Fréttablaðið - 17.05.2003, Page 1

Fréttablaðið - 17.05.2003, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Bíó 28 Íþróttir 14 Sjónvarp 30 KVÖLDIÐ Í KVÖLD ÁMINNING Móðgun við kjósendur VIÐSKIPTI Bjartsýnn fyrir ykkar hönd LAUGARDAGUR 17. maí 2003 – 112. tölublað – 3. árgangur bls. 4bls. 10 MYNDLIST Vill mála sig út í horn bls. 16 AFMÆLISHÁTÍÐ Afmælishátíð Safa- mýrarskóla verður haldin milli klukkan 14 og 16. Fyrst verður skemmtidagskrá en þar á eftir veg- leg afmælisveisla. Núverandi og fyrrverandi nemendur og foreldrar þeirra eru hvattir til að koma svo og starfsfólk, auk allra velunnara skólans. 20 ára FÓTBOLTI Fyrsti leikur Íslandsmótsins í knattspyrnu 2003 fer fram í dag. Breiðablik tekur á móti sameigin- legu liði Þórs/KA/KS. Leikurinn hefst klukkan 17 og fer fram á Kópavogsvelli. KR vann mótið í fyrra, nú er Vali spáð sigri. Íslandsmótið hefst TÓNLEIKAR Unglingakór Akureyrar- kirkju heldur vortónleika sína í kirkjunni. Stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson. Á efnisskránni eru íslensk lög og erlend, andleg og veraldleg, auk þjóðlaga frá ýmsum löndum. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. Unglingar syngja KVÖLDVAKA Guðmundur Páll Ólafs- son, náttúrufræðingur og rithöf- undur, kynnir hugmyndir sínar að þjóðgarði fugla og fiska á kvöld- vöku sem samtökin Landvernd halda í Hótel Brattholti við Gull- foss. Kvöldvakan hefst klukkan 21 og allir eru velkomnir. Fugl og fiskur STA Ð R EY N D UM MEST LESNA DAGBLAÐIÐ Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003 22,1% 52,3% 61,7% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V REYKJAVÍK Hæg breytileg átt, þykknar upp og fer að rigna undir kvöld. Hiti 5 til 13 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Skýjað 10 Akureyri 3-8 Skýjað 12 Egilsstaðir 5-10 Skýjað 7 Vestmannaeyjar 3-5 Rigning 7 ➜ ➜ ➜ ➜ + + ÞÓRIR STEINGRÍMSSON RANNSÓKNARLÖGREGLUMAÐUR Þórir ræðir við lögreglukonu fyrir framan Sparisjóð Kópavogs þar sem ránið var framið. Lögregla leitar bankaræningja Ungur maður sem rændi Sparisjóð Kópavogs gekk laus þegar blaðið fór í prentun. Hann huldi ekki andlit sitt. Lögreglan vinnur að rannsókn en gefur ekki upp hversu hárri fjárhæð ræningi náði. BANKARÁN Maður um tvítugt rudd- ist inn í Sparisjóð Kópavogs við Hlíðarsmára vopnaður hnífi skömmu eftir opnun í gærmorg- un. Hann svipti sér inn í mann- lausa gjaldkerastúku og hrifsaði peninga úr skúffu. Að því loknu hljóp hann út. Vitni sáu til ræn- ingjans hlaupa til suðurs þegar hann kom út úr sparisjóðnum. Bankaræninginn gekk enn laus þegar blaðið fór í prentun. Hvorki lögreglan né sparisjóð- urinn vilja gefa upp hversu miklu fé bankaræninginn náði. Öryggis- myndavélar náðu myndum af manninum sem ekki huldi andlit sitt. „Mér sýnast þetta vera sæmi- legar myndir þegar búið er að skýra þær og skerpa. Við erum ekki búnir að bera kennsl á mann- inn og getur það reynst erfitt þrátt fyrir myndirnar. Ekki er víst að lögreglan þekki andlitið á kauða og við leitum til fjölmiðla til að birta mynd af honum,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson yfir- lögregluþjónn í Kópavogi. Hann segir rannsókn vera í ful- lum gangi og að leit standi yfir. „Það er vissulega áhyggjuefni hversu stutt er síðan annað vopn- að bankarán var framið. Ég held að það sé full ástæða fyrir bank- ana að skoða sín mál. Það gæti til dæmis verið gott að loka gjald- kerastúkunum betur svo ekki sé svona auðvelt að komast inn í þær,“ segir Friðrik. „Vopnað rán í banka virðist alltaf vekja meiri athygli en vopn- að rán í sjoppu. Er líf sautján ára stelpu í sjoppu minna virði, af því hún er með lægri fjárhæð við höndina?