Fréttablaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 6
KJARAMÁL Laun alþingismanna og ráðherra hækka um fimmtung samkvæmt úrskurði Kjaradóms. Laun forsætisráðherra eru nú 871 þúsund krónur en voru áður 730 þúsund. Hækkunin nem- ar 141 þúsundi. Aðrir ráð- herrar hækka um 123 þúsund krónur og fá nú 786 þúsund. Al- þingismenn fá 437 þúsund króna grunnlaun miðað við 367 þúsund áður. Kjaradómur ákvarðar einnig laun dómara, biskups Íslands, rík- issáttasemjara, umboðsmanns barna, ríkissaksóknara, ríkisend- urskoðanda og forseta Íslands. Sá síðastnefndi nýtur engra hækk- ana nú en heildarlaun forsetans eru 1.460 þúsund krónur. Heildarlaun embættismann- anna hækka á bilinu 7,2% til 13,3%. Minnst hækka heildarlaun biskups Íslands, úr 657 þúsund krónum í 705 þúsund. Mest hækka heildarlaun ríkissaksóknara og hæstaréttardómara, um 13,3%. Laun þeirra voru 665 þúsund krónur en verða 754 þúsund. Í dómi Kjaradóms segir að sér- staklega sé litið til aukins álags á dómara. Því álagi hafi ekki verið mætt með ráðningu fleiri dómara, sem þó væru eðlileg vinnubrögð vinnuveitenda. Hækkunin á launum alþingis- manna og ráðherra nemur 18,4% til 19,3%. „Með hliðsjón af þeirri breyt- ingu sem verður nú á launa- ákvörðun embættismanna telur Kjaradómur eðlilegt, til samræm- is, að taka nýja grundvallar- ákvörðun um launakjör alþingis- manna og ráðherra,“ segir í úr- skurði Kjaradóms. Til viðbótar þingfararkaupi fá alþingismenn utan suðvestur- hornsins 72 þúsund krónur mán- aðarlega í húsnæðis- og dvalar- kostnað, 47 þúsund krónur í ferða- kostnað innan kjördæmisins og 53 þúsund í starfskostnað. Þingmenn suðvesturhornsins fá ekki borgað- an húsnæðis- og dvalarkostnað og aðeins 36 þúsund í ferðakostnað innan kjördæmisins. En þeir fá 53 þúsund krónur á mánuði í starfs- kostnað. Forseti Alþingis er á sömu kjörum og ráðherra. Vara- forsetar þingsins og formenn þingnefnda og þingflokka fá 15% álag á þingfararkaupið. gar@frettabladid.is 6 13. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR „Eðlilegt að taka nýja grundvallar- ákvörðun um launakjör al- þingismanna og ráðherra. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72.65 -1,20% Sterlingspund 117.26 -0,53% Dönsk króna 11.35 -0,26% Evra 84.23 -0,33% Gengisvístala krónu 118,27 -0,48% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 117 Velta 1.881 milljónir ICEX-15 1.418 -0,26% Mestu viðskipti Sjóvá-Almennar hf. 127.923.842 Eimskipafélag Íslands hf. 68.035.319 Íslandsbanki hf. 5.552.176 Mesta hækkun Skýrr hf. 5,17% Samherji hf. 3,93% Nýherji hf. 1,33% Mesta lækkun Þormóður rammi-Sæberg hf. -5,00% Baugur Group hf. -2,70% Framtak Fjárfestingarbanki hf. -2,20% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 8700,3 1,1% Nasdaq: 1539,4 1,3% FTSE: 3987,4 0,5% DAX: 2944,3 -0,4% NIKKEI: 8152,2 1,5% S&P: 942,9 1,0% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hversu margir nýliðar unnu sér sætiá Alþingi í kosningunum á laugardag- inn? 2Aðstoðarmaður félagsmálaráðherravarð næstyngsti maðurinn í Íslands- sögunni til að ná kjöri á Alþingi. Hvað heitir maðurinn? 3Þungarokkarinn Marilyn Mansonhefur gefið út nýja plötu. Hvert er hið rétta nafn tónlistarmannsins umdeilda? Svörin eru á bls. 30 NEYTENDUR Bónus er oftast með lægsta verð á grænmeti og ávöxt- um af þeim tíu verslunum sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði á höf- uðborgarsvæðinu 2. maí síðastlið- inn. Í fjörutíu tilvikum af þeim fjörutíu og þremur vörum sem skoðaðar voru var Bónus með lægsta verðið. Verslun Tíu-ellefu var með hæsta verð í tuttugu og sjö tilvikum og verslun Ellefu-ell- efu í tuttugu og fimm tilvikum. Munur á hæsta og lægsta verði var meira en 100% í tæplega helmingi tilvika, meira en 200% í sex tilvikum og fór hæst í 305% á hvítkáli. Minnsti munur á hæsta og lægsta verði var 28% á svepp- um í öskju. Kannað var verð í eftirtöldum verslunum: Bónus í Faxafeni, Tíu- ellefu Firði, Hagkaupum í Skeif- unni, Krónunni í Skeifunni, Nóa- túni í Smáralind, Ellefu-ellefu á Skúlagötu, Nettó í Mjódd, Sam- kaupum Miðvangi, Fjarðarkaup- um í Hafnarfirði og Europris í Skútuvogi. ■ ÓGNAÐI STARFSMANNI MEÐ HNÍFI Drengur með hettu yfir höfðinu kom inn í myndbanda- leigu við Kleppsveg á föstudag og otaði hnífi að starfsstúlku. Náði hann einhverjum peningum og hljóp síðan í burtu. Leitað var að piltinum en hann fannst ekki. BJARGAÐ ÚR SJÓNUM Manni