Fréttablaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 8
13. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR N‡jasta tækni og vi›skipti Málfling um samspil vi›skipta og tækniflróunar RU Alumni er félagsskapur útskrifa›ra nemenda frá Háskólanum í Reykjavík sem hefur fla› me›al annars a› markmi›i a› efla tengslanet og samskipti me›al félagsmanna sinna. Fimmtudaginn 15. maí milli kl. 16.00 og 18.00 stendur félagi› fyrir málsflingi um samspil vi›skipta og tækniflróunar í húsakynnum Háskólans í Reykjavík vi› Ofanleiti. Málflingi› er öllum opi› og a›gangur er ókeypis en félagar í RU Alumni eru sérstaklega bo›nir velkomnir. Setning Ari Daníelsson, Forma›ur RU Alumni, TD 2000 Vextir og vaxtavextir - Marka›sa›stæ›ur fyrirtækja í dag og horfur Einar fiorsteinsson, Greiningardeild Íslandsbanka, VD 2001 Frumkvö›lar á Íslandi - Ni›urstö›ur GEM sk‡rslu kynntar Rögnvaldur J. Sæmundsson, Lektor vi› HR Á 250 km hra›a á vegg - Liti› í baks‡nisspegilinn og lært af reynslunni Skúli Valberg Ólafsson, Framkvæmdastjóri Íslenska hugbúna›arsjó›sins, í rá›gjafará›i MBA náms vi› HR Frá hugmynd til kerfis til vöru – Um vöruflróun í hugbúna›arger› Ólafur Andri Ragnarsson, firóunarstjóri BetWare og kennari vi› HR, TVÍ 1989 Má bjó›a y›ur laustengda tvísamhæf›a samskiptaeiningu? – Marka›ssetning og sala á hátæknivörum Gylfi Árnason, Framkvæmdastjóri Opinna kerfa hf. Hvort kemur fyrst, eggi› e›a hænan? – Áhrif n‡rrar tækni á vi›skiptatækifæri Gísli Rafn Ólafsson, sjálfstætt starfandi rá›gjafi og kennari vi› HR Fjármögnun hugmynda – Glórulaust e›a gró›avon? Sigur›ur Smári Gylfason Dagskrá Fundarstjóri er Sæmundur Sæmundsson, Framkvæmdastjóri Tölvumi›stö›var Sparisjó›anna, TVÍ 1989. A› málflinginu loknu ver›ur bo›i› upp á léttar veitingar. Skráning fer fram me› tölvupósti á alumni@ru.is og nánari uppl‡singar eru á www.ru.is/alumni. KJARAMÁL „Það er hið jákvæðasta mál. Okkar aðildarfélög og -sam- bönd eru að undirbúa næstu kjarasamninga sem losna um næstu áramót. Það er eðlilegt að úrskurður Kjaradóms verði þá hafður til grundvallar og að miðað verði við töluna 19,3%. Svigrúmið á komandi árum er greinilega stórt,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. „Kjaradómur taldi eðlilegt að þessi hópur hækkaði um 7% um síðustu áramót þegar við öll hin hækkuðum um 3% og fann fyrir því einhver rök. Greinilega hefur Kjaradómur fundið fleiri rök,“ segir Gylfi. ■ ÞROSKAHEFTIR „Það eru eins og hver önnur mannréttindi að börn- in okkar fái að búa við sömu skil- yrði og önnur ungmenni á þeirra aldri,“ segir Guðleif Sigurðar- dóttir, foreldri þroskaheftrar stúlku. Dóttir hennar, Hildur Hauks- dóttir, er 26 ára gömul og hefur beðið lengi eftir að fá inni á sam- býli. Hún er ekki á svokölluðum neyðarbiðlista og því gerist ekk- ert ár eftir ár að sögn Guðleifar. „Hún var fjórtán ára gömul þegar við sóttum um vist fyrir hana. Það var gert í því skyni að hægt væri að meta þörfina í framtíð- inni. Við óskuðum eftir að hún kæmist inn á sambýli upp úr tví- tugu. Það