Fréttablaðið - 17.05.2003, Síða 36

Fréttablaðið - 17.05.2003, Síða 36
17. maí 2003 LAUGARDAGUR Ættjarðarást er skrýtið fyrirbæriog trúlega missterk meðal þjóða. Að minnsta kosti upplifði ég það búsett í útlöndum að þýskir vinir mínir dauðöfunduðu mig af ættjarð- arrembingnum, sem var þó á stund- um gjörsamlega óþolandi. Þeir höfðu alist upp í óljósri skömm vegna síðari heimsstyrjaldarinnar og fóru aldrei á flug þegar Þýskaland bar á góma. Það þótti mér mikil synd, því ekki báru þeir neina sök. Sjónvarpið sýndi á miðvikudags- kvöldið athyglisverða heimildar- mynd um skólastjóra frá Afganistan sem flúði til Noregs fyrir rúmum tuttugu árum. Honum tókst aldrei að festa rætur þó hann ætti þar þokka- legt líf, heldur þjáðist af stöðugri heimþrá. Þegar kom að því að hann gæti snúið heim héldu honum engin bönd. Hann kvaddi eiginkonu, börn og barnabörn, sem töldu sig ekki eiga erindi til þessa fjarlæga, hrjáða lands, og bjóst jafnvel við að koma aldrei aftur. Ég sé ekki hvað er svona heillandi við Afganistan, en skil ætt- jarðarást skólastjórans vel. Nú hafa Íslendingar eignast nýja forsetafrú sem ekki á rætur á Ís- landi. Veri hún hjartanlega velkomin og vonandi að hún eigi eftir að una sér vel í þessu skrýtna landi. Á hinn bóginn er ég ógurlega svekkt út í for- setann að gera ekki þjóðina að þátt- takanda í þessum stórviðburði. Ég hefði viljað sjá veglegt kirkjubrúð- kaup, fánavætt fólk meðfram vegum og hjónakornin veifandi til mann- fjöldans eins og tíðkast í útlenskum brúðkaupum þjóðhöfðinga. Ríkis- sjónvarpið hefði svo sent út beint frá öllu saman og í lokin hefði þjóðin get- að haldið upp á brúðkaupið með partýjum um allan bæ. Já, ég verð að segja það, ég er pínulítið spæld út í forsetann út af þessu. ■ Sjónvarp EDDA JÓHANNSDÓTTIR ■ skildi Afganann vel sem þráði heimalandið eftir rúm tuttugu ár í útlegð. Ættjarðarást - og létt spæling 20.00 Billy Graham 21.00 Praise the Lord 23.00 Robert Schuller 0.00 Miðnæturhróp C. Parker Thomas 0.30 Nætursjónvarp – blönduð inn- lend og erlend dagskrá Á Breiðbandinu má finna 28 erlendar sjónvarpsstöðvar sem seldar eru í áskrift og þar af eru 6 Norðurlandastöðvar. Að auki sendir Breiðbandið út flestar ís- lensku útvarpsrásirnar ásamt 10 erlendum tónlistarrásum með mismunandi tónlistarstefnum. 9.30 NBA (Úrslitakeppni NBA) 12.00 4-4-2 13.00 Enski boltinn Bein útsending frá úrslitaleik Arsenal og Southampton í bikarkeppninni. 16.20 Landsbankadeildin 2003 Ítarleg umfjöllun um keppni í Landsbankadeild- inni 2003. Hvaða lið falla úrdeildinni og hverjir verða Íslandsmeistarar? Ómissan- di þáttur fyrirknattspyrnuáhugamenn á öllum aldri. 17.20 Toppleikir 19.15 Lottó 19.25 Spænski boltinn Bein útsend- ing. 21.30 If...Dog...Rabbit (Á glapstigum) Glæpamynd. Johnnie Cooper sat inni fyr- ir vopnað rán en faðir hans og bróðir tóku þátt í glæpnum. Johnnie er nú frjáls maður en á erfitt með að ná fótfestu þrátt fyrir ágætan vilja. Bróðir hans er hins vegar ennþá á hálum ís og vill ólm- ur fá Johnnie til að taka upp fyrri iðju. Aðalhlutverk: Matthew Modine, John Hurt og Kevin J. O’Connor. 1999. Strang- lega bönnuð börnum. 23.15 Jirov/Toney/Tarver/Griffin Út- sending frá hnefaleikakeppni í Connect- icut í Bandaríkjunum. Á meðal þeirrasem mætast eru Vassiliy Jirov og James Toney. 1.15 Thrills (Nautnaseggir) Erótísk kvikmynd.Stranglega bönnuð börnum. 