var bjargað úr Reykjavíkurhöfn við Miðbakka. Þegar lögregla kom að var vegfarandi búinn að henda björgunarhring til mannsins. Maðurinn var fluttur með sjúkra- bíl á slysadeild, kaldur en furðu hress eftir volkið. ÓNÆÐI VEGNA UNGLINGASAM- KVÆMA Rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöld var ítrekað kvartað yfir hávaða og skemmd- arverkum sem stöfuðu frá ung- lingasamkvæmi í Ásahverfi. Höfðu tré verið rifin upp og brot- in. Nokkru síðar var kvartað yfir unglingasamkvæmi í Seljahverfi. Lögreglumenn ræddu við húsráð- anda og aðstoðuðu við að rýma íbúðina. Foreldrar eru minntir á að leyfa ekki eftirlitslaus ung- lingasamkvæmi sem oft fara úr böndunum. ■ Sveitarfélög DANSKIR Í KENNSLUSTUND 36 danskir sveitarstjórnarmenn komu hingað til lands til að kynna sér rafræna stjórnsýslu hjá íslenskum sveitarfélögum. Samband íslenskra sveitarfélaga skipulagði kynningu fyrir þá. Evrópubandalagið: Evran styrkist EVRÓPA Fjármálaráðherrar Evrópu hittust í Brussel til viðræðna um hvernig best sé að hægja á evr- unni. Gjaldmiðillinn hefur verið á uppleið í talsverðan tíma og hafa menn áhyggjur af genginu gagn- vart hinum stóra gjaldmiðlinum, bandaríska dollaranum. ■ VINNUSKÓLI Vinnuskóli Reykjavík- ur undirbýr nú sumarstarfið. Að sögn Svavars Jósefssonar, fræðslu- og upplýsingafulltrúa Vinnuskólans, stendur ráðning leiðbeinenda nú yfir en frestur unglinga til að sækja um rann út 30. apríl, þótt enn sé tekið við um- sóknum. Í ár hafa um 3.100 ung- lingar sótt um starf við Vinnuskól- ann, sem er mikil aukning frá því í fyrra, en þá voru nemendur skól- ans 2700. Um 200 leiðbeinendur verða ráðnir. Unglingunum í Vinnuskólanum hefur verið boðið upp á fræðslu samhliða vinnunni og er hverjum árgangi boðið upp á fræðslu á þremur sviðum; náttúran og um- hverfið, listir og menning og ein- staklingurinn og sjálfsstyrking. Hver árgangur fær eina fræðslu á hverju sviði. Hópum vinnuskól- ans er skipt eftir árgöngum og vinna 14 ára nemendur skólans á skólalóðum og íþróttavöllum í sínu heimahverfi, 15 ára nemend- ur vinna í görðum hjá eldri borg- urum og öryrkjum og einnig í Heiðmörk og á Hólmsheiði við skógrækt. 16 ára nemendurnir vinna síðan á stofnanalóðum og stórum opnum svæðum, t.d. Miklatúni og í Laugardal. Auk venjulegra leiðbeinenda verða ráðnir liðsmenn til að vinna náið með fötluðum nemendum skólans. Einnig verða ráðnir létt- liðar, skv. samvinnuverkefni Vinnuskólans og ÍTR, sem vinna með unglingum sem þurfa á sér- stökum stuðningi í starfi að halda. Starfsemi Vinnuskólans er fjöl- breytt og sér Vinnuskólinn einnig um Skólagarða, gæsluvelli og Sumargrín, en það er farandleik- völlur sem ferðast á milli skólalóða með leiktæki fyrir yngri börn. ■ MIKILL VERÐMUNUR Á GRÆNMETI Eðlilegt er að verð á vöru eins og grænmeti sveiflist milli árstíða og því þurfa neytendur að fylgjast grannt með stöðu mála hverju sinni. Aðeins er um verðsamanburð að ræða en samkvæmt upplýsingum frá ASÍ var ekki lagt mat á gæði eða þjónustu verslananna. Bónus með lægsta verð á grænmeti og ávöxtum: Mikill munur á verð- lagi milli verslana VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR Mikill fjöldi unglinga er í Vinnuskólanum í sumar. Vinnuskóli Reykjavíkur undirbýr sumarstarfið: Fjölbreytt starfsemi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Heildarlaun áður Heildarlaun nú Hækkun Forseti Íslands 1.460 þúsund 1.460 þúsund 0% Forsætisráðherra 730 þúsund 871 þúsund 19,3% Ráðherrar 664 þúsund 786 þúsund 18,4% Forseti Hæstaréttar 759 þúsund 833 þúsund 9,7% Hæstaréttardómarar 665 þúsund 754 þúsund 13,3% Ríkissaksóknari 665 þúsund 754 þúsund 13,3% Ríkissáttasemjari* 460 þúsund 538 þúsund 17,1% Ríkisendurskoðandi 722 þúsund 774 þúsund 7,3% Biskup Íslands 657 þúsund 705 þúsund 7,2% Dómstjóri í Reykjavík 656 þúsund 722 þúsund 10,1% Dómstjórar utan Reykjavíkur 593 þúsund 650 þúsund 9,7% Héraðsdómarar 535 þúsund 591 þúsund 11,1% Umboðsmaður barna 502 þúsund 538 þúsund 7,3% Alþingismenn 369 þúsund 438 þúsund 18,7% Ríkissáttasemjari fær einnig aukalega greidda mælda yfirvinnu. Laun Davíðs upp um 140 þúsund krónur Kjaradómur hefur hækkað laun ráðherra og alþingismanna um fimmtung. Dómarar og aðrir háttsettir embættismenn fá einnig umtalsverða hækkun. Mánaðarlaun forsætisráðherra hækka um 140 þúsund og verða 871 þúsund krónur. ■ Lögreglufréttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.