Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 11
14 30. maí 2003 FÖSTUDAGUR Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Hva› ertu a› hugsa? 3. , 10 ., 1 7. o g 24 . jú ní 2 2. j úl í. V er › kr. á mann 36 .9 67 *Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. **Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Miðað við 2 fullorðna. Takmarkað sætaframboð Sólarplús fiú velur dagsetningu, bókar og grei›ir sta›festingargjald. Gistista›urinn er sta›festur viku fyrir brottför. * 48 .3 55 k r. ** Sama sólin, sama fríi› bara a›eins ód‡rara Po rt úg al Po rt úg al 36 .9 67 STJÓRNMÁL Talsverðar breytingar urðu á skipan útvarpsráðs þegar Alþingi kaus fólk í ráðið til næstu fjögurra ára. Fimm af sjö út- varpsráðsmönnum koma nýir inn. Páll Magnússon, aðstoðarmað- ur félagsmálaráðherra, kemur inn í ráðið fyrir Framsókn í stað Giss- urar Péturssonar. Andri Óttarsson kemur inn í stað Þórunnar Gests- dóttur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Svanfríður Jónasdóttir, fyrrum þingmaður, og Ingvar Sverrisson, kosningastjóri Samfylkingar, koma inn í stað nýju þingmann- anna Marðar Árnasonar og Önnu Kristínar Gunnarsdóttur. Sigurð- ur Ingi Jónsson kemur inn sem fulltrúi Frjálslyndra í stað Krist- ínar Halldórsdóttur, Vinstri græn- um. Sex af sjö varamönnum í út- varpsráði koma nýir inn. Þeirra á meðal má nefna Rúnar Frey Gíslason leikara, sem tekur sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og Pét- ur Gunnarsson, almannatengsla- ráðgjafa og fyrrum fréttastjóra Fréttablaðsins, sem kemur inn fyrir Framsóknarflokkinn. ■ RÍKISÚTVARPIÐ Ellefu af fjórtán aðal- og varamönnum í út- varpsráði koma nýir inn. Alþingi kaus fimm nýja einstaklinga í útvarpsráð: Breytingar á útvarpsráði ELLERT AFTUR INN Ellert Eiríks- son, fyrrum bæjarstjóri í Reykjanesbæ, var endurkjörinn í yfirkjörstjórn Suðurkjördæm- is. Hann tók sér frí frá störfum, að sögn vegna fjölskylduað- stæðna, eftir að T-listi Kristjáns Pálssonar gerði athugasemd við veru hans í yfirkjörstjórn. STUÐMAÐUR Í MENNINGARSJÓÐ Jakob Frímann Magnússon, varaþingmaður Samfylkingar og Stuðmaður með meiru, var kjörinn í Menningarsjóð í stað Dóru Líndal Hjartardóttur. Kári Bjarnason kemur í stað Áslaugar Brynjólfsdóttur. Bessí Jóhannsdóttir, formaður sjóðs- ins, situr áfram. ■ Stjórnvöld HEATHROW-FLUGVÖLLUR Innritunarborð Air France á Heathrow-flug- velli var tómt í gær þegar flugumferðastjór- ar lögðu niður störf til að mótmæla fyrir- huguðum breytingum á ellilífeyriskerfinu þar í landi. Fjöldamótmæli í Frakklandi: Flugvellir lamaðir FRAKKLAND Mikil óánægja ríkir í Frakklandi vegna áforma stjórn- valda um gagngerar breytingar á ellílífeyriskerfinu þar í landi. Einungis um ein af hverjum fimm flugvélum komst leiðar sinnar þegar flugumferðarstjórar lögðu niður vinnu. Kennarar og ýmsir aðrir ríkisstarfsmenn voru einnig í verkfalli. Fleiri verkföll eru boðuð í næstu viku. Stéttarfé- lög opinberra starfsmanna hvetja félagsmenn sína að leggja aftur niður vinnu á laugardaginn og litl- ar sem engar lestasamgöngur verða á sunnudaginn vegna verk- falls lestarstjóra. Breytingarnar á ellilífeyris- kerfinu fela aðallega í sér lengri starfsaldur. Frakkar, eins og aðr- ar þjóðir í Vestur-Evrópu, eru að eldast og stjórnvöld segjast sjá fyrir að efnahagskerfið þar í landi muni ekki standa undir hækkandi hlutfalli ellilífeyrisþega að öllu óbreyttu. Verkalýðshreyfingin er sammála um að eitthvað þurfi að gera, en himinn og haf skilja þó deiluaðila og langt í að sjáist fyrir endan á deilunni. ■ HERMENN Bandarískir hermenn þramma um götur Bagdad. Um leið og ástandið í Írak verður öruggt verður sænska sendiráðið opnað á ný eftir 12 ára hlé. Sendiráð Svía í Írak: Opnað eftir 12 ára hlé STOKKHÓLMUR, AP Svíar ætla að opna sendiráð sitt í Bagdad, höf- uðborg Íraks, á næstunni. Því var lokað skömmu fyrir Persaflóa- stríðið árið 1991 og hefur það ekki verið opnað síðan. „Engin dagsetning hefur verið ákveðin en sendiráðið verður opn- að um leið og ástandið í Írak verð- ur orðið það öruggt að sænskt starfsfólk geti farið þangað,“ sagði talsmaður sænska utanrík- isráðuneytisins. „Sendiráðsbygg- ingin er óskemmd og það verður ekkert mál að fá fólk til að starfa í Bagdad.