2.35 Dagskrárlok og skjáleikur 6.25 Happy, Texas 8.00 Monkeybone 10.00 Music of the Heart 12.00 I Dreamed of Africa 14.00 Happy, Texas 16.00 Monkeybone 18.00 Music of the Heart 20.00 I Dreamed of Africa 22.00 Primary Suspect 0.00 What Lies Beneath 2.05 Girl, Interrupted 4.10 Primary Suspect 7.00 Meiri músík 12.00 Lúkkið 14.00 X-TV.. 15.00 Trailer 16.00 Geim TV 17.00 Pepsí listinn 19.00 XY TV 20.00 Meiri músík 13.00 Listin að lifa (e) 14.00 Jay Leno (e) 15.00 Yes, Dear (e) 15.30 Everybody Loves Raymond (e) 16.00 Djúpa laugin (e) 17.00 Survivor Amazon (e) 18.00 Fólk með Sirrý (e) 19.00 Cybernet (e) 19.30 Life with Bonnie (e) Skemmti- legur gamanþáttur um spjallþáttastjórn- andann og skörunginn Bonnie Malloy sem berst við að halda jafnvæginu milli erfiðs frama og viðburðaríks fjölskyldu- lífs! Mennirnir í lífi hennar eiga svo fullt í fangi með að lifa samveruna og -vinnuna við hana af! Frábærir þættir sem fróðlegt verður að fylgjast með. 20.00 MDs 21.00 Leap Years 22.00 Law & Order SVU (e) 22.50 Philly (e) 23.40 Tvöfaldur Jay Leno (e) Enginn er eyland og því bjóðum við upp á tvö- faldan skammt af Jay Leno en hann er einmitt tvíræður, tvöfaldur (í roðinu), tví- fari (á sér marga) og eldri en tvævetra. 1.10 Dagskrárlok Sjá nánar á www.s1.is Stöð 2 21.00 Sjónvarpið 21.55 DAGSKRÁ LAUGARDAGSINS 17. MAÍ 9.00 Morgunstundin okkar 9.02 Mummi bumba (20:65) 9.08 Stjarnan hennar Láru 9.19 Engilbert (13:26) 9.30 Albertína ballerína (16:26) 9.45 Hæsnakofinn (6:6) 10.03 Babar (9:65) 10.18 Gulla grallari (31:52) 10.50 Viltu læra íslensku? 11.10 Kastljósið 11.50 Formúla 1 Bein útsending frá tímatöku fyrir kappaksturinn í Austurríki. 13.00 Út og suður (1:12) 13.25 Þýski fótboltinn Bein útsending 15.25 Vélhjólasport 15.45 Íslandsmótið í snóker Bein út- sending frá úrslitaleiknum. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Í einum grænum (2:8) 18.25 Flugvöllurinn (16:16) 18.54 Lottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.40 Laugardagskvöld með Gísla Marteini 20.25 Lögin í söngvakeppninni 20.40 Indíáninn í skápnum Aðalhlut- verk: Hal Scardino, Litefoot, Lindsay Crouse, Richard Jenkins. 22.20 Guðfaðirinn II Aðalhlutverk: Al Pacino, Robert Duvall, Diane Keaton, Ro- bert De Niro, John Cazale og Talia Shire. 1.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 30 Hinir, eða The Others, er umtöl- uð spennumynd frá árinu 2001 með Nicole Kidman í aðalhlut- verki. Grace Stewart býr með tveimur börnum sínum í virðu- legu húsi í New Jersey í Banda- ríkjunum og bíður eftir að eig- inmaðurinn komi heim úr seinna stríðinu. Andrúmsloftið í húsinu er sérkennilegt og þar veldur mestu að börnin eru með sjaldgæfan sjúkdóm. Þau þola illa sólarljós og þess verð- ur ávallt að gæta að loka dyrum og draga gluggatjöldin fyrir. Frú Stewart ræður til sín þjónustu- fólk sem verður á að brjóta þessar reglur með óvæntum af- leiðingum. Leikstjóri er Alej- andro Amenábar. Myndin er bönnuð börnum. 8.00 Barnatími Stöðvar 2 11.50 Bold and the Beautiful 13.30 Enski boltinn Bein útsending frá úrslitaleik Arsenal og Southampton í bik- arkeppninni. 16.15 Tónlist 16.40 Diana Krall - Live in Paris 17.40 Oprah Winfrey 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.55 Lottó 19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður 19.30 Corky Romano Glæpamynd á léttum nótum. Corky er yngsti sonur mafíósans Pops Romano en sá gamli er í miklum vandræðum. Alríkislögreglan rannsaknar meinta glæpastarfsemi Pops og nú vill pabbinn að sonurinn eyðileggi fyrir sig sönnunargögn sem gætu komið honum í steininn. Aðalhlutverk: Chris Kattan, Vinessa Shaw, Peter Falk, Chris Penn. Leikstjóri: Rob Pritts. 