Fréttablaðið - 17.05.2003, Side 2

Fréttablaðið - 17.05.2003, Side 2
2 17. maí 2003 LAUGARDAGUR „Allt fyrir lýðræðið. Það lifi.“ Frjálslyndi flokkurinn hefur farið fram á að talið verði upp á nýtt í nýgengnum Alþingis- kosningum. Margrét Sverrisdóttir er fram- kvæmdastjóri flokksins. Spurningdagsins Margrét, myndir þú nenna að telja þetta allt aftur? VERSLUN „Þetta verður svo fallegt þegar því verður lokið,“ segir Sævar Karl Ólason, verslunar- maður við Bankastræti. Klárað verður að malbika í næstu viku og í raun batnar aðgengið að búð Sævars Karls með hverjum deg- inum sem líður. „Þetta er allt á uppleið,“ segir Sævar Karl. Búið verður að helluleggja fyr- ir framan búðina 17. júní og líst Sævari mjög vel á. „Þetta verður líkt og Skólavörðustígurinn,“ seg- ir Sævar. „Það hefur tekist mjög vel og kaupmenn eru ánægðir.“ Sævar er því mjög sáttur við framkvæmdirnar þrátt fyrir ýmis óþægindi sem þær hafa valdið. Hann bendir á að þær hafi tekið stuttan tíma og verði senn lokið. ■ VIÐSKIPTI Stærstu hluthafar í Baugi hafa stofnað nýtt eignarhaldsfélag um hlut sinn í fyrirtækinu og stefna að því að yfirtaka félagið. Eignarhaldsfélagið Mundur á nú 61,16% hlutabréfa í félaginu og mun gera öðrum hluthöfum tilboð í hluti þeirra á næstu vikum. Hluthafarnir sem standa að baki nýja félaginu eru Fjárfest- ingafélagið Gaumur í eigu Bón- usfeðgina og tengdir aðilar, Kaupþing banki, eignarhaldsfé- lögin Vor og ISP og Ingibjörg Pálmadóttir. Þessi stóri eignarhluti skapar nýja félaginu yfirtökuskyldu gagnvart öðrum hluthöfum. Þeim verður gert kauptilboð á genginu 10,85. Kristín Jóhannesdóttir, stjórn- arformaður Munds og stjórnar- maður í Baugi, segir aðstæður hafa breyst mikið síðan Baugur fór á markað og viðskipti með bréf í félaginu lítil. Nú sé komið að því að stíga næstu skref í þró- un fyrirtækisins. „Við teljum að það sé best gert með fáum stór- um fjárfestum.“ Eigendur Munds stefna að því að skrá Baug úr Kauphöll Ís- lands. ■ STJÓRNARMYNDUN „Það hafa engar stórar hindranir komið í ljós hing- að til,“ sagði áhrifamaður innan Framsóknarflokksins um gengi stjórnarmyndunarviðræðnanna. „En það getur auðvitað allt gerst.“ Málefnavinna flokkanna hélt áfram í gær. Viðmælendur blaðs- ins voru á því að ró hvíldi yfir um- ræðunum. Menn væru ekki að flýta sér. „Við ætlum að vanda okkur,“ sagði annar framsóknar- maður. „Þetta verður enginn flumbrugangur eins og þegar Við- eyjarstjórnin var mynduð.“ Formenn stjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að niðurstaðna úr viðræðunum sé að vænta um miðja næstu viku. Rætt er um að formennirnir deili forsætisráð- herraembættinu á kjörtímabilinu, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Heimildir blaðsins herma að ekki sé útséð um að Davíð sitji í tvö ár og Halldór í tvö. Líkur eru á að Halldór taki við fyrr, jafnvel strax í febrúar á næsta ári, á 100 ára afmæli heimastjórnarinnar. Gagnavinnsla og útreikningar halda áfram innan flokkanna. Sem fyrr er það í skattamálunum sem mest ber á milli. „Ætli við mæt- umst ekki einhvers staðar á miðri leið,“ sagði þingmaður í Fram- sóknarflokknum. „Þetta er spurn- ing um skattalækkun annars veg- ar og velferðarkerfið hins vegar. Hér þarf að gæta jafnvægis.“ Annað sem er uppi á borðum er möguleg uppstokkun á ráðuneyt- unum. Lengi hefur verið rætt um að spyrða saman landbúnaðar- ráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti og iðnaðarráðuneyti í eitt atvinnu- málaráðuneyti. „Skipting atvinnu- málaráðuneytanna í þrjú ráðu- neyti er úrelt,“ sagði stjórnar- þingmaður. „Nýir atvinnuvegir eins og tölvugeirinn, ferðamanna- iðnaðurinn og afþreyingariðnað- urinn eru hálf heimilislausir eins og er. Ef stofnað yrði eitt atvinnu- málaráðuneyti myndu þessir at- vinnuvegir falla þar undir. Núna er ferðamannaiðnaðurinn til dæmis undir samgönguráðuneyt- inu, sem er undarlegt.