Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 20
23FÖSTUDAGUR 30. maí 2003 hvað?hvar?hvenær? 27 28 29 30 31 1 2 MAÍ Föstudagur HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handknattleik spilar tvo vináttu- leiki við Dani um helgina í Austur- bergi og í Smáranum og heldur svo í víking til Evrópu. „Þessir leikir við Dani eru fyrst og fremst prófraun fyrir ungu strákana sem eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðseinvaldur í handknatt- leik. Hann hefur valið marga unga og efnilega stráka í hópinn og tek- ur hluta þeirra með til Spánar og Belgíu, þar sem landsliðið mætir annars vegar Katalónum og held- ur síðan til Belgíu þar sem keppt verður við Dani, Slóvena og Serba. „Ég er bara spenntur að sjá hvar strákarnir ungu standa frammi fyrir erlendum stjörnum. Þeir fá allir tækifæri en á móti kemur að þá rennir maður blint í sjóinn með árangur í þessum leikjum. Þeir hafa æft vel og fá núna gott tækifæri til að sýna sig og sanna. Þetta eru allt sterk lið og alveg ómögulegt að spá hvern- ig gengur með þennan hóp en ég er bjartsýnn á að þeir standi und- ir pressunni. ■  15.40 Sýn Sýnt frá sjötta leik Dallas Mavericks og San Antonio Spurs í úrslitakeppni NBA.  18.30 Sýn Football Week UK. Vikan í enska boltan- um.  19.00 Sýn Trans World Sport. Íþróttir um allan heim.  19.15 Grindavíkurvöllur Grindvíkingar fá Framara í heimsókn í lokaleik 3. umferð Landsbankadeildar karla.  20.00 Sýn 4-4-2. Snorri Már og Þorsteinn J. fjalla um enska og spænska fótboltann, Meistaradeildina og allt markvert sem gerist í þessum hasarleik tuttugu og tveggja leikmanna.  20.10 RÚV Bein útsending frá landsleik Íslendinga og Dana í handbolta.  22.30 Sýn Gillette-sportpakkinn.  23.00 Sýn 4-4-2. e.  23.55 Sýn Bein útsending frá sjöunda leik San Ant- onio Spurs og Dallas Mavericks í úrslita- keppni NBA. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Leikirnir fram undan eru prófsteinn á ungu strákana. Stíf keyrsla á handboltalandsliðinu: Verður mikil reynsla fyrir nýliðana ESSO-DEILDIN ÍR og Haukar léku til úrslita í vor en þau verða bæði í suðurriðli næsta vetur. Esso-deildin 2003-2004: Tvískipt deild karl- anna HANDBOLTI Esso-deildin 2003-2004 verður leikin í tveimur riðlum næsta vetur. Röðun í riðla byggir á árangri í deildakeppninni síð- asta vetur. Deildarmeistarar Hauka leika í Suðurriðli ásamt ÍR- ingum, sem urðu þriðju í deilda- keppninni, en þessi félög léku til úrslita á Íslandsmótinu í vor. Í Suðurriðli leika Haukar, ÍR, HK, FH, ÍBV, Stjarnan, Selfoss og Breiðablik en í Norðurriðli leika Valur, KA, Þór, Fram, Grótta/KR, Stjarnan og Selfoss. Í forkeppni deildarinnar verða leiknar tvær umferðir, heima og heiman, en fjögur efstu félögin úr hvorum riðli leika í úrvalsdeild í seinni hluta keppninnar og fjögur neðstu í 1. deild. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.