Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 4
4 30. maí 2003 FÖSTUDAGUR Er viðskiptasiðferði almennt ábótavant á íslandi? Spurning dagsins í dag: Á ríkið að bregðast við vanda Raufar- hafnar og íbúa hennar? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 41% 59% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Félagar í Lífeyrissjóði Austurlands kærðu stjórnina: Lífeyrissjóðsmálið til ríkislögreglustjóra LÖGREGLUMÁL Ríkissaksóknari hefur sent mál sem höfðað var gegn fyrr- um stjórn Lífeyrissjóðs Austur- lands til ríkislögreglustjóra. Í apríl síðastliðnum kærðu nokkrir sjóðs- félagar í lífeyrissjóðnum stjórnar- menn, framkvæmdastjóra og end- urskoðanda sjóðsins fyrir meinta ólögmæta meðferð fjármuna sjóðs- ins og kröfðust opinberrar rann- sóknar á störfum stjórnarinnar og endurskoðandans. Á aðalfundi sjóðsins síðasta sunnudag vék stjórnin úr sæti, en áður hafði framkvæmdastjórinn hlotið 25 milljóna króna starfsloka- samning. Meðal þess sem ákæran beinist að eru kaup í óskráðum hlutafélög- um og ólöglegar lánveitingar til fyr- irtækis sem framkvæmdastjórinn átti hlut í. Þá er kært að fram- kvæmdastjórinn og endurskoðand- inn hafi stofnað saman verðbréfa- fyrirtækið Sjö dverga ehf. á sama tíma og þeir störfuðu fyrir lífeyris- sjóðinn. Kærendurnir telja meinta óstjórn vera undirrótina að háum rekstrarkostnaði sjóðsins miðað við aðra lífeyrissjóði og slæmri afkomu síðustu ár. ■ Landssíminn stund- ar ekki lánastarfsemi Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, var grandalaus um að fjárdrátturinn sem kominn er á daginn gæti átt sér stað. Segir Símann hafa orðið fyrir álitshnekki. FJÁRSVIK „Ég var alveg grandalaus fyrir því sem þarna gerðist,“ seg- ir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssímans, um fjársvikamálið þar sem að minnsta kosti 130 milljónir hurfu úr sjóðum fé- lagsins. A ð s p u r ð u r um það með hvaða hætti yf- irmenn Svein- björns Krist- jánssonar aðal- gjaldkera þurfi að svara fyrir málið segir Brynjólfur að það sé innra mál fyrirtækisins og hann vilji því ekkert um það segja. „Málið er vissulega álitshnekk- ir fyrir Símann en það verður bara að koma í ljós í hverju þetta liggur og hvernig þetta gat við- gengist. Við bíðum niðurstöðu lög- reglurannsóknarinnar,“ segir Brynjólfur. Fréttablaðið spurði Brynjólf hvort hann hefði áður en málið kom upp getað séð fyrir sér að eitthvað slíkt gæti gerst og yfir hundrað milljónir hyrfu úr sjóðum félagsins án þess að nokkur innan fyrirtæk- isins yrði þess var. „Nei, ég hefði verið alveg grandalaus fyrir því,“ segir hann. Þær kenningar eru uppi að hugs- anlegt sé að Sveinbjörn hafi litið þannig á að hann væri að veita lán úr sjóðum Landssímans. Brynjólfur segir að lán til einstaklinga eða ótengdra félaga eigi sér ekki stað. Hann segist hafa spurst fyrir um það hvort eitthvað slíkt ætti sér stað og svarið hafi verið nei. „Ég get ekki svarað til um hvað aðrir hafa álitið. Ég lét kanna mál- ið aftur í tímann og niðurstaðan var sú að Landssími Íslands hf. er ekki í neinni slíkri lánastarfsemi. Ég ætla ekki þeim sem áður voru hér að þeir hafi verið með lánastarfsemi og hef enga ástæðu til að ætla að svo hafi verið. Lánastarfsemi hefur viðgengist til dóttur- og hlutdeildarfyrir- tækja og í þeim tilvikum þar sem um er að ræða eðlilegar skuld- breytingar,“ segir Brynjólfur. rt@frettabladid.is KANNABISNEYTANDI Svo kann að fara að kannabisneytendur verði að reykja utandyra framvegis. Atlaga gegn kannabis: Neytendum ógnað AMSTERDAM, AP Kannabisneytendur í Hollandi telja ný lög um bann við reykingum á opinberum stöðum skerða frelsi sitt. Samkvæmt lög- unum má sem fyrr selja kannabis- efni á