Fréttablaðið - 17.05.2003, Page 28

Fréttablaðið - 17.05.2003, Page 28
Það var létt yfir hestamönnun-um sem höfðu stigið af baki hestum sínum uppi við Elliða- vatn, og greinilegt að vorið var komið í bæði menn og hesta þrátt fyrir nepjuna. „Þegar hrossagaukurinn og lóan eru far- in að syngja fyrir okkur og veiði- mennirnir farnir að veiða, þá er nú aldeilis vorið komið,“ segir Vigfús Magnússon, einn hesta- mannanna hlæjandi. „Það er svo aftur annað mál að maður sér aldrei nokkurn mann fá fisk,“ bætir hann við. „En það vaknar bara allt á vorin og svo eru nátt- úrlega sleppitúrarnir fram und- an, þegar hestamenn ríða með hesta í haga, og sumir alla leið í Skaftafellsýslu.“ Vigfús kveðst ætla að leggja í sleppiferð 11. júní. „Við höfum stopp í Mýrdalnum og ég reikna með að við verðum fjóra til fimm daga á leiðinni þangað.“ „Og ekki gleyma að segja frá því að við ríðum stórár,“ segir Pétur. Þeir félagar segja að sjálf- sögðu glatt á hjalla í svona ferð- um. „Það er lítið drukkið,“ segir Vigfús, og veifar pínulítilli pyttlu því til sannindamerkis, „en mikið hlegið og sungið.“ ■ 22 17. maí 2003 LAUGARDAGUR Vorboðarnir í Reykjavík eru víða og ekki bara í líki farfuglanna sem leggja á sig langt ferðalag til að gleðja landsmenn á vorin. Krakkarnir í unglingavinnunni eru líka vorboðar, svo og fólkið sem dyttar að í görðum sínum, smábátaeigendur sem gera klárt fyrir sumarið, og yfirleitt allir þeir sem verða sýnilegir á ný í borginni eins og til dæmis veiðimenn í nærliggjandi vötnum og gestir á útiveitingastöðum, sem sötra drykkinn sinn í sólinni. Víst er að allt lifnar við og margir finna fyrir eft- irvæntingu og gleði með hækkandi sól. Uppi við Elliða-vatn vakti at- hygli ljósmyndara gullfallegur hund- ur á sundi úti í vatninu. Eigandi hans, Steinunn G u ð j ó n s d ó t t i r, kynnti blaðamenn fyrir Sebastian, sem gaf sér tíma til að koma örskots- stund upp úr vatn- inu og hrista sig duglega yfir mann- fólkið áður en hann lagðist aftur til sunds. „Þetta er hluti af þjálfun hundsins, sem er Golden Retriever,“ segir Steinunn, „hann fær svo fallega bringu af sundinu. En svo er hann líka sjúkur í vatnið og getur verið á sundi frá einum klukkutíma upp í tvo. Það er ég sem þreytist en ekki hann,“ seg- ir hún. Sebastian er ótrúlega hraustur og duglegur hundur og syndir ekki bara í vötnum á vorin heldur líka í sjónum á veturna, jafnvel þó úti sé frost. „Við förum gjarnan út í Gróttu þar sem mengunin er minnst. Þar nýtur hann sín vel og rekur mis- kunnarlaust á brott aðra hunda sem koma nálægt hans svæði. Svo hefur hann synt þar með selum, sem er alveg ómótstæðilegt,“ segir Stein- unn. ■ Sólin vekur löngun í ís og oftmyndast langar raðir við ís- sjoppurnar. Þá finnst Reykvíking- um að vorið sé örugglega komið. Að spóka sig í bænum og borða ís er tvímælalaust eitthvað sem heyrir vorinu til að mati Önnu Jónu Dungal og Iðu Þorradóttur, en Fréttablaðið rakst á þær þar sem þær stóðu á Ingólfstorgi og hámuðu í sig ís. „Það er svo gott veður að maður bara verður að fá sér ís,“ sögðu þær stöllur, sem ljúka skólanum í byrjun júní og stefna glaðbeittar í sumarbústað og sumarbúðir í sumar. ■ Íslöngunin eykst með vorinu ANNA JÓNA DUNGAL OG IÐA ÞORRADÓTTIR Segja tilheyra vorinu að fara í bæinn og fá sér ís. EINS OG SELUR Á SUNDI Sebastian syndir stundum með selum úti við Gróttu. Sundið hluti af þjálfun hundsins STEINUNN OG SEBASTIAN UPPI VIÐ ELLIÐAVATN Sebastian reynir stundum á þolrif eiganda síns því hann fæst helst ekki upp úr vatninu. ÁÐ VIÐ ELLIÐAVATN Vigfús Magnússon, Pétur Guðmundarson og Kristín Björnsdóttir voru í besta skapi og farin að hlakka til sleppiferðarinnar í júní. Vorið komið í hestamenn Ekkert er fegurra... FR ÉT TA B LA Ð I/ VI LH EL M FR ÉT TA B LA Ð I/ VI LH EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.