Fréttablaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 2
2 13. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR
“Við hljótum að stefna að því að það
gerist sem fyrst.“
Ungir sjálfstæðismenn hafa lengi barist fyrir því að
bjór og léttvín verði til sölu í verslunum. Nú eru
fulltrúar þeirra komnir á þing, til að mynda Birgir
Ármannsson.
Spurningdagsins
Birgir, hvenær kemur bjórinn
í búðirnar?
STRÆTÓ STOLIÐ Strætisvagni var
stolið fyrir utan skiptistöðina við
Mjódd um miðnætti í fyrrinótt.
Vagnstjórinn hafði brugðið sér inn
í aðstöðu bílstjóranna en þegar
hann kom út skömmu síðar var
vagninn horfinn. Lögreglan fann
vagninn skömmu síðar við Dverga-
bakka, mannlausan og óskemmdan.
Þjófurinn er ófundinn.
ÁTTATÍU ÖKUMENN SEKTAÐIR Lög-
reglan í Kópavogi hafði afskipti af
á áttunda tug ökumanna vegna um-
ferðarlagabrota. Þrír ökumenn
kærðir vegna gruns um ölvun við
akstur, ríflega tuttugu vegna of
hraðs akstur. Fjórtán vegna þess að
þeir notuðu ekki öryggisbelti við
akstur og afgangurinn vegna ým-
issa umferðarlagabrota.
FRÁ VILNÍUS
Þar voru hátíðarhöld fram á rauða nótt.
Fyrrum Sovétlýðveldi
í ESB:
Litháar vilja
inngöngu
LITHÁEN, AP Yfirgnæfandi meiri-
hluti Litháa er fylgjandi aðildar-
viðræðum við Evrópusambandið.
Óstaðfestar tölur herma að stuðn-
ingur landsmanna sé allt að 90
prósent.
Ráðamenn í Vilníus, höfuðborg
landsins, fögnuðu ákaft þegar nið-
urstöðurnar birtust. Flugeldum
var skotið á loft, kampavínsflösk-
ur opnaðar og þjóðsöngur lands-
ins heyrðist víða.
Litháen er fyrsta fyrrverandi
ríki Sovétríkjanna sem ber þjóð-
aratkvæðagreiðslu um aðild undir
almenning. ■
Hópuppsagnir hjá
Dönum:
1.650 manns
sagt upp
KAUPMANNAHÖFN, JP Danska síma-
stórfyrirtækið TDC hefur ákveðið
að segja upp 1.650 starfsmönnum
á þessu ári eftir að afkomutölur
sýndu mikið tap á þessu ári. Eru
þetta einar mestu uppsagnir í
Danmörku um langa hríð.
„Það er mikil samkeppni á
markaðnum, talsvert meiri en
verið hefur, og þetta erum við
nauðbeygðir að gera til að vernda
störf hinna 15 þúsund sem hér
starfa,“ sagði Henning Dyremose,
forstjóri, í samtali við Jyllands-
Posten. ■
Og Vodafone:
Hundrað
milljóna tap
á árinu
VIÐSKIPTI Símafyrirtækið sem nú
heitir Og Vodafone tapaði 106
milljónum króna á fyrstu þrem-
ur mánuðum ársins.
Rekstrartekjur Og Vodafone
voru 1.420 milljónir króna á
þessum þremur mánuðum en
rekstrargjöld 1.095 milljónir.
Hagnaður af rekstri félagsins
fyrstu þrjá mánuði ársins fyrir
samrunakostnað, afskriftir, fjár-
magnsliði og skatta var þannig
325 milljónir. Reksturinn var
samkvæmt áætlun stjórnar fyr-
irtækisins. Félagið er afsprengi
samruna Íslandssíma, Tals og
Halló! Frjálsra fjarskipta. Tapið
má m.a. rekja til kostnaðar
vegna sameiningarinnar. ■
Litlar breytingar á atvinnuleysi milli mánaða:
Vinnumarkaðurinn
glæðist örlítið
ATVINNUMÁL Atvinnuleysi á land-
inu hefur ekki breyst mikið frá
síðasta mánuði en var þá u.þ.b.
