Fréttablaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 24
RANNSÓKNIR Í TÖLVUNARFRÆ‹I vi› háskólann í reykjavík Eitt helsta stolt tölvunarfræðideildar Háskól- ans í Reykjavík er Netsetur HR. Markmið seturs- ins er að stunda netrannsóknir á heimsmæli- kvarða og taka virkan þátt í stefnumörkun stjórnvalda og atvinnulífsins á sviði fjarskipta og hátækni á Íslandi. Síðustu tvö ár hafa starfsmenn Netsetursins unnið að rannsóknum á netkerfum og netþjón- ustu með það að markmiði að bæta notagildi. Að leysa hnúta Fjarskiptanet samanstanda af nethnútum (routers/switches) og línum sem tengja þá sam- an. Verkefni Netsetursins snýr að því að búa til forritanlega nethnúta, sem þar með bjóða með- al annars upp á þann möguleika að skipta um hugbúnað á hnútunum og gera þá nýtilegri en þá gömlu, sem gegna aðeins einu ákveðnu hlut- verki „Í stað staðfastra hnúta sem ekkert er hægt að gera með nema einn ákveðinn hlut ætl- um við að breyta Netinu, eðli þess og þjónustu, með forritanlegum vefhnútum.“ segir Heimir Þór Sverrisson, lektor við Háskólann í Reykjavík og starfsmaður Netsetursins. Með því að breyta hnútunum verður meðal annars hægt að bjóða upp á svokallað margvarp. Margvarp Sem dæmi um notkunarmöguleika margvarpsins er streymandi (streaming) útvarp eða sjónvarp á Netinu. Þegar hljóð eða mynd er nú sótt á Netið, til dæmis á vef Ríkisútvarpsins, opnar hver not- andi nýja leið inn í hnútinn sem sendir út efnið og notar um leið nokkra tugi kílóbita af band- breidd miðlarans. Ef margir sækja sama efni, á sama tíma, opnar hver og einn nýja leið að hnútnum og eykst þá bandbreiddarnotkunin með hverjum notanda. Sé verið að senda út vin- sælt efni er hætta á að álagið á netþjóninn verði of mikið og hann hætti að starfa. Margvarp Netseturs HR er hins vegar útfært þannig að virkir nethnútar þess grípa inn í sendi- beiðnir notendanna á leiðinni þannig að þegar margir notendur sækja sama efni samnýta þeir gagnastrauma og álag á miðlara netsins verður hverfandi í samanburði við þær aðferðir sem notaðar eru í dag. Nútímalegri kennsluhættir Margvarpið má nýta á fleiri vegu, til dæmis til fjarkennslu. Fjarkennslukerfi, eins og þau eru í dag, eru takmörkuð að mörgu leyti. Til dæmis er fjöldi fyrirlestra takmarkaður og mið- stýra þarf aðgangi að fjar fundakerfum. Fjar- fundabrýr, sem sjá um að miðla efninu, eru flöskuhálsar því þær geta aðeins sent út einn fund/fyrirlestur í einu. Óhugsandi er að nem- endur geti sjálfir sett á fund eða hópvinnusetu í slíku kerfi. Með margvarpinu opnast aftur á móti fyrir eins marga fundi/fyrirlestra og hver vill, með eins mörgum þátttakendum og þörf er á og mun fleiri notendur. Þetta getur gjörbreytt eðli fjarkennslu. Hingað til hefur verið ómögulegt að stunda hópvinnu í fjarkennslu, meðal annars vegna þessara tæknilegu takmarkana. Að auki er kostnaður við fjarkennslu með margvarpi mun minni og gæðin geta verið margfalt meiri með ódýrum stöðluðum tölvubúnaði. Samstarf við erlendar stofnanir Eins og áður segir hefur Netsetur HR unnið að margvarpsverkefninu í á annað ár. Setrið hef- ur átt í samstarfi við erlenda háskóla og rann- sóknarstofnanir, þar á meðal University College Cork á Írlandi, KTH í Stokkhólmi og AT&T Shann- on Laboratories í Bandaríkjunum. Margvarp minnkar álag á miðlara: Netrannsóknir