði býður nú upp á nám- skeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja og kostar námskeiðið 42.350 krónur. Samsvarar það 85 sígarettupökkum í smásölu. Nám- skeiðið er haldið 18.-25 maí og innifalið í verði er gisting í Hvera- gerði, fullt fæði og fjöldi fyrir- lestra. Margir hafa sótt sér þrek og kjark til að hætta tóbaksreyking- um með því að fara í Hveragerði en námskeiðin byggja að stórum hluta á hópefli þeirra sem sækja þau. Fer af þeim gott orð. ■ JÓN KARL HELGASON Ferðalok, bók hans um hið svokallaða beinamál, selst vel enda þreytist þjóðin seint á frásögnum af ástmögri sínum. Ástmögur- inn heillar enn BÆKUR Bókin Ferðalok eftir Jón Karl Helgason gerði það býsna gott í vorbókaflóði Bjatrs en í henni fjalar Jón Karl um hið svo- kallaða beinamál, eða heimkomu jarðneskra leifa Jónasar Hall- grímssonar. Þjóðin fær sig sjálf- sagt seint fullsadda af skrifum um þennan margrómaða ástmög- ur sinn og bókin rauk upp sölu- lista íslenskra bókaverslana þeg- ar hún kom út. Fyrir tveimur vik- um var hún í efsta sæti á lista yfir ævisögur, hand- og fræðibækur og í öðru sæti á aðallista íslenskra bóka og sótti að Sonum duftsins, eftir Arnald Indriðason, sem hef- ur ráðið lögum og lofum á listan- um mánuðum saman. Snæbjörn Arngrímsson, út- gáfustjóri Bjarts, sem gefur Ferðalok út, segir að líklega hafi ást þjóðarinnar á Jónasi eitthvað með þessar vinsældir að gera. „Svo gerist það sem betur fer enn hérna að bækur sem spyrjast vel út seljast. Bókin hefur fengið góð- ar viðtökur og þessi jákvæðu við- brögð stuðla að því að fólk vilji lesa hana.“ Leiðarlok var ein þeirra sjö bóka sem Bjartur gaf út í vor- bókaflóði sínu sem Snæbjörn seg- ir hafa gengið mjög vel. „Salan hefur verið mjög fín og það er auðvitað alltaf gaman þegar svona hlutir takast vel.“ Við þetta má svo bæta að Bjartur hefur ákveðið að endurtaka vorbóka- flóðið að ári. ■ Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins* og prentað í 92.000 eintökum.** *samkv Fjölmiðlakönnun Samtaka íslenskra auglýsingastofa, Samtaka auglýsenda og fjölmiðlanna. **Fréttablaðið er aðili að upplagseftirliti Verslunarráðs Íslands. Fylgir Fréttablaðinu 4. júní. Hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem ætla að ferðast innanlands í sumar. Gisting, matur, afþreying, fróðleikur og skemmtun um land allt. Ferðir innanlands 2003 Auglýsendur athugið: Dreift með Fréttablaðinu, mest lesna dagblaði landsins, í 92.000 eintökum. Hafið samband við auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 515 7584 eða 515 7500 fyrir 2. júní eða með tölvupósti: petrina@frettabladid.is. Mest lesna blaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.