“ segir Carl H. Er- lingsson, sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs Kópavogs. Hann segir að upphæðin sem ræningi náði verði ekki gefin upp, hvorki nú né síðar. Aðrir afbrotamenn megi helst ekki vita hver upp- hæðin var. Carl segir að ræning- inn hafi komið beint að stúkunni þar sem hann hrifsaði til sín þá peninga sem hann gat náð til í fljótu bragði. „Prestur veitti starfsfólki áfallahjálp. Það hjálpar fólki að sjá hlutina frá sjónarhorni sem það sá ekki áður. Stundum ásak- ar fólk sjálft sig fyrir að hafa gert eitthvað vitlaust, þetta lýt- ur að því að veita fólki þann stuðning sem það þarf.“ „Við jöfnum okkur um helgina og opnum aftur á mánudaginn,“ segir Carl. Hann segir starfsfólk hafa orðið fyrir geðshræringu og að það hafi þurft að jafna sig. „Ég hugsa að lögreglan verði fljót að finna út hver ræninginn er, en kannski reynist erfiðara að hafa uppi á honum.“ Carl vildi ekki tjá sig um hvort maðurinn hefði verið í annarlegu ástandi eða ekki. Hann segir starfsfólkið hafa stað- ið sig vel og að allar öryggisreglur sparisjóðsins hafi gengið eftir. Hann vildi ekki fara út í hverjar öryggisreglurnar væru en ljóst væri að þeim væri meira annt um fólkið sitt en peningana. hrs@frettabladid.is 15. - 25. maí RÆNINGINN Lögreglan leitar hans. Ekki er gefið upp hversu hárri fjárhæð hann náði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Harður árekstur: Fjórir á slysadeild SLYS Harður árekstur varð á gatnamótum Glerárgötu og Tryggvabrautar á Akureyri á fimmta tímanum í gær. Þrír voru í öðrum bílnum auk ökumanns og tveir í hinum. Fjór- ir þeirra voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Meiðsli þeirra voru þó ekki talin alvarleg. Senda þurfti dælu- bíl á vettvang til að þrífa upp vökva sem seytlaði úr bílunum. ■ GÖTUR NAPOLÍ Óþefurinn var slíkur að fólk kveikti í draslinu. Sorpmál Napolí í ólestri: Mafían enn á kreiki ÍTALÍA, AP Í Napolí hefur fólk gengið um með grímur að undanförnu, ekki vegna hættunar af HABL veikinni, heldur vegna fýlunnar. „Ólyktin var hræðileg, flugur út um allt og mýs líka,“ sagði Max Cossolino, ávaxtakaupmaður í borginni. „Lyktin var slík að fólk kveikti í rusli til að losna við hana.“ Ólyktin var tilkomin vegna þess að sorpstöðvar Napolí réðu ekki við það magn sem safnaðist saman og því voru ruslatunnur og gámar yfirfullir um allar götur. Mafían í Napolí, sem stjórnar sorpstöðvum í nágrenni borgarinnar, vill fá bet- ur greitt fyrir að taka aukalega rusl frá Napolí. Margir hafa gert því skóna að menn á hennar vegum hafi kveikt í ruslinu. Ruslið hefur nú verið fjarlægt eftir að samningur náðist við þrjú önnur sveitarfélög að hjálpa til og eru borgarstarfsmenn í óða önn að skúra og skrúbba helstu stræti og torg. Skaðinn er hins vegar skeður gagnvart ferðafólki og ólíklegt að mælt verði með Napolí sem næsta áfangastað. ■ AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.