4%. Að sögn Gissurar Pétursson-
ar á Vinnumálastofnun síga þó
atvinnuleysistölurnar hægt nið-
ur. Hugrún Jóhannesdóttir, for-
stöðumaður Vinnumiðlunar höf-
uðborgarsvæðisins, segir að
vinnumarkaðurinn hafi örlítið
verið að glæðast síðustu vikurn-
ar. Þó séu enn ekki nógu mörg
störf í boði.
„Mjög breiður hópur fólks er
atvinnulaus, fólk úr alls konar
störfum,“ segir Hugrún. Það er
óvenjulegt ástand að fjöldi at-
vinnulausra karla er nú meiri en
fjöldi atvinnulausra kvenna. Að
sögn Hugrúnar er aðallega eftir-
spurn eftir fólki í almenn verka-
mannastörf. Fjöldi nemenda hef-
ur einnig sett sig í samband við
atvinnumiðlunina varðandi sum-
arstörf og má af því draga þá
ályktun að heldur treglega gangi
fyrir skólafólk að fá sumarvinnu
í ár. ■
Bush vill vera vinsæll
áfram:
Boðar mikl-
ar skatta-
lækkanir
NÝJA-MEXÍKÓ, AP Nú þegar stríðinu
í Írak er lokið og tjaldið byrjað að
falla á George Bush, forseta
Bandaríkjanna, er hann í óða önn
að koma
skattalækkun-
um sínum aft-
ur á koppinn
til að halda
persónulegu
fylgi sínu.
Hefur hann
verið á ferð
um ríki sín í
því skyni að
kynna og afla
stuðnings við
u m d e i l d a r
skattalækkan-
ir sem andstæðingar telja að fari
beint í pyngju þeirra sem nóg
eiga fyrir. ■
Fornleifasjóður:
Kolbeinsárós
rannsakaður
STYRKIR Stjórn Fornleifasjóðs hef-
ur í fyrsta skiptið frá stofnun
sjóðsins árið 2001 úthlutað styrkj-
um til fornleifarannsókna.
Sjóðurinn hefur 5 milljónir
króna til úthlutunar. Ákveðið hef-
ur verið að styrkja 6 verkefni en
alls bárust 40 umsóknir um styrki
að upphæð rúmlega 35 milljónir.
Seinni úthlutun úr sjóðnum verð-
ur eftir 18. ágúst.
Hæsta styrkurinn, eða 1,5
milljón króna, fer til rannsókna á
Kolbeinsárós (Kolkuós), sem á
miðöldum var í hópi helstu hafna
landsins og þjónaði m.a. sem höfn
Hólastóls, næsthæsti styrkurinn,
ein milljón króna, fer í rannsóknir
á Eyrarbæ í Skutulsfirði. ■
ÍRAK L. Paul Bremer, sem útnefnd-
ur hefur verið til þess að hafa yfir-
umsjón með uppbyggingarstarfinu
í Írak, kom til Bagdad í gær. Brem-
er er ætlað að binda endi á þá óöld
sem ríkt hefur í Írak síðan landið
féll í hendur bandaríska innrásar-
hersins og hefur hann þegar tekið
við stjórnartaumunum af Jay
Garner, landstjóra Bandaríkja-
manna.
„Ég og Garner höfum heitið því
að vinna náið saman,“ sagði Brem-
er þegar hann ávarpaði blaðamenn
skömmu eftir komuna til Bagdad.
Sagðist hann ekki eiga von á öðru
en að breytingarnar ættu eftir að
ganga snurðulaust fyrir sig og ít-
rekaði að ekkert væri hæft í þeim
fullyrðingum fjölmiðla að Garner
væri á förum frá Írak.
