Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2003, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 17.05.2003, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 17. maí 2003 27 Tilboðið gildir meðan birgðir endast. Ótrúlegt verð á 290 kr/kg frosnum kjúklingum og annars árs í textíl og fatahönnun við Listaháskóla Íslands verða sýnd á Vor- hátíð skólans. ■ ■ MESSUR  11.00 Norræn þjóðlagamessa verður í Hafnarfjarðarkirkju. Örn Arnar- son og hljómsveit hans leika og syngja en prestur er séra Þórhallur Heimisson sem jafnframt hefur þýtt messuna og altarisgöngusálma sem Per Harling samdi í þjóðlagatakti.  11.00 Herra Sigurbjörn Einarsson biskup predikar í hátíðarmessu í Akur- eyrarkirkju á lokadegi kirkjulistaviku. Málmblásarakvartett leikur, Kór Akureyr- arkirkju syngur og einsöngvarar verða Sólbjörg Björnsdóttir og Sigríður Aðal- steinsdóttir.  20.30 Síðasti liður Kirkjulistaviku Akureyrarkirkju er æðruleysismessa. Prestar eru séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og séra Svavar A. Jónsson. Tónlist er í höndum Örnu Valsdóttur, Óskars Pét- urssonar, Eiríks Bóassonar, Snorra Guðvarðssonar og Stefáns Ingólfsson- ar. ■ ■ BÍLASÝNING  13.00 Nýi bíllinn Lexus RX 300 verður sýndur í Lexus umboðinu við Nýbýlaveg í Kópavogi til klukkan 16. ■ ■ TÓNLIST  14.00 Dagur hljóðfærisins verður haldinn í sjötta sinn í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi. Að þessu sinni er hann helgaður tvíblaða hljóðfærunum óbó og fagott.  15.00 Drengjakór Neskirkju held- ur vortónleika í Neskirkju. Á efnisskránni er meðal annars frumflutningur á verk- um eftir Szymon Kuran og Hildigunni Rúnarsdóttur.  17.00 Af tilefni hálfrar aldar starf- semi Tónmenntaskóla Reykjavíkur efnir skólinn til hátíðartónleika í Saln- um, Kópavogi. Flytjendur eru svo til allir fyrrverandi nemendur gamla Barnamús- íkskólans og Tónmenntaskólans, allt þekktir tónlistarmenn á borð við Gunn- ar Kvaran sellóleikara, Sigrúnu Eð- valdsdóttur og Sigurbjörn Bernharðs- son fiðluleikara.  20.30 Kammertónleikar verða í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, á Vorhátíð Listaháskóla Íslands. Nem- endur úr tónlistardeild flytja tríó fyrir pí- anó, fiðlu og selló eftir Franz Shubert og píanókvintett eftir Dmitri Shostakovitch. ■ ■ DANSLIST  20.00 Afmælissýning Íslenska dansflokksins verður í Borgarleik- húsinu í þriðja og síðasta sinn. Sýnd verða brot úr nokkrum eftirminnileg- um verkum sem flokkurinn hefur sýnt, meðal annars söngatriði með Agli Ólafssyni og Jóhönnu Linnet. Einnig er sýnt nýtt verk eftir Láru Stef- ánsdóttur danshöfund. ■ ■ LEIKLIST  13.00 Leikrit Svövu Jakobsdóttur Hvað er í blýhólknum? verður leiklesið í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Leiklesturinn er hluti af vorhátíð Lista- háskóla Íslands og flytjendur eru nem- endur Leiklistardeildar skólans.  14.00 Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir barnaleikritið Gaggalagú eftir Ólaf Hauk Símonarson.  20.00 Nemendaleikhús Listahá- skólans sýnir í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13, Tvö hús, leikgerð þar sem tveimur leikritum eftir Lorca er steypt saman í eina sýningu.  20.00 Farsinn Allir á Svið eftir Michael Frayn er sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins, þýddur og leikstýrður af Gísla Rúnari Jónssyni.  20.00 Veislan eftir Thomas Vinter- berg og Mogens Rukov á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins. Sýningum fer fækkandi. Frumflytur eigin lög Kristján Helgason baritónsöngv-ari ætlar að frumflytja tvö lög eftir sjálfan sig á einsöngstónleik- um sínum í Hafnarborg í dag. Jafn- framt eru þetta fyrstu einsöngstón- leikar hans frá því hann lauk námi frá kennaradeild Söngskólans í Reykjavík vorið 1997. „Ég hef verið að bíða eftir því að verða nógu góður til þess að halda tónleika,“ segir Kristján. „En svo ákvað ég að skipta um aðferð og halda frekar tónleika til þess að verða betri. En þá þarf maður líka að standa sig.“ Kristján segir að það hafi lengi verið draumur sinn að setja saman sönglög. „Ég hef verið að fikta við þetta lengi, en þetta er í fyrsta skipti sem ég geri alvöru úr því. En þetta er svona eitt af mörgu sem mann langar til að gera.“ Yfirskrift tónleikanna er „Dauðinn - Ástin“. Á efnis- skránni eru bæði íslensk og erlend sönglög sem tengjast þessum tveimur eilífðar- viðfangsefnum allra lista- manna. ■ ■ TÓNLIST KRISTJÁN HELGASON OG ANTONIA HEVESI Tónleikar þeirra í Hafnar- borg hefjast klukkan hálf- fimm síðdegis.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.