Fréttablaðið - 17.05.2003, Side 20

Fréttablaðið - 17.05.2003, Side 20
NEMENDUR Í TÖLVUNARFRÆ‹I vi› háskólann í reykjavík Jón Andri Sigurðarson var í fyrsta ár- ganginum sem útskrifaðist með BS- gráðu úr tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík árið 2000. Hann er rafeinda- iðnmenntaður og tók stúdentspróf frá Tækniskólanum. „Ég hafði aldrei verið neinn tölvukarl en áhuginn kviknaði í gegnum vini og kunningja,“ segir Jón Andri um aðdrag- anda þess að hann fór í HR. „Mér fannst Háskólinn í Reykjavík vera nýr og spennandi kostur. Áherslur skólans höfðuðu til mín, með miklu verklegu námi.“ Jón Andri segir námið hafa verið mjög skemmtilegt en því fylgi mikil vinna. Hann eyddi ófáum sólarhringum í skólanum og segir nemendur hafa verið samheldna. „Enn þann dag í dag höld- um við hópinn og hittumst reglulega í hádeginu og fáum okkur að borða,“ segir tölvunar fræðingurinn. „Tengsl milli nemenda voru góð og mikil. Það er mikil hjálpsemi manna á milli þótt það sé líka ákveðin samkeppni – allt innan hóflegra og góðlegra marka.“ Strax á lokaárinu í HR hóf Jón Andri að vinna í hlutastarfi hjá hugbúnaðar- húsinu Hugtaki. Honum gekk vel að sameina skóla og starf en segir það hafa krafist mikillar vinnu. „Það er mik- il vinna í Háskólanum í Reykjavík og fólk fer ekki þangað til að taka því létt. En fólk uppsker eftir því og þetta er þrælgaman.“ Jón Andri gat valið úr stör fum eftir námið en ákvað að halda áfram hjá Hugtaki. Hann er nú orðinn verkefna- stjóri og einn af eigendum fyrir tækis- ins. Útskri faðist með fyrsta árganginum í HR: Gat va l ið úr s tör fum Á leið í doktorsnám: Sameinar tón l i s t og forr i tun Freyr Guðmundsson lauk BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík nú í maí. Lokaverkefni hans er forrit sem greinir verk eftir Johannes Sebast- ian Bach og býr til ný úr þeim. „Það er ákveðið safn af verkum hans sem kallast kóralar. Forritið greinir þau verk og býr til nýja kórala í sama stíl,“ segir Freyr. Freyr lauk burtfararprófi í trompetleik frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík fyrir tveimur árum. Þannig kvikn- aði hugmyndin að lokaverkefninu. „Ég hef lagt mikla vinnu í tónlistina og fannst snið- ugt að geta tengt hana við tölvunarfræðina,“ segir trompetleikarinn. Margir gætu talið langan veg á milli tónlistar og tölvunarfræði en að sögn Freys er margt líkt með þessum greinum. „Það er ákveðið safn af reglum sem þarf að fylgja og það er ákveðið listamannseðli í báðum greinum. Forritarar geta skrifað mismunandi fallegan kóða og hljóðfæraleikarar geta spilað mis- fallega tónlist.“ Freyr hyggur á fimm ára doktorsnám við Háskólann í Maryland í Bandaríkjunum. Hann verður þar með fyrsti nemandinn úr HR sem fer í doktorsnám. „Ég stefni á að gera rannsóknir í gervigreind. Ég hef reynt að undirbúa mig aðeins fyrir námið og loka- verkefnið með Bach er byggt á grunnhugtökum gervi- greindar,“ segir Freyr. Guðrún Hulda Jónsdóttir lýkur fyrsta ári í tölvunar- fræðideild HR nú í maí með glæsibrag og er sem stend- ur með 9,38 í meðaleinkunn. Árangur Guðrúnar Huldu er sannarlega glæsilegur, ekki síst í ljósi þess að hún er einstæð þriggja barna móðir. „Þetta krefst mikillar skipulagningar og stundum skipulegg ég heilu vikurnar fram í tímann,“ segir Guð- rún Hulda aðspurð um hvernig hún fari að. „Þetta getur verið svolítið erfitt en það er alveg þess virði. Ég hef lít- inn tíma fyrir annað en börnin og skólann.