“ ■ VIRKJANIR Áhugi hefur aukist á byggingu heimarafstöðva og smávirkjana bæði hérlendis og erlendis. Slíkar virkjanir þykja bæði umhverfisvænar og mikil- vægar fyrir styrkingu byggða. Vegna þessarar vakningar hefur iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið gefið út skýrslu um litlar vatnsaflsvirkjanir með leiðbein- ingum. Í skýrslunni er fjallað um undirbúningsrannsóknir, mann- virki, vél- og rafbúnað, samskipti við opinbera aðila og áætlana- gerð. Almennt sjá þeir sem bygg- ja smávirkjanir sér hag í að framleiða rafmagn til eigin nota, sem er ódýrara en rafveiturnar bjóða, en jafnframt til sölu inn á dreifikerfi rafmagnsveitanna. Slík sala er frjáls víða erlendis og samkvæmt nýjum raforkulögum er hún einnig frjáls hérlendis. Ólafur Eggertsson, formaður Landssamtaka raforkubænda, segir að smávirkjanir séu í flest- um tilfellum í eigu einstaklinga. Ólafur, sem býr á Þorvaldseyri, segir að hingað til hafi menn ein- göngu verið að framleiða fyrir sjálfa sig, en margir eigi um- framafl sem þeir geti selt inn á dreifikerfi rafmagnsveitanna. „Menn eru að leita að ein- hverjum sóknarfærum og í sum- um tilfellum getur þetta verið álitlegur kostur til tekjuöflunar,“ segir Ólafur. „Það er engin virkj- un með sömu kosti og eiginleika en í sumum tilfellum geta menn haft lifibrauð sitt af þessu.“ Ólafur segir að mjög litlar stöðvar geti verið mjög arðbær- ar. „Ég er búinn að keyra 16 kW stöð í tvö ár, sem er mjög arðbær. Ég sel örlítið rafmagn og kaupi líka á álagstoppum. En það sem ég sel dekkar nánast það sem ég kaupi. Mín stöð uppfyllir allar mínar þarfir hér á búinu og er búin að spara mér milljón krónur á síðustu tveimur árum.“ Ólafur segir að þegar kostnað- ur við byggingu smávirkjunar sé metinn sé almennt stuðst við þá þumalputtareglu að kílówattið kosti 100 til 120 þúsund krónur. Þá kostar 100 kW virkjun um 10 milljónir króna. Hann segir að með skynsamlegum hætti sé hægt að reisa smávirkjanir sem framleiði samanlagt jafn mikið rafmagn og tvær Nesjavalla- virkjanir. Orkuverið á Nesjavöll- um er hannað fyrir 400 MW há- marksframleiðslu, en nú er fram- leiðslugeta þess um 200 MW. trausti@frettabladid.is KOLTUNGU- VIRKJUN Ólafur Eggertsson, formaður Lands- samtaka raforku- bænda, segir að smávirkjanir séu í flestum tilfellum í eigu einstaklinga. Hann segir að Koltunguvirkjun hafi sparað sér milljón krónur á tveimur árum. Sóknarfæri í smávirkjunum Vakning er að verða í byggingu smávirkjana hérlendis. Þær þykja um- hverfisvænar. Formaður Landssamtaka raforkubænda segir að menn geti haft lifibrauð sitt af smávirkjunum. EFNAHAGSMÁL Vöruskipti við út- lönd voru óhagstæð um 2,4 millj- arða króna í apríl, en á sama tíma í fyrra voru þau hagstæð um 2,4 milljarða. Samkvæmt Hagstofunni voru fluttar út vörur fyrir 14,1 millj- arð króna í apríl og inn fyrir 16,5 milljarða. Á fyrstu fjórum mán- uðum ársins hafa verið fluttar út vörur fyrir 63,5 milljarða króna, en inn fyrir 59,3 milljarða. Af- gangur af vöruskiptunum við út- lönd nam því 4,1 milljarði króna samanborið við 7,4 milljarða á sama tímabili í fyrra. Sjávarafurðir voru 60% alls útflutnings fyrstu fjóra mánuði ársins, en verðmæti þeirra var 10% minna en á sama tíma í fyrra. Helsta ástæða minni út- flutnings á sjávarafurðum er minni útflutningur á fiskimjöli og saltfiski. Verðmæti útfluttra iðnaðarvara var 5% meira en á sama tíma árið áður. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu fjóra mánuði ársins var nær hið sama á föstu gengi og á sama tíma árið áður. Aukning varð í innflutningi á neysluvör- um, fjárfestingarvörum og fólksbílum en á móti kemur minni innflutningur á skipum og flugvélum. ■ MINNI ÚTFLUTNINGUR Helsta ástæða minni útflutnings á sjávarafurðum er minni útflutningur á fiskimjöli og salt- fiski. Verðmæti útfluttra sjávarafurða minnkar um 10%: Óhagstæður vöruskiptajöfnuður SMÁVIRKJANIR Á fyrri hluta síðustu aldar voru byggðar margar heimarafstöðvar víða um landið og voru þær flestar minni en 30 kW og raforkan nýtt til eigin þarfa. Um 1950 voru um 530 heimarafstöðvar á landinu, en sam- fara rafvæðingu sveitarfélaganna fór þeim ört fækkandi og árið 1992 voru 175 smávirkjanir (minni en 300 kW) í notkun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.