á heimsmælikvarða Netsetur HR er þekkingarsetur: Ste fnumörkun í f jar - sk ip tum og hátækni Markmið Netseturs HR er að vera þekkingarsetur á sviði net- kerfa og netþjónustu og taka virkan þátt í stefnumörkun stjórn- valda og atvinnulífsins á sviði fjarskipta og há- tækni á Íslandi. Dr. Gísli Hjálmtýsson er forstöðumaður Net- setursins. Hann hefur verið með annan fótinn í Bandaríkjunum, hjá fyrirtækinu AT&T, en var ráð- inn til Háskólans í Reykjavík fyrir tveimur árum og þá var Netsetrið stofnað. Fastir starfsmenn Netsetursins eru fjórir; Dr. Gísli Hjálmtýsson, Heimir Þór Sverrisson, lektor við HR, og sérfræðingarnir Björn Brynjúlfsson og Ólafur Ragnar Helgason. Nemendur HR stunda einnig verkefnavinnu við Netsetrið sem hluta af náminu og í sumar verða þrír til fjórir nem- endur í starfi þar, þar af tveir á styrk frá Nýsköpunarsjóði náms- manna. Intel í samstar f við Netsetur HR: Styrkur f rá er lendu s tór fyr i r tæki Stórfyrirtækið Intel hefur veitt Netsetri HR styrk til að útfæra og gera tilraunir með pakkastöðvar á nýjum örgjörvum sem fyrir- tækið hefur hannað sérstaklega fyrir netbúnað (network process- ors). Styrkurinn kemur í kjölfar greinar sem lýsir rannsóknum Net- setursins á forritanlegum nethnútum og margvarpi, og fyrirlestr- um Dr. Gísla Hjálmtýssonar á ráðstefnum á síðustu mánuðum. Intel gaf Netsetrinu tíu þróunarkerfi netörgjörva, samtals að verðmæti um fimm milljónir króna. Þessi höfðinglega gjöf Intel er gríðarleg viðurkenning fyrir Háskólann í Reykjavík og þá metnað- arfullu rannsóknarvinnu sem þar fer fram, og gerir Netsetrinu færi á að halda áfram að vera í fremstu röð í sviði forritanlegra nethnúta og netkerfa í heiminum. Jafnframt styrkir þetta stöðu Netseturs HR í alþjóðlegri samvinnu og samkeppni um rannsak- endur og nemendur. Fyrst og fremst er þessi styrkur þó hvatning til starfsmanna Netsetursins og Háskólans í Reykjavík um að halda áfram á braut metnaðar og afreka. Dæmi um rannsóknasv ið Netse turs Högun nethnúta Rannsóknir á högun nethnúta sem stuðla að auðveldari inn- leiðingu nýrrar netþjónustu í fjarskiptakerfi framtíðarinnar, hvort sem er í ljósrænum, öðrum þráðrænum eða þráðlaus- um fjarskiptakerfum. Nýir prótókollar og netþjónustur Rannsóknir á nýjum netþjónustum og því hvernig nýjar þjón- ustukröfur knýja á um breytingar í netkerfum, grunnprótókoll- um og þjónustulíkönum. Margvarp og fjarkennsla Netsetur HR rannsakar margvarp, sér í lagi hagnýtingu þess til fjarfunda og fjarkennslu. Þessar rannsóknir hafa verið styrktar af menntamálaráðuneytinu og eru nú styrktar að hluta af RANNÍS. Mælingar á afköstum og gæðum Hermilíkön, biðraðafræði og beinar mælingar eru notaðar til að sannreyna tilraunir og leggja grunninn að djúpum skilningi á grundvallareiginleikum flókinna netkerfa, gæðastýringu og flækjustigi. Rekstur eigin rannsóknanets og þjónustu Til að hagnýta nýjungar sem hafa orðið til í Netsetrinu er rek- ið tilraunanet innan HR. Markmiðið er að þetta net nái fljót- lega yfir allt landið og út fyrir landsteinana. Hnúta netsins má uppfæra með nýjum netþjónustum (hugbúnaði) yfir netið sjálft. Auk þess eru hafnar tilraunasendingar á útvarps- og sjónvarpsefni með margvarpi yfir Netið. M YN D /R Ó B ER TDR. GÍSLI HJÁLMTÝSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.