Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 37
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR Eftir að hafa fylgst með fréttumundanfarið og séð hvernig pen- ingar geta farið með fólk á besta aldri hef ég komist að þeirri niður- stöðu að mér leiðast peningar. Pen- ingar fara í taugarnar á mér. Þeir eru ofmetnir. Fólk sem á mikið af þeim rembist eins og rjúpa við staurinn að eignast meira. Hinir sem eiga enga peninga munu líklega aldrei eignast neina, en lifa í blekk- ingu um að verða einhvern tímann ríkir. Út af því höfum við Lottó. ÞETTA ER Í RAUN BARA sirkus fáránleikans. Auðjöfrar eiga svo mikið fé að þeir gætu keypt tunglið og sólina ef þetta tvennt væri til sölu. Þeir eiga 400 bíla, dýrustu demanta, átján hús og 15 sundlaugar, en samt er vitað að maðurinn þarf ekki annað en góða sokka og tvennar nærbuxur til að lifa sómasamlegu lífi. Peningar eru eins og matarmið- ar. Maður þarf þá, en það er rugl að eiga mikið af þeim. Enginn hefur nokkuð að gera við billjón matar- miða, nema sá hinn sami ætli að borða til eilífðarnóns. JÚ, JÚ, ég segi það ekki. Ekki myndi maður svo sem bregðast reið- ur við ef einhverjum skyldi detta í hug einhvern daginn að bera í mann fé fyrir það sem maður tekur sér fyrir hendur. Sjaldan hefur maður flotinu neitað. En það breytir ekki hinu að flest allt sem máli skiptir kemur peningum ekkert við. Gott veður er allra, burtséð frá efnahag. Ástin er verðlaus. Stundum sé ég ekki betur en að peningar spilli ást- inni. Komi hreinlega í veg fyrir hamingju. Það er ekki gott, ef rétt er. ÓÞVERRI, PENINGAR. Það er reyndar varla að maður sjái þá nú- orðið ef maður spáir í það. Þeir eru tölur á skjá í netbanka, sem koma manni varla við. Hverfa eins og styggir fuglar ef maður hreyfir sig spönn frá rassi. Hvert þeir fara er mér hulin ráðgáta. Þeir dúkka reyndar upp í fréttum á hverjum degi. Þjóðir gera innrásir út af þeim, menn fara í fangelsi, menn ræna banka, menn selja eitur, vopn, og börn í þrælkunarvinnu til þess að eignast þá. Hætta að tala saman. Fara í slag. Verða merkilegir með sig. Uss, hvað mér leiðast peningar. Margur verður af aurum api. ■ Peningar eru leiðinlegir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.