Koma Bremer til Íraks endur-
speglar umfangsmiklar breytingar
sem orðið hafa á skipan mála í
landinu að undanförnu. Fyrrum
sendiherra Bandaríkjanna í Írak,
Barbara Bodine, sem haft hefur
umsjón með uppbyggingarstarfinu
í Bagdad og nágrenni, hefur verið
kölluð heim af óþekktum ástæð-
um. Í dagblaðinu The Washington
Post er það haft eftir ónafngreind-
um bandarískum ráðamönnum að
fjórir aðrir háttsettir embættis-
menn í Írak verði sendir burt inn-
an skamms.
Bandarísk yfirvöld binda vonir
við það að Bremer takist að koma
á lögum og reglu í Írak áður en
langt um líður svo hægt verði að
hefja uppbyggingarstarf af full-
um krafti. Fram til þessa hafa
bandarískir embættismenn orðið
að hafast við á bak við víggirta
múra í höll Saddams Husseins í
Bagdad þar sem algjört stjórn-
leysi hefur ríkt í borginni. Af
þessum sökum hefur þeim orðið
lítið ágengt og í stað þess að
mynda jákvæð tengsl við írösku
þjóðina hafa þeir kynt undir óvild
landsmanna í sinn garð.
Í framhaldi af yfirlýsingu
bandarískra yfirvalda um það að
Baath-flokkurinn verði leystur
upp hafa verið leiddar að því líkur
að Bremer ætli sér að leggja niður
ýmsar stofnanir úr tíð Saddams
Husseins, þar á meðal Lýðveldis-
vörðinn. ■
Margréti Sverrisdóttur vantaði 13 atkvæði til þess að komast á þing:
Kosningalög brotin í Reykjanesbæ?
KOSNINGAR Yfirkjörstjórn í
Holtaskóla í Reykjanesbæ í Suð-
urkjördæmi braut kosningalög
að mati Sigurðar Inga Jónssonar,
oddvita Frjálslyndra í Reykja-
víkurkjördæmi suður.
Sigurður Ingi segir að
nokkrum kjósendum, sjómönn-
um frá Vestmannaeyjum, hafi
verið vísað frá á kjördag þegar
þeir hafi ætlað að kjósa utan
kjörfundar í Holtaskóla. Þetta sé
alvarlegt þar sem Margréti
Sverrisdóttur hafi skort 13 at-
kvæði til þess að ýta Árna Magn-
ússyni úr uppbótarþingsætinu í
Reykjavíkurkjördæmi norður.
„Við erum einnig að fara yfir
það hvort farið hafi verið eins
með öll vafaatkvæði,“ segir Sig-
urður Ingi. „Það var víst einhver
munur á því hvernig farið var
með vafaatkvæði í Reykjavíkur-
kjördæmunum. Af því það eru
svo fá atkvæði sem okkur vantar
til að ná fimmta manninum inn
verðum við athuga þetta.“ ■
■ Lögreglufréttir
SIGURÐUR INGI JÓNSSON
Oddviti Frjálslynda flokksins segir
að nokkrum kjósendum, sjó-
mönnum frá Vestmannaeyjum,
hafi verið vísað frá á kjördag þeg-
ar þeir hafi ætlað að kjósa utan
kjörfundar í Holtaskóla.
GEORGE BUSH
Vill ekki enda eins og
pabbi sinn.
MÆTTUR TIL STARFA
Í ávarpi til fjölmiðla á flugvellinum í Bagdad sagðist J. Paul Bremer fagna þeirri áskorun
að koma á lögum og reglu í Írak.
GISSUR PÉTURSSON
Atvinnuleysistölur fara hægt sígandi.
Bjargvætturinn
Bremer mættur
Mikil uppstokkun er hafin í landstjórn Bandaríkjamanna í Írak. Emb-
ættismaðurinn L. Paul Bremer hefur tekið við stjórnartaumunum og
freistar þess að koma á lögum og reglu í landinu og hefja uppbyggingu.