2001. 21.00 The Others (Hinir) 22.45 Perfect Storm (Banvænn storm- ur) Háspennumynd um raunir áhafnar fiskibátsins Andreu Gail. Í október 1991 hóaði skipstjórinn Billy Tyne í undirmenn sína og lagði af stað til sverðfiskveiða á Atlantshafi. Fyrstu dagana var lítið að hafa en skipstjórinn þráaðist við og skeytti engu um varhugaverða veðurspá. Þegar hann loksins sá að sér var skollið á óveður og nær ógjörningur að komast aftur til hafnar. Byggt á sannsögulegum atburðum. Aðalhlutverk: George Clooney, Mark Wahlberg, Diane Lane, Karen Allen. Leikstjóri: Wolfgang Petersen. 2000. Bönnuð börnum. 0.55 Plunkett & MacLeane. Aðalhlut- verk: Robert Carlyle, Johnny Lee Miller, Liv Tyler. Leikstjóri: Jake Scott. 1998. Stranglega bönnuð börnum. 2.35 The Long Riders (Útlagar) Aðal- hlutverk: David Keith, Robert Carradine, Stacy Keach, James Keach. Leikstjóri: Walter Hill. 1980. Stranglega bönnuð börnum. 4.10 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí Hinir Í kvöld verður sýnd önnur bíó- myndin í þríleik Francis Ford Coppola um Guðföðurinn. Hún er frá 1974 og er byggð á sögu eftir Mario Puzo. Hér er sagt frá uppvexti Vitos Corleone á Sikiley og fyrstu skrefum hans á glæpa- brautinni og tilraunum Michaels sonar hans til að færa út veldi fjölskyldunnar til Las Vegas, Hollywood og Kúbu upp úr 1950. Aðalhlutverk leika Al Pacino, Robert Duvall, Diane Keaton, Robert De Niro, John Cazale og Talia Shire. Síðasta myndin verður sýnd á sunnu- dagskvöld. Guðfaðirinn SJÓNVARP Sjónvarpskonan fræga Bar- bara Walters hefur tryggt sér einka- viðtal við þingkonuna og fyrrum for- setafrúna Hillary Clinton. Tilefnið er væntanleg bók hennar um líf sitt í Hvíta húsinu. Bókin heitir „Living History“ og skilar sér í bókabúðir á mánudaginn. Þetta þykja tíðindi í sjónvarpsheiminum í Bandaríkjun- um þar sem viðtöl Barböru eru þekkt fyrir að vera afar persónuleg. Sjón- varpskonan setur það sem skilyrði að viðmælendur svari öllum spurning- um sem hún kann að leggja fram. Það var víst barist um einkaviðtöl við Hillary og hafði sjónvarpskonan betur en keppinautar hennar, sem eru m.a. fréttaskýringaþættirnir „60 Minutes“ og „Dateline“. Viðtali Barböru við Hillary Clint- on verður sjónvarpað á sunnudaginn í Bandaríkjunum. ■ HILLARY CLINTON Hefur líklegast frá mörgu að segja frá tíma sínum undir þaki Hvíta hússins. Barbara Walters: Fær einkaviðtal við Hillary Clinton Hótel á miklu athafnasvæði færi! Af sérstökum ástæðum býðst rótgróið hótel nánast í túnfæti álversframkvæmda á Austurlandi. Álversframkvæmdum fylgja mikil umsvif sem kalla á mikla þörf fyrir gistiaðstöðu, veitingastað og bar. Þetta er til staðar hér. Um er að ræða 7 ágætlega búin tveggja manna herbergi, veitingasal og bar. Hótelið er til afhendingar strax. Seljandi skoðar ýmis skipti og greiðslukjör. Fjöldi mynda á heimasíðunni www.fyrirtaekjasala.is Ásett verð er 15 millj og áhvílandi eru 8 millj. Skoðaðu alla söluskrána á heimasíðunni www.fyirtaekjasala.is Síðumúla 15 Sími: 588 5160 Gunnar Jón Yngvason Löggiltur fasteigna- og fyrirtækjasali. R-275. Þessi glæsivagn, Mercury Monarch, árg. ‘76, er til sölu. Bílinn er sem nýr úr kassanum, fjögurra dyra, átta cyl., sjálfskiptur, grænsanseraður, ekinn 70 þús. Bíllinn er til sýnis hjá Ingvari Helgasyni, Sævarhöfða 2. Nánari upplýsingar í síma 864 3470. Verð kr. 390.000 Glæsivagn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.