er á svipuðum aldri og önnur ungmenni sem yfirgefa foreldrahús. Eftir því sem tíminn líður án þess að hún komist að, því erfiðara verður það bæði fyr- ir okkur og hana,“ segir Guðleif. Guðleif og eiginmaður hennar Haukur Þorvaldsson eru í hópi foreldra fjögurra þroskaheftra ungmenna sem hittast reglulega. Þau hafa gert það síðastliðin ár og vilja hafa áhrif á að þau geti verið saman á heimili þegar þar að kem- ur. „Börnin þekkjast prýðilega og við teljum að það auðveldi þeim umskiptin að fara að heiman þeg- ar þar að kemur. Auk þess skipt- umst við foreldrarnir á upplýsing- um og skoðunum. Við höfum heimsótt mörg sambýli og eftir því sem við kynnumst því betur hvað þar fer fram, sjáum við hvað börn okkar fara mikils á mis.“ Guðleif er þeirrar skoðunar að verið sé að brjóta á þessum ung- mennum. Þau séu nauðbeygð til að vera heima hvort sem þeim líki betur eða verr. „Mér finnst það vera í verkahring okkar foreld- ranna að sjá til þess að framtíð Hildar sé trygg en komi ekki í hlut annarra barna okkar. Við vit- um aldrei hvað bíður okkar og hve lengi okkar nýtur við. Það er mik- ið óöryggi falið í því að hafa ekki gengið frá búsetu hennar og að framtíð Hildar skuli ekki vera tryggð. Við getum ekkert gert nema bíða áfram og reyna að þrýsta á eins og mögulegt er. Svörin sem við fáum alltaf eru að hún komist að á næsta ári en þá er okkur sagt að því miður hafi þurft að taka fólk af neyðarbiðlista.“ Guðleif segist skilja það mæta vel en staðreyndin sé að ekki sé byggt nægilega mikið og því sé það alltaf fólk af neyðarbiðlistum sem fái pláss. „Það þarf að undir- búa Hildi vel áður en hún flytur að heiman. Við viljum ekki kasta til höndunum og ef fram heldur sem horfir þá verður hún einnig komin á neyðarbiðlista. Það skap- ar aðeins erfiðleika sem hægt er að koma í veg fyrir ef almenni- lega verður staðið að þessum mál- um,“ segir Guðleif. bergljot@frettabladid.is KJARAMÁL „Ég fagna því mjög ef góðir embættismenn, sem eru verðugir launa sinna, fá hækkun,“ segir Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, um hækkun launa æðstu embættis- manna. „Hins vegar hlýt ég að telja víst að ráðamenn standi við gefin kosningaloforð og hækki laun almennings til jafns í krónu- tölum. Sér í lagi eftir að hafa heyrt ráðamennina tala svo vel um bætt kjör eldri borgara á kosningadög- unum,“ segir Ólafur. ■ ÓLAFUR ÓLAFSSON Vonar að ráðamenn hækki laun almennings. Ólafur Ólafsson: Ráðamenn standi við loforðin GYLFI ARN- BJÖRNSSON „Svigrúmið á komandi árum er greinilega stórt,“ segir fram- kvæmdastjóri ASÍ. Kröfur ASÍ: Sömu hækkun og ráðherra GUÐLEIF OG HILDUR Hildur er orðin 26 ára og er tilbúin að fara að heiman. Hún bíður eftir að fá pláss á sam- býli en á ekki von á að komast að næstu tvö árin eftir því sem foreldrum hennar er sagt. Fer á mis við svo ótal margt Guðleif Sigurðardóttir, móðir þroskaheftrar stúlku sem lengi hefur verið á biðlista eftir að komast á sambýli, segir biðina erfiða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.