Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 14
Það sem hér fer á eftir er aðeinsskemmtisaga og á lítið sem ekkert skylt við blákaldan raun- veruleikann. Hér bregður höfund- ur á léttan leik án þess að roðna og eru allar tengingar við persónur og málefni hugarburður einn. Og þá hefst lesturinn: Enn og aftur er lýðræðið fót- um troðið á Íslandi af spilltri yfir- stétt. Í orði kveðnu þykjast ráða- menn landsins trúa á lýðræði þar sem fólkið í land- inu ræður og rekur fulltrúa sína á Al- þingi Íslendinga. Í orði kveðnu monta ráðamenn þjóðar- innar sig erlendis með því að segjast vera frá lýðveldi þar sem elsta þjóð- þing heims starfar. Í orði kveðnu segja ráðamenn þjóðar- innar að kjósendur ráði öllu í alþingis- kosningum. Valdið sé hjá borgurum þessa lands og þeir – ráðmennirnir sjálfir – fari eftir vilja kjósenda. Við – ráðamenn ykkar – lútum vilja ykkar kæru landar og gerum það sem þið viljið. Við erum í takt við þjóðina. Og þjóðin fær þá ráðamenn sem hún á skilið. Í Ráðstjórnarríkjunum – blessuð sé ekki minning þeirra – var einnig lýðræði alþýðunnar. Þar var lýðræðisleg stjórnarskrá og þar voru kosningar á nokkurra ára fresti þar sem fólkið fékk að velja fulltrúa sína á lýðræðisleg- an hátt. Þar voru einnig margir flokkar sem buðu fram færustu félaga sína – meira að segja bændaflokkur. Oftast fékk yfir- valdið þar allt frá 98,8% greiddra atkvæða og upp úr. Þrátt fyrir allt þetta lýðræði breyttist stjórnar- farið ekki hót frá kjörtímabili til kjörtímabils, frá áratugi til ára- tugar. Það breyttist ekkert fyrr en kerfið hrundi úr aumingjaskap innanfrá að 80 árum liðnum. Þar réð alþýðan engu. Þar réðu flokks- eigendurnir öllu. Því fór sem fór – guði sé lof. Sjálfstæði Framsóknarflokk- urinn En Ísland – hvað með Ísland? Hér ræður einn tvíhöfða flokkur undir forystu Davíðs & Halldórs. Þessi Sjálfstæði Framsóknar- flokkur ræður öllu í skjóli pen- ingavaldsins. Helmingaskipta- reglan er eina reglan sem skiptir máli, allt hitt er aðeins djók og fólkið er til að misnota það eins og alltaf. Þessi Sjálfstæði Fram- sóknarflokkur ræður flestum fjölmiðlum og þar með upplýs- ingaflæðinu, hann ræður fjár- magninu sem hann felur í leyni- sjóðum sínum sem varðir eru með vitlausustu rakaleysum sem hugsast getur, hann ræður og rek- ur fólkið eftir sínum þörfum, og hann trúir ekki hót á að fólkið í landinu eigi að fá að kjósa um eitt eða neitt sem skiptir máli. Ef ein- hverjum sakleysingja verður það á að minnast á þjóðaratkvæða- greiðslu um mál sem kann að skipta blessað fólkið máli þá er því fljótsvarað út í hött. Ekki einu sinni einföld mál eins og það hvort leyfa eigi bjór eða ekki var blessuðum kjósendum ekki trey- standi fyrir. Og þó, ef ég man rétt, þá var einu sinni eða tvisvar leyft að kjósa um það hvort opna ætti áfengisútsölur einhvers stað- ar úti á landsbyggðinni hér um árið. Þegar raddir heyrðust hér í gamla daga um það hvort ekki væri nú rétt að stofna til þjóðar- atkvæðagreiðslu þegar Ísland gerðist stofnaðili að Atlantshafs- bandalaginu (NATO) 1949 – þá framkvæmdu ráðamenn þjóðar- innar viðhorfskönnun á leynd og fundu út að þjóðin myndi fella slíkan samning, þannig að málið var afgreitt eftir hefðbundnum öruggum leiðum á elsta starfandi alþingi heimsins. Þegar einhverjir vitleysingar tveim árum síðar stungu upp á að þjóðin ætti að fá að kjósa um það hvort ameríski herinn ætti að fá að taka við vörnum landsins með Varnarsamningnum 1951, þá gerðu ráðamenn aðra við- horfskönnum og tékkuðu á skoð- un þjóðarinnar. Meirihluti lýðsins var á móti ameríska varnarliðinu svo málið var afgreitt á hefð- bundinn hátt heima á elsta alþingi heimsins, þar sem meirihlutinn var sauðtryggur. Og þannig mætti lengi halda áfram um lýð- ræðisást Sjálfstæða Framsóknar- flokksins og leppflokka hans. Íslendingar vopnlaus þjóð Og nú hinn 23. maí 2003 tók Sjálfstæði Framsóknarflokkur- inn enn og aftur og áfram við valdi sínu frá alþýðu þessa lands sem grátbiður flokkinn um að halda óhræddan áfram sam- kvæmt íslensku helmingaskipta- reglunni. Góssinu er bróðurlega skipt á milli flokksgæðinganna sem sverja trúnaðareið á Alþingi um að fylgja eigin samvisku sem fulltrúar pöpulsins. (Ýmsum dettur meira að segja í hug að ræða á yfirvegaðan máta um nýju stjórnarherrana og dömurn- ar – og hvernig þau ætla að skip- ta valdastólunum á milli sín – eins og það sé einhver heil brú í þessum handónýta sirkus). Þó afrekaskrá Sjálfstæða Framsóknarflokksins sé óvið- jafnanleg að gæðum þá hefur eitt mál vafist sérstaklega fyrir mér upp á síðkastið, en það er hvern- ig Davíð & Halldór gátu svona prívat og persónulega og án þess að bera málið undir þingflokka, utanríkismálanefnd eða elsta al- þingi veraldar (svo ég minnist nú ekki á blessaða þjóðina sjálfa!) lýst yfir pólitískum stuðningi við Bush & Blair í innrás þeirra í Írak – og þar með breytt grund- vallarstefnu landsins í utanríkis- málum, án þess að roðna, og um leið sagt við þjóðina blákaldir að þetta sé engin stefnubreyting. Þetta er sagt þó t.d. Bjarni Bene- diktsson hafi sagt skýrum orðum þegar Ísland gekk í NATO að stofnaðilar varnarbandalags vestrænna lýðræðisríkja mættu vita það að Íslendingar væru vopnlaus þjóð og gætu hvorki né vildu né myndu lýsa yfir stríði á hendur annarri þjóð um aldur og ævi. Hér endar I. skemmtiþáttur- inn um Alþýðulýðveldið Ísland. II. þáttur birtist í Fréttablaðinu í næstu viku. ■ 17FÖSTUDAGUR 30. maí 2003 Alþýðulýðveldið Ísland – Fyrri þáttur Þjóðmál HANS KRIST- JÁN ÁRNASON ■ skrifar skemmti- sögu um alþýðulýð- veldið Ísland. ■ Hér ræður einn tvíhöfða flokkur undir forystu Davíðs & Hall- dórs. Þessi Sjálfstæði Framsóknar- flokkur ræður öllu í skjóli peningavalds- ins. Helminga- skiptareglan er eina reglan sem skiptir máli, allt hitt er aðeins djók og fólkið er til að misnota það eins og alltaf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.