Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 35
Hrósið 38 30. maí 2003 FÖSTUDAGUR Vilhelm G. Kristinsson ermorgunmaður Rásar 1 við miklar vinsældir. Svo miklar að hópur manna sér ofsjónum yfir því að útsending þáttar hans skuli vera rofin vegna Morgunvaktar- innar. Vilhelm er þaulreyndur fjölmiðlamaður og gamalreyndur á öldum ljósvakans. „Ég byrjaði á útvarpinu 1970 og var þá í tíu ár.“ Vilhelm var tvisvar sinnum fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bankamanna, fimm ár í senn með tíu ára millibili. Hann hefur bæði verið fréttamaður á Stöð 2 og Sjónvarpinu, en auk þess rak hann um tíma almannatengslafyrirtæki ásamt félögum sínum. Síðan sneri hann aftur í útvarpið. „Ég er bú- inn að vera með morgunþáttinn í fjögur ár.“ Vilhelm segist sáttur við vinnuna. „Þetta er ágætt, ég byrja snemma og er búinn snemma og get sinnt hugðarefn- um það sem eftir er dags.“ Síðdegis sest Vilhelm við ævi- söguskrif. Hann vinnur að ævi- sögu Sigfúsar Bjarnasonar, sem stofnaði Heklu 1933. „Bláfátæk- ur sveitadrengur sem kemur til Reykjavíkur í kreppunni miklu og varð á örfáum árum einn af stöndugustu kaupsýslumönnum landsins. Hann naut engrar menntunar, en hafði þetta við- skiptavit alveg fram í fingur- góma.“ Vilhelm segir Sigfús hafa haft einstakt lag við að umgang- ast fólk. „Stjórnunarhættir hans voru eins og eftir bestu stjórn- endahandbókum nútímans.“ Vilhelm er kvæntur Kristíönu Baldursdóttur. Hann á fjögur uppkomin börn af fyrra hjóna- bandi og tvær stjúpdætur. Hann segir þau hjónin mikið útivistar- fólk. Þau stunda skógrækt á eigin skika Í Austur-Húnavatnssýslu. Þangað reyna þau að komast eins oft og þau geta. „Þetta er tveggja og hálfs tíma akstur. Sumir segja við mann að þetta sé langt, en við notum ferðatímann til þess að spjalla saman. Svo það verður dýrmætur tími aksturinn.“ ■ Persónan VILHELM G. KRISTINSSON ■ spilar ljúfa tónlist og rabbar við hlust- endur Rásar 1 á morgnana. Hann snýr sér að ævisagnaritun síðdegis. ...fær Árni Magnússon félags- málaráðherra fyrir hugmyndir sínar um 90 prósent húsnæðislán sem léttir af þjóðinni einhverju mesta böli sem á hana hefur ver- ið lagt við naglhreinsun og yfir- keyrslu í vinnu lungann úr ævinni til að koma sér þaki yfir höfuðið. Skrifar ævisögu síðdegis Netið verður sífellt fyrirferð-armeira í daglegu lífi fólks. Sífellt algengara er að heimsvið- burðir séu sendir yfir Netið og milljónir manna fylgjast með. Illa hnýtt fiskinet gerir lítið gagn. Það trosnar og fiskurinn sleppur út. Sama gildir um hnúta Alnetsins. Ef þeir halda ekki finnur notandinn fyrir því. Gísli Hjálmtýsson vinnur að þróun nethnúta með það að markmiði að auka sveigjanleika Netsins til að bjóða nýja netþjónustu. Dæmi um slíka þjónustu er margvarp, fjarfundir og fjarkennsla, sem Netsetur HR hefur unnið að. „Við sjáum sömu þróun í Netinu og var í tölvunum á árum áður. Í dag skiptir engu máli hvaða tegund tölvu menn eru að vinna á. For- ritunarviðmótið er það sama,“ segir Gísli. Hann flytur fyrirlest- ur um rannsóknir sínar í Háskól- anum í Reykjavík í hádeginu í dag. Hann segir markmiðið að aðskilja þróun nethnútanna frá vélbúnaðinum. „Þannig sjáum við sömu þróun og í tölvunum. Fleiri fara að skrifa forrit og gæði og fjölbreytni aukast.