“ Þessi við- mælandi vildi þó ekkert um það segja hvort eitthvað yrði af slík- um uppstokkunum nú. Ekki er víst að vilji verði til þess að fækka ráðuneytunum og þar með ráð- herrastólum. gs@frettabladid.is VILLEPIN Vill skýringar á andófi gegn Frökkum í Washington. Frakkar ósáttir: Krefjast skýringa PARÍS, AP Frakkar vilja fá skýring- ar á ástæðum þess að bandarísk stjórnvöld ýttu undir að birtar yrðu fréttir sem eru óhagstæðar Frökkum. Bandaríkjamenn hafa neitað öllum slíkum ásökunum. „Við viljum fá útskýringar frá amerískum vinum okkar,“ sagði Dominique de Villepin, utanríkis- ráðherra Frakklands og vitnaði meðal annars í greinar um ólög- lega vopnasölu Frakka til Íraka. ■ Hafnarfjörður: Saklaus af nauðgun DÓMSMÁL Tæplega fimmtugur maður hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað jafn- öldru sinni á heimili hennar í Hafnarfirði. Fólkið ók saman í leigubíl að heimili konunnar um nótt í nóv- ember í fyrra. Þau höfðu kynnst um kvöldið. Sextán mínútum eftir að þau yfirgáfu leigubílinn hringdi konan í Neyðarlínuna og sagði manninn vera að nauðga sér. Maðurinn sagði þau hafa notið ásta á eðlilegan hátt. Fjölskipaður dómur í Héraðsdómi Reykjaness hlustaði á upptöku af símtali kon- unnar við Neyðarlínuna áður sýknudómurinn var kveðinn upp. ■ OG VODAFONE Keppinauti Landssímans er ófrjálst að nota orðið frelsi í auglýsingum sínum og starf- semi. Landssíminn hefur fengið einkarétt á notkun orðsins. Lögbann á Og Vodafone: Mega ekki nota orðið frelsi FJARSKIPTI Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði í gær lögbann við því að Og Vodafone noti vöru- merkið „frelsi“ eitt og sér í tengslum við fjarskiptaþjónustu, þar sem Landsíminn hefur fengið einkarétt á notkun þess. Og Voda- fone er ósammála úrskurðinum og hyggst fá lögbanninu hnekkt. „Frelsi er eitt mest notaða orð íslenskrar tungu,“ segir Pétur Pétursson, forstöðumaður upp- lýsinga- og kynningamála Og Vodafone. „Við teljum ekki að lagt verði lögbann við notkun þess orðs, ekki einu sinni á ein- stökum sviðum.“ Hann bendir á að eitt af markmiðum nýrra fjar- skiptalaga sé að gera fjarskipti frjáls eftir aldarlanga einokun. Það kann að vera erfitt að fjalla um það frelsi ef Landsíminn fær einkarétt á notkun orðsins. Og Vodafone mun bjóða upp á nýja þjónustu í stað „Frelsis“, sem er fyrirfram greidd síma- þjónusta fyrirtækisins. Mun sú þjónusta heita „Málfrelsi“. Og Vodafone hyggst þó krefjast af- skráningar vörumerkisins fyrir dómstólum. ■ Bankastræti: Batnar með hverjum deginum sem líður BANKASTRÆTI Verður glæsilegt þegar búið verður að helluleggja 17. júní. Talsvert rask hefur fylgt framkvæmdunum en mikil bót er að því að gangandi vegfarendur eiga betur með að komast ferða sinna nú en áður. Það verður síðan á þjóðarhátíðardaginn eftir réttan mánuð sem framkvæmdum lýkur. Flýta sér hægt Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram. Ró hvíldi yfir umræðunum í gær. Meðal annars er rætt um skattamál og uppstokkun ráðuneyta. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Líkur eru á að hann taki við forsætisráðherraembættinu strax á 100 ára afmæli heimastjórnarinnar við upphaf næsta árs. Nýtt eignarhaldsfélag stofnað um meirihluta hlutabréfa: Stefnt að afskráningu Baugs BAUGUR Gangi minni hluthafar að yfirtökutilboðinu verður félagið skráð úr Kauphöllinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Netsalan Garðatorgi 3, 210 Garðabær Símar: 565 6241/ 544 4210 Fax: 544 4211 Netfang: netsalan@itn.is Heimasíða: www.itn.is/netsalan www.itn.is/netsalan Opið í dag, laugardag, frá kl. 11 - 17 og sunnudag frá kl. 11 - 16 SÓLAR- RAFHLÖÐUR Fyrir hjólhýsi - fellihýsi - báta og sumarhúsið Aðeins kr 49,000

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.