kaffihúsum en ekki má neyta efnanna fyrr en komið er út undir bert loft. Eigendur kaffihúsanna þar sem kannabis er selt eru furðu lostnir yfir þessum nýju lögum. Heilbrigðisráðherra Hollands bendir þó á að leyfilegt sé að hafa reykingasvæði á öllum stöðum, svo framarlega sem nóg pláss sé fyrir reyklausa. ■ Kaldbakur: Hagnaður snýst í tap AFKOMA Kaldbakur tapaði 216 milljónum króna fyrstu þrjá mán- uði ársins. Það er mikill viðsnún- ingur frá sama tímabili á síðasta ári. Þá nam hagnaður félagsins 654 milljónum króna. Munurinn á afkomu milli ársfjórðunganna nemur 870 milljónum króna. Skýring á verri afkomu er aðal- lega rakin til lækkunar á gengi hlutabréfa Samherja. Heildar- eignir Kaldbaks námu tæpum átta milljörðum í lok mars, 1,3 millj- örðum minna en í desemberlok. Eigið fé félagsins lækkaði um 300 milljónir á sama tíma og var 4,9 milljarðar í lok mars. ■ MEIRI HAGNAÐUR 112 milljóna króna hagnaður var af rekstri Hampiðjunnar á fyrsta ársfjórð- ungi. Þar er 15 milljónum meira en á sama tíma fyrir ári. Rekstr- artekjur námu milljarði króna, litlu minna en fyrstu þrjá mánuði síðasta árs. Eiginfjárhlutfall sam- stæðunnar var 35% við lok tíma- bilsins. SJÓÐUR Í VANDA Nokkrir félagar í Lífeyrissjóði Austurlands kærðu stjórnarmenn í sjóðnum fyrir óstjórn sem þeir töldu hafa valdið afleitri afkomu. SÍMINN Aðalgjaldkerinn færði peninga inn á reikninga fyrirtækja sem voru honum tengd. Málið komst upp þremur árum síðar vegna fyrirspurna frá skattinum. „Niðurstað- an var sú að Landssími Ís- lands hf. er ekki í neinni slíkri lána- starfsemi. BRYNJÓLFUR BJARNASON Var alveg grandalaus gagnvart atburðum af því tagi sem nú hafa komið upp. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ■ Innlent RAEL, AP Mahmoud Abbas, for- sætisráðherra Palestínu, og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, funduðu í gær um framkvæmd Vegvísisins, friðarsamkomulags þjóðanna. Markmið fundarins var meðal annars að ná samkomulagi um hvað yrði samþykkt á öðrum fundi sem forsætisráðherrarnir tveir munu sitja ásamt Bush Bandaríkjaforseta í Jórdaníu á miðvikudaginn. Palestínumenn vilja að Ísrael- ar lýsi því skýrt yfir að Palest- ínumenn eigi rétt á sjálfstæðu ríki. Ísraelsmenn krefjast á móti að stjórnvöld í Palestínu taki á sjálfsmorðsárásum palestínskra skæruliða á óbreytta ísraelska borgara. Undanfarna daga hefur Abbas reynt að stoppa sjálfs- morðsárásirnar og lýsti yfir í gær að hryðjuverkasamtökin Hamas væru tilbúin að lýsa yfir vopnahléi í næstu viku. Íraelsk stjórnvöld krefjast þess að gripið verði til hertari aðgerða og að palestínsku hryðjuverkamenn- irnir verði handsamaðir. Einn Palestínumaður lést í árásum ísraelskra hermanna á Gasa-svæðinu í gær. ■ BRUNI Tveir tólf ára strákar kveiktu óvart í gömlu húsi við Strandgötu í Hafnarfirði. Tveir strákar að fikta með eld: Gamalt hús brann BRUNI Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins var kallað að gömlu húsi við Strandgötu í Hafnarfirði um þrjúleytið á miðvikudag. Slökkvilið frá þremur stöðvum kom á vettvang og var slökkvi- starfi lokið upp úr klukkan sex. Í húsinu voru geymd net en að öðru leyti stóð það ónotað. Tveir tólf ára strákar hafa við- urkennt að hafa kveikt í húsinu. Að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði var um óhapp að ræða, strák- arnir voru að leika sér með opinn eld inni í húsinu sem þeir misstu stjórn á. ■ PALESTÍNSKUR PILTUR Í HÚSARÚSTUM Ísraelskir hermenn réðust á palestínska borgara í gær, þrátt fyrir fund Sharons og Abbas um Vegvísinn til friðar. Forsætisráðherrar Ísraels og Palestínu funda um vegvísinn: Hitta Bush í næstu viku

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.