“ Gísli er í fremstu röð í þróun nethnúta og hefur unnið að rann- sóknum hjá bandaríska fjarskipt- arisanum AT&T. Í framtíðarsýn tækninnar eru ísskápar, brauðristar og önnur heimilis- tæki tengd við Netið. „Það er kannski ekki mikil þörf á að tengja brauðristina, en í vaxandi mæli munu afþreyingartækin og fleira verða nettengd,“ segir Gísli og bendir á að fjöldi tengi- punkta við Netið á hverju heimili vaxi hröðum skrefum. „Ef þessi þróun á að vera möguleg verður að breyta högun Netsins.“ Þar segir hann skipta höfuðmáli að búnaðurinn setji sig upp og tengi sig sjálfur. „Menn þekkja það að þurfa að endurræsa og setja upp tengingar vegna þess að kerfið frýs. Með fjölda tengipunkta við Netið á hverju heimili er nauð- synlegt að búnaðurinn sjái um sig sjálfur, annars þurfum við bráðum að hafa mann í vinnu við að endurræsa og setja upp teng- ingar heimilisins.“ haflidi@frettabladid.is GÍSLI HJÁLMTÝSSON Hefur unnið að þróun Netsins fyrir fjar- skiptarisann AT&T. Netþróun ■ Heimilis- og afþreyingartæki framtíðar- innar verða tengd við Netið. Þá gengur ekki að það þurfi að endurræsa oft á dag. Gísli Hjálmtýsson vinnur að því að þróa net fyrir framtíðina. Netagerðar- maður nútímans Starfsstúlka á fasteignasölu íReykjavík hefur dregið til baka kæru vegna eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir á vinnu- stað sínum. Í stað þess að halda kæru sinni til streitu ákvað starfs- stúlkan að segja starfi sínu á fast- eignasölunni lausu og hætta. Starfsstúlkan kærði eineltið til Verslunarmannafélags Reykja- víkur, sem sendi málið áfram til Vinnueftirlitsins á grundvelli vinnuverndarlaga: „Málið var dregið til baka og því ekki frekar aðhafst,“ segir Hólmfríður Gunnarsdóttir, sér- fræðingur á rannsóknar- og heil- brigðisdeild Vinnueftirlitsins. „Það breytir því ekki að hingað berast margar kvartanir vegna eineltis,“ segir hún. Hlutverk Vinnueftirlitsins er ekki að skakka leikinn á vinnustað þar sem um meint einelti er að ræða: „Það er alltaf atvinnurek- andinn sem á að taka á málinu. Hlutverk okkar er að gera honum það ljóst,“ segir Hólmfríður, sem telur að fleiri kvartanir vegna ein- eltis á vinnustöðum megi skýra með því að fólk sé meðvitaðra um rétt sinn í þessum efnum en áður var. Það var Sigrún Viktorsdóttir, mannfræðingur og starfsmaður Verslunarmannafélags Reykja- víkur, sem rak málið fyrir stúlk- una. Hún segir að því miður hafi þetta mál endað eins og svo mörg önnur af sama toga; viðkomandi hafi hrakist af vinnustað sínum. ■ EINELTI Auknum skilningi fylgja fleiri kærur. Vinnustaðir ■ Hlutverk Vinnueftirlitsins er að benda atvinnurekendum á að þeir eigi sjálfir að taka á eineltismálum sem upp koma á vinnustað þeirra. Hætti í vinnu vegna eineltis VILHELM G. KRISTINSSON Stjórnar vinsælum morgunþætti. Plantar skógi með konu sinni og þau gera ferða- tímann norður í land verðmætan með því að spjalla saman. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.