Fréttablaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 19
■ ■ FUNDIR  11.00 Dr. Irina Akimushkina heldur fyrirlestur um sögu rússneskra kvenna í fortíð og nútíð í stofu 101 í Odda á veg- um Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn.  12.05 Helga Jónsdóttir, borgarritari Reykjavíkurborgar, flytur inngangserindi um samkeppnishæfni opinbera geirans á hádegisfundi í Háskólanum í Reykja- vík, þar sem MBA-útskriftarnemarnir Hildur Hörn Daðadóttir, Rut Jónsdóttir og Sævar Kristinsson kynna síðan loka- verkefni sín.  20.00 Þau Hulda Björk Garðars- dóttir sópran, Davíð Ólafsson bassi og Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran flytja tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart ásamt Chalumeaux-tríóinu á tónleikum í Íslensku óperunni sem bera yfirskriftina Mozart fyrir sex. Chalu- meaux-tríóið er skipað klarínettuleikur- unum Kjartani Óskarssyni, Óskari Ing- ólfssyni og Sigurði I. Snorrasyni. ■ ■ SÝNINGAR  Útskriftarsýning myndlistar- og hönnunarnemenda Listaháskóla Íslands stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu.  Ríkharður Valtingojer og Helgi Snær Sigurðsson halda sýningu, sem þeir nefna Tvíraddað, í sýningarsal fé- lagsins Íslensk grafík í Hafnarhúsinu. Sýningin stendur til 25. maí.  Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir yfirlitssýning á verkum Gerðar Helga- dóttur.  Sýning Þorbjargar Höskuldsdóttur í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 stendur til 14. maí.  Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir og Pétur Magnússon eru með sýningu í Gallerí Skugga þar sem gefur að líta 100% nælon og lakk. Einnig vínylvegg- fóður með blómamótífum og ljósmynd- um af þeim ásamt öðrum ljósmyndum og stáli.  Í Hallgrímskirkju stendur yfir sýning á listvefnaði eftir Þorbjörgu Þórðardótt- ur. Verkin eru unnin í ull, hör, sísal og hrosshár. Hugmyndir að verkum sínum sækir Þorbjörg til íslenskrar náttúru og vinnur úr þeim á óhlutbundinn hátt. Sýningin er opin daglega kl. 9-17 og lýk- ur 26. maí.  Ella Magg sýnir ný og „öðruvísi“ olíumálverk í Listasal Man, Skólavörðu- stíg 14. Sýning hennar stendur til 18. maí og er opin virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 11-18 og sunnudaga frá kl. 15-18.  Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Einnig er þar sýning sem nefnist Ís- landsmynd í mótun – áfangar í korta- gerð.  Tolli sýnir um 30 verk, bæði vatns- litamyndir og olíumálverk, í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 20 13. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 10 11 12 13 14 15 16 MAÍ Þriðjudagur Þetta er svolítið öðruvísi, aðsyngja Mozart með klarinett- um eingöngu. En Mozart er að mínu viti svolítið mikið klar- inettutónskáld. Bara þegar hlust- að er á venjulega Mozartsinfoníu eða Mozartóperu tekur maður eft- ir því að klarinettan svífur alltaf yfir eins og engill og setur sterk- an svip á tónlistina,“ segir Davíð Ólafsson söngvari. „Manni finnst þetta því tilheyra einhvern veginn að flytja þetta með klarinettum eingöngu. Einmitt svona á Mozart að vera.“ Klarinettur af öllum stærðum og gerðum gegna stóru hlutverki á tónleikum í Íslensku óperunni í kvöld. Þar flytja þrír söngvarar og þrír klarinettuleikarar tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Söngvararnir þrír eru þau Dav- íð, sem er bassi, Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran, en klarinettuleikararnir eru þeir Kjartan Óskarsson, Óskar Ing- ólfsson og Sigurður I. Snorrason, sem nú hafa starfað saman sem klarinettutríó í um það bil áratug og nefna sig Chalumeaux-tríóið. „Við ætlum að flytja bæði verk sem Mozart hefur samið fyrir klarinettur og söngvara og líka verk sem útsett eru sérstaklega fyrir okkur,“ segir Davíð. Flutt verða fimm næturljóð og ein kansónetta eftir Mozart. Öll þessi verk samdi Mozart fyrir þrjá söngvara, klarinettur og bassetthorn í þeim tilgangi að flytja þau s j á l f u r á s a m t vinum sínum á góðum samverustundum í heimahúsum. Að auki verða fluttar aríur, dúettar og terzettar úr óperunum Brúðkaupi Fígarós og Cosi fan tutte, sem þeir Kjartan og Óskar hafa umritað fyrir söngvara og klarinettuhljóðfæri. ■ TÓNLIST Einmitt svona á Mozart að vera                        ! ! " # $  % &    '   ! (       & ! )  ! *      +,-  ./0) 1 20 314 5365781 9658:  9;0 6<8 = >?@8<)5  16 6 < /! A AA  ! & %  B, 3 % '      "     !  % "& % 0"A 5  ! 5  C C   ! $    % 9                  Leggja sál sína í verkin Þetta eru yfirleitt stærstu ogdýrustu verk sem þau hafa gert. Mörg þeirra leggja því hjarta sitt og sál algjörlega í þessi verk,“ segir Hekla Dögg Jónsdótt- ir, sem er annar sýningarstjóra útskriftarsýningar nemenda Listaháskóla Íslands. Alls eiga 28 myndlistarnemar og 28 hönnunarnemar verk á sýn- ingunni, sem var opnuð í Hafnar- húsinu í Reykjavík á laugardag- inn. „Þetta eru geysilega ólík verk og af öllu tagi, bæði málverk, skúlptúrar, ljósmyndir, vídeó og gagnvirk tæknileg verk. Eigin- lega sýnishorn af öllum skalan- um.“ Þetta er í þriðja sinn sem Hekla Dögg er sýningarstjóri út- skriftarsýningarinnar, en að þessu sinni sá hún eingöngu um myndlistarhlutann. Steinþór Kári Kárason stýrði hins vegar hönn- unarhlutanum. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem útskriftarsýning- in er haldin utan skólans á rót- grónu listasafni. „Að vera með sýninguna þarna hefur haft mikil áhrif á yfirbragð hennar. Frágangurinn er allur miklu betri og þetta er meiri sam- sýning en verið hefur.“ ■ SVAVAR PÉTUR EYSTEINSSON Svavar er einn nemendanna sem sýna verk sín á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands í Hafnarhúsinu. ■ MYNDLIST FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.