“ Einkunnir Guðrúnar Huldu urðu til þess að hún komst inn á svokallaðan forsetalista, en þeir nemendur sem komast á hann fá skólagjöld næstu annar felld niður. Guðrún Hulda útskrifaðist af eðlisfræðibraut Flens- borgarskóla í Hafnarfirði. Að loknu stúdentsprófi fór hún í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. „Mér fannst ekki nógu fjölskylduvænt að vera þar. Það er allt miklu heimilislegra hér í Háskólanum í Reykjavík. Það eru all- ir svo góðir og almennilegir og tilbúnir að hjálpa,“ segir Guðrún Hulda. „Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að vera í skólanum og ég flýti mér ekki heim þegar kennsludegi lýkur nema bara til þess að taka á móti börnunum. Þetta er rosalega skemmtilegt nám en því fylgir mikil vinna.“ Guðrún Hulda hyggur á meistaranám í tölvunarfræði þegar hún hefur lokið BS-gráðunni frá HR og hver veit nema hún ljúki gráðunni þaðan. Aðspurð hvað hún ætli að gera í sumar sagði Guðrún Hulda: „Ég ætla að vera með börnunum mínum, þau eiga það inni hjá mér.“ Framúrskarandi árangur: E ins tæð móðir með 9,38 BS-nám í tö lvunar f ræði Kennsluaðferðir Kennsla í tölvunarfræðideild byggir á fyrirlestrum og dæmatímum. Fyrirlestrar eru sameiginlegir fyrir allan ár- ganginn en dæmatímar eru haldnir í 25-30 nemenda hóp- um. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér viðurkenndar og nútímalegar aðferðir við hugbúnaðarþró- un. Séreinkenni námsins eru verkefni, bæði hóp- og einstak- lingsverkefni, og skipulagt verklag við úrvinnslu þeirra. Á hverri önn taka nemendur fimm námskeið sem skiptast í fjögur 12 vikna bókleg námskeið og eitt þriggja vikna verk- legt námskeið eða þriggja vikna sérhæft námskeið. BS í tölvunarfræði BS-nám í tölvunarfræðideild er þriggja ára nám (90 eining- ar). Hægt er að velja á milli tveggja kjörsviða: kerfishug- búnaðar og notendahugbúnaðar. Að auki er hægt að út- skrifast með viðskiptafræðival eða val í tæknigreinum eða raunvísindum. Eftir tveggja ára nám býðst nemendum að útskrifast sem kerfisfræðingar-HR (60 einingar). BS í tölvunarfræði – kjörsvið: notendahugbúnaður Á þessu kjörsviði er lögð áhersla á að nemendur læri hag- nýtar og viðurkenndar aðferðir við gerð notendahugbúnað- ar. Nemendur taka stærðfræðinámskeið á seinni önnum námsins. Á þessu kjörsviði er hægt að útskrifast með við- skiptaval og að auki er hægt að sækja um að útskrifast með val í tæknigreinum eða raunvísindum. BS í tölvunarfræði – kjörsvið: kerfishugbúnaður Á þessu kjörsviði er lögð áhersla á gerð hugbúnaðar fyrir tölvukerfi eins og stýrikerfi, netkerfi, dreifð kerfi og gagna- grunnskerfi. Nemendur taka stærðfræðinámskeið fyrr í náminu en á kjörsviði notendahugbúnaðar og jafnframt er um fleiri skyldunámskeið í stærðfræði að ræða. Hægt er að sækja um að útskrifast með val í tæknigreinum eða raunvísindum með þetta kjörsvið. Viðskiptafræðival Til að útskrifast með viðskiptafræðival þarf nemandi að ljúka 72-75 einingum úr tölvunarfræðideild og 15-18 ein- ingum úr viðskiptadeild. Valnámskeið úr viðskiptadeild geta nemendur tekið á 4. til 6. önn. Val í tæknigreinum eða raunvísindum Nemendur geta sótt um að fá metið 15 eininga val vegna háskólanáms í verkfræði, tæknifræði, stærðfræði eða raunvísindum. Ljúka þarf 72-75 einingum úr tölvunar- fræðideild. Þessi möguleiki hentar að sjálfsögðu þeim sem hafa þegar lokið háskólaprófi í viðkomandi fræði- greinum. Kerfisfræði Nemandi getur valið að útskrifast sem kerfisfræðingur-HR eftir 4 annir. Útskrifaðir kerfisfræðingar geta sótt um að hefja nám að nýju á 3. ári í þeim tilgangi að ljúka BS-prófi. M YN D /R Ó B ER T M YN D /RÓ B ERT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.