Fréttablaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 12
■ Lögreglufréttir ÞRIÐJUDAGUR 13. maí 2003 Mi›inn á 800 kr. á mánu›i e›a a›eins 185 kr. fyrir hvern útdrátt. 20% fjölgun vinninga -vinningur í hverri v ikuwww.das.is e›a á netinu 561 7757 Hringdu núna og trygg›u flér mi›a. ...og allt skattfrjálst! Fær› flú símtal frá okkur? D r e g i› í h ve rr i v ik u 52x DAS Vinningaveisla Heildarfjöldi vinninga tæplega 2000 næsta fimmtudag fia› er ekki of seint a› vera me› á fimmtudaginn ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 20 93 5 04 /2 00 3 Snæfellsnes: Umhverfis- vænn ferðastaður UMHVERFISMÁL Samgönguráðuneytið hefur samið við fimm sveitarfélög á Snæfellsnesi um að staðirnir verði, fyrst svæða á Íslandi, gerðir að umhverfisvottuðum áfangastað ferðamanna. Þau sveitarfélög sem standa að verkinu eru: Snæfellsbær, Grund- arfjarðarbær, Stykkishólmsbær, Eyja- og Miklaholtshreppur og Helgafellssveit. Að undirbún- ingsvinnu lokinni verður sótt um vottun hjá alþjóðlegu samtökunum Green Globe 21. ■ Framhaldsskólar: 15 milljónir í styrki MENNTAMÁL Menntamálaráðu- neytið hefur úthlutað 37 styrkj- um til þróunarverkefna í fram- haldsskólum og fullorðins- fræðslu á þessu ári. Um er að ræða 14,9 milljónir króna sem skiptast milli verk- efnanna, en hæstu styrkirnir eru 700 þúsund krónur og sá lægsti 150 þúsund. Alls var sótt um styrki til 62 verkefna. Á meðal verkefna sem fengu styrk var verkefni þar sem rannsaka á hvað það er sem hef- ur áhrif á námsárangur asískra nemenda á Íslandi og verkefni um átak gegn brottfalli í fram- haldsskólum. ■ ÓGNAÐI FÓLKI MEÐ SKRÚFJÁRNI Mjög æstur og ölvaður maður með skrúfjárn að vopni gekk niður Laugaveg aðfaranótt laug- ardagsins. Hann otaði skrúf- járni að vegfarendum og sagðist jafnframt vera á leið til vinar síns sem hann sagðist eiga sök- ótt við. Lögreglumenn höfðu tal af manninum og tókst þeim að taka af honum lítið skrúfjárn. Maðurinn var hinn rólegasti við lögregluna. Nokkru síðar sáu lögreglumenn hvar maðurinn hékk í glugga við Hverfisgötu. Hann var handtekinn og færður í fangamóttöku. VILDI MÓTMÆLA BARNAÞRÆLK- UN Lögreglumenn sem óku vestur Laugaveg aðfaranótt laugardags sáu hvar maður var að sprauta með úðabrúsa á glugga í verslun. Maðurinn var handtekinn. Kvaðst hann vera að mótmæla barnaþrælkun fyr- irtækis sem framleiðir vörur sem seldar eru í versluninni. Lofaði maðurinn að þrífa glugg- ann og var hann að því þegar ekið